Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar 13. desember 2024 12:00 Nýlega birti heilbrigðisráðuneytið á síðu sinni innan stjórnarráðsins, skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem er ætlað að vera stöðumat á lyfjafræðilegri þjónustu íslenskra apóteka, svokölluð „hvítbók“. Þar koma fram góðar hugmyndir um hvernig apótek geta bætt þjónustu sína þegar kemur að lyfjafræðilegri ráðgjöf, opnunartíma og lyfjaumsjá gagnvart viðskiptavinum sínum. Í ágætri skýrslu er meðal annars farið yfir fyrirkomulag nágrannaríkja en einnig eytt góðum hluta skýrslunnar í að tala upp stétt lyfjafræðinga, enda mikilvæg stétt, ekki síst í landi sem á ýmis vafasöm höfðatölumet í lyfjanotkun. Þegar skýrslan er lesin er hún framan af framsýn og er að finna í henni ágætar tillögur til að efla fagmennsku innan apóteka og hleypa krafti í starf lyfjafræðinga. Þegar hún er á hinn bóginn lesin til enda, kárnar gamanið og opnast inn í bergmálshelli sem höfundar virðast hafa dvalið í of lengi og er jafnvel orðinn súrefnislítill. Skyndilega virðist hópurinn vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar, til fyrirkomulags, þar sem ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Fyrirkomulagi sem var með réttu afnumið með grein í lyfjalögum þar sem kveðið var á um að þeir sem ávísa lyfjum, læknar, tannlæknar og dýralæknar, skyldu hætta mestallri aðkomu að lyfsölu. Ástæðan er, augljóslega, hagsmunaárekstur. 108. grein lyfjalaga er mikilvæg grein fyrir hagsmuni sjúklinga og traust almennings á heilbrigðiskerfinu en þar segir meðal annars: „Starfandi læknar, tannlæknar og dýralæknar mega ekki vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem rekið er á grundvelli lyfjaframleiðsluleyfis, leyfis til heildsöludreifingar lyfja, leyfis til miðlunar lyfja eða lyfsöluleyfis að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra.“ Það má nefna að í siðareglum lækna er gengið enn lengra í því hvernig skuli forðast slíka hagsmunaárekstra. Lyfsalar virðast hafa, í bergmálshelli sínum, fengið vitrun eða sýn, um hof þar sem sjúklingar geta komið og lyfjafræðingar geti „metið, ráðlagt og eftir atvikum, ávísað lyfjum fyrir einfaldari sjúkdóma og minniháttar heilsufarsvandamál“ en þar sem einungis eru seld lyf og væri þá hægt að sitja báðum megin borðs, setja greiningu og selja meðferð. Þeir eru semsagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir. Að öllu gamni slepptu, fullyrði ég, að mörg okkar sem störfum á heilsugæslu missum hökuna í gólfið við lestur svokallaðs „þriðja áfanga“ í skýrslunni. Þar sem er ekki einungis tekið skref aftur á bak þegar kemur að hagsmunaárekstrum, sjúklingum til ama, heldur er einnig gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þarf til að greina og meðhöndla sjúkdóma. Ef til vill ættu þessar hugmyndir ekki að koma á óvart þegar drjúgur hluti höfunda skýrslunnar eru viðskiptafólk á einkamarkaði lyfsölu, verra er að sjá í þeim hópi lyfjafræðing starfandi á ÞÍH og forstjóra Lyfjastofnunar. Fyrstu hlutar skýrslunnar lofuðu þrátt fyrir þetta góðu en lokahnykkurinn og svokallaður „þriðji áfangi“ er ákveðinn svartur blettur á henni. Skýrsluna má tæplega kalla „hvítbók“, og er í margra augum „grábók“. Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýlega birti heilbrigðisráðuneytið á síðu sinni innan stjórnarráðsins, skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem er ætlað að vera stöðumat á lyfjafræðilegri þjónustu íslenskra apóteka, svokölluð „hvítbók“. Þar koma fram góðar hugmyndir um hvernig apótek geta bætt þjónustu sína þegar kemur að lyfjafræðilegri ráðgjöf, opnunartíma og lyfjaumsjá gagnvart viðskiptavinum sínum. Í ágætri skýrslu er meðal annars farið yfir fyrirkomulag nágrannaríkja en einnig eytt góðum hluta skýrslunnar í að tala upp stétt lyfjafræðinga, enda mikilvæg stétt, ekki síst í landi sem á ýmis vafasöm höfðatölumet í lyfjanotkun. Þegar skýrslan er lesin er hún framan af framsýn og er að finna í henni ágætar tillögur til að efla fagmennsku innan apóteka og hleypa krafti í starf lyfjafræðinga. Þegar hún er á hinn bóginn lesin til enda, kárnar gamanið og opnast inn í bergmálshelli sem höfundar virðast hafa dvalið í of lengi og er jafnvel orðinn súrefnislítill. Skyndilega virðist hópurinn vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar, til fyrirkomulags, þar sem ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Fyrirkomulagi sem var með réttu afnumið með grein í lyfjalögum þar sem kveðið var á um að þeir sem ávísa lyfjum, læknar, tannlæknar og dýralæknar, skyldu hætta mestallri aðkomu að lyfsölu. Ástæðan er, augljóslega, hagsmunaárekstur. 108. grein lyfjalaga er mikilvæg grein fyrir hagsmuni sjúklinga og traust almennings á heilbrigðiskerfinu en þar segir meðal annars: „Starfandi læknar, tannlæknar og dýralæknar mega ekki vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem rekið er á grundvelli lyfjaframleiðsluleyfis, leyfis til heildsöludreifingar lyfja, leyfis til miðlunar lyfja eða lyfsöluleyfis að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra.“ Það má nefna að í siðareglum lækna er gengið enn lengra í því hvernig skuli forðast slíka hagsmunaárekstra. Lyfsalar virðast hafa, í bergmálshelli sínum, fengið vitrun eða sýn, um hof þar sem sjúklingar geta komið og lyfjafræðingar geti „metið, ráðlagt og eftir atvikum, ávísað lyfjum fyrir einfaldari sjúkdóma og minniháttar heilsufarsvandamál“ en þar sem einungis eru seld lyf og væri þá hægt að sitja báðum megin borðs, setja greiningu og selja meðferð. Þeir eru semsagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir. Að öllu gamni slepptu, fullyrði ég, að mörg okkar sem störfum á heilsugæslu missum hökuna í gólfið við lestur svokallaðs „þriðja áfanga“ í skýrslunni. Þar sem er ekki einungis tekið skref aftur á bak þegar kemur að hagsmunaárekstrum, sjúklingum til ama, heldur er einnig gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þarf til að greina og meðhöndla sjúkdóma. Ef til vill ættu þessar hugmyndir ekki að koma á óvart þegar drjúgur hluti höfunda skýrslunnar eru viðskiptafólk á einkamarkaði lyfsölu, verra er að sjá í þeim hópi lyfjafræðing starfandi á ÞÍH og forstjóra Lyfjastofnunar. Fyrstu hlutar skýrslunnar lofuðu þrátt fyrir þetta góðu en lokahnykkurinn og svokallaður „þriðji áfangi“ er ákveðinn svartur blettur á henni. Skýrsluna má tæplega kalla „hvítbók“, og er í margra augum „grábók“. Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild. Höfundur er heimilislæknir.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun