Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2024 07:33 Í kosningabaráttu er allt stjórnmálafólk sammála um mikilvægi æðri menntunar til að tryggja bjarta framtíð lýðræðissamfélagsins Íslands. Þrátt fyrir það berjast íslenskir stúdentar í bökkum við að mennta sig og eru við það að sligast undan leiguverði, jafnvægi á milli vinnu og skóla og ósveigjanlegu, markaðsvæddu námslánakerfi. Spurningin er ekki lengur hvort menntun sé leið að betri framtíð – heldur hvort ungt fólk hafi efni á að feta þann veg og hvort það verði þess virði. Við hljótum öll að geta sammælst um það að núverandi staða háskólamála sé áhyggjuefni, og að það sé lykilatriði að næsta ríkisstjórn setji málefni stúdenta í algjöran forgang. Kynslóðabilið og vegasalt stúdenta Í nýlegri greiningu hagfræðings stéttarfélagsins Visku á kaupmætti ungs fólks kemur fram að síðustu ár hefur ójöfnuður milli kynslóða aukist tvöfalt hraðar á Íslandi í samanburði við Norðurlöndin, og kaupmáttur ungs fólks hefur sveiflast fimm sinnum meira á öldinni en í nágrannalöndum okkar. Það segir okkur að ungt fólk á Íslandi býr við annan raunveruleika en jafnaldrar á Norðurlöndunum, og staða þess flækist enn frekar við að skrá sig í háskólanám, sérstaklega fyrir ungt fólk sem flytur til höfuðborgarsvæðisins til að stunda nám, leigir á almennum leigumarkaði og verður oft að vinna mikið með námi til að ná endum saman. Samkvæmt nýjustu tölum Eurostudent hefur atvinnuþátttaka íslenskra stúdenta aukist á milli ára – Íslendingar eiga Evrópumet í atvinnuþátttöku þar sem 76% íslenskra stúdenta vinna samhliða námi. Afleiðingar þess að vinna mikið með námi geta verið margar, til að mynda þær að stúdentar á Íslandi eru lengur að klára nám sitt og vinnan hefur óhjákvæmilega áhrif á námsframmistöðu. Nám er vinna, og þó það sé eðlilegt að hluti stúdenta kjósi að vinna samhliða námi er kominn tími til að spyrja sig að því hvort íslenskir háskólanemar ættu, ár eftir ár, að þurfa að vinna mest allra í Evrópu til þess að hafa efni á því að mennta sig. Menntasjóður námsmanna: félagslegur jöfnunarsjóður? Með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna, sem tóku gildi árið 2020, átti að umbylta námslánakerfinu á Íslandi og færa það nær norska styrkjakerfinu. Styrkur ríkisins til stúdenta átti að felast í 30% niðurfellingu af láni í lok náms, að því gefnu að stúdentar kláruðu nám sitt á tilskildum tíma – og þannig hvetja brautskráða námsmenn til að fara fyrr af fullum krafti inn á vinnumarkaðinn. Samhliða 30% niðurfellingu námslána urðu vextir nýju lánanna hins vegar breytilegir og háðir sveiflukenndum aðstæðum á fjármálamarkaði, og greiðendum gert að bera áhættu af væntum afföllum sjóðsins (í fyrsta sinn í 70 ára sögu fjárhagslegs stuðnings ríkisins við stúdenta). Nú þegar komin er reynsla á nýja námslánakerfið er ljóst að lögin hafa alls ekki þjónað markmiðum sínum, en eins og LÍS og BHM gerðu grein fyrir í umsögn sinni fyrr á árinu hefur 30% niðurfellingin ekki hvatt til hraðari námsframvindu; þvert á móti eru vísbendingar um að námslánakerfið hafi nú fælingarmátt þar sem færri taka námslán og niðurstöður lífskjararannsóknar BHM sýna að helsta ástæðan að baki fækkunar lántaka er óttinn við óviðráðanlega skuldsetningu – og því ekki ólíklegt að gallað námslánakerfi spili inn í vaxandi atvinnuþátttöku stúdenta. Byrðar að námi loknu Útreikningar BHM og LÍS sýna að greiðslubyrði í nýja námslánakerfinu er 62% hærri yfir ævina en í því gamla fyrir þá lántaka sem fá ekki 30% niðurfellingu, og því er varhugavert að halda því fram að breytingar á námslánakerfinu hafi verið skref í rétta átt – raunar er hægt að færa rök fyrir því að óvissan um greiðslubyrði og vaxtakjör sé breyting til hins verra og að námsstyrkurinn nái ekki til þeirra sem þurfa mest á honum að halda; þeirra sem eru lengur að klára nám sitt vegna félagslegra og/eða efnahagslegra aðstæðna. Gömlu LÍN-lánin eru líka að sliga fólk, en eins og BHM hefur gert grein fyrir hafa háskólamenntaðir einstaklingar sem tóku lán í LÍN-kerfinu setið eftir í kjölfar hrunsins. Þau lán voru ekki leiðrétt og fjöldi fólks sér því fram á að borga heil mánaðarlaun í afborganir námslána til dauðadags nema ný ríkisstjórn svari ákalli háskólamenntaðra og leiðrétti lánin. Staða stúdenta sem þiggja námslán verður eins eða verri nema stjórnvöld stígi skrefið að fullu og komi á raunverulegu námsstyrkjakerfi. Það er lykilatriði að nýr stjórnarsáttmáli leggi ríka áherslu á fjárfestingu í menntun, innleiði markvissar aðgerðir til að standa vörð um grunnstoð lýðræðissamfélags og bregðist við alvarlegri stöðu stúdenta sem bera framtíð þjóðarinnar á herðum sér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttu er allt stjórnmálafólk sammála um mikilvægi æðri menntunar til að tryggja bjarta framtíð lýðræðissamfélagsins Íslands. Þrátt fyrir það berjast íslenskir stúdentar í bökkum við að mennta sig og eru við það að sligast undan leiguverði, jafnvægi á milli vinnu og skóla og ósveigjanlegu, markaðsvæddu námslánakerfi. Spurningin er ekki lengur hvort menntun sé leið að betri framtíð – heldur hvort ungt fólk hafi efni á að feta þann veg og hvort það verði þess virði. Við hljótum öll að geta sammælst um það að núverandi staða háskólamála sé áhyggjuefni, og að það sé lykilatriði að næsta ríkisstjórn setji málefni stúdenta í algjöran forgang. Kynslóðabilið og vegasalt stúdenta Í nýlegri greiningu hagfræðings stéttarfélagsins Visku á kaupmætti ungs fólks kemur fram að síðustu ár hefur ójöfnuður milli kynslóða aukist tvöfalt hraðar á Íslandi í samanburði við Norðurlöndin, og kaupmáttur ungs fólks hefur sveiflast fimm sinnum meira á öldinni en í nágrannalöndum okkar. Það segir okkur að ungt fólk á Íslandi býr við annan raunveruleika en jafnaldrar á Norðurlöndunum, og staða þess flækist enn frekar við að skrá sig í háskólanám, sérstaklega fyrir ungt fólk sem flytur til höfuðborgarsvæðisins til að stunda nám, leigir á almennum leigumarkaði og verður oft að vinna mikið með námi til að ná endum saman. Samkvæmt nýjustu tölum Eurostudent hefur atvinnuþátttaka íslenskra stúdenta aukist á milli ára – Íslendingar eiga Evrópumet í atvinnuþátttöku þar sem 76% íslenskra stúdenta vinna samhliða námi. Afleiðingar þess að vinna mikið með námi geta verið margar, til að mynda þær að stúdentar á Íslandi eru lengur að klára nám sitt og vinnan hefur óhjákvæmilega áhrif á námsframmistöðu. Nám er vinna, og þó það sé eðlilegt að hluti stúdenta kjósi að vinna samhliða námi er kominn tími til að spyrja sig að því hvort íslenskir háskólanemar ættu, ár eftir ár, að þurfa að vinna mest allra í Evrópu til þess að hafa efni á því að mennta sig. Menntasjóður námsmanna: félagslegur jöfnunarsjóður? Með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna, sem tóku gildi árið 2020, átti að umbylta námslánakerfinu á Íslandi og færa það nær norska styrkjakerfinu. Styrkur ríkisins til stúdenta átti að felast í 30% niðurfellingu af láni í lok náms, að því gefnu að stúdentar kláruðu nám sitt á tilskildum tíma – og þannig hvetja brautskráða námsmenn til að fara fyrr af fullum krafti inn á vinnumarkaðinn. Samhliða 30% niðurfellingu námslána urðu vextir nýju lánanna hins vegar breytilegir og háðir sveiflukenndum aðstæðum á fjármálamarkaði, og greiðendum gert að bera áhættu af væntum afföllum sjóðsins (í fyrsta sinn í 70 ára sögu fjárhagslegs stuðnings ríkisins við stúdenta). Nú þegar komin er reynsla á nýja námslánakerfið er ljóst að lögin hafa alls ekki þjónað markmiðum sínum, en eins og LÍS og BHM gerðu grein fyrir í umsögn sinni fyrr á árinu hefur 30% niðurfellingin ekki hvatt til hraðari námsframvindu; þvert á móti eru vísbendingar um að námslánakerfið hafi nú fælingarmátt þar sem færri taka námslán og niðurstöður lífskjararannsóknar BHM sýna að helsta ástæðan að baki fækkunar lántaka er óttinn við óviðráðanlega skuldsetningu – og því ekki ólíklegt að gallað námslánakerfi spili inn í vaxandi atvinnuþátttöku stúdenta. Byrðar að námi loknu Útreikningar BHM og LÍS sýna að greiðslubyrði í nýja námslánakerfinu er 62% hærri yfir ævina en í því gamla fyrir þá lántaka sem fá ekki 30% niðurfellingu, og því er varhugavert að halda því fram að breytingar á námslánakerfinu hafi verið skref í rétta átt – raunar er hægt að færa rök fyrir því að óvissan um greiðslubyrði og vaxtakjör sé breyting til hins verra og að námsstyrkurinn nái ekki til þeirra sem þurfa mest á honum að halda; þeirra sem eru lengur að klára nám sitt vegna félagslegra og/eða efnahagslegra aðstæðna. Gömlu LÍN-lánin eru líka að sliga fólk, en eins og BHM hefur gert grein fyrir hafa háskólamenntaðir einstaklingar sem tóku lán í LÍN-kerfinu setið eftir í kjölfar hrunsins. Þau lán voru ekki leiðrétt og fjöldi fólks sér því fram á að borga heil mánaðarlaun í afborganir námslána til dauðadags nema ný ríkisstjórn svari ákalli háskólamenntaðra og leiðrétti lánin. Staða stúdenta sem þiggja námslán verður eins eða verri nema stjórnvöld stígi skrefið að fullu og komi á raunverulegu námsstyrkjakerfi. Það er lykilatriði að nýr stjórnarsáttmáli leggi ríka áherslu á fjárfestingu í menntun, innleiði markvissar aðgerðir til að standa vörð um grunnstoð lýðræðissamfélags og bregðist við alvarlegri stöðu stúdenta sem bera framtíð þjóðarinnar á herðum sér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun