Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2024 11:00 Luke Littler er orðin ein stærsta íþróttastjarna Bretlands. getty/Zac Goodwin Á þessu ári leituðu Bretar aðeins oftar að tveimur manneskjum á Google en pílukastaranum unga, Luke Littler. Breskir notendur Google leituðu til að mynda oftar að honum en Karli Bretakonungi og forsætisráðherranum Keir Starmer. Littler vakti heimsathygli þegar hann komst í úrslit á HM í upphafi ársins. Milljónir manns fylgdust með úrslitaleik hans og Lukes Humphries í sjónvarpi. Frægðarsól Littlers hefur svo risið enn frekar síðustu mánuðina og hann er orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bretlands. Leitartölur Google sýna það bersýnilega. Bretar leituðu oftast að honum á Google af öllum íþróttamönnum á þessu ári og þeir leituðu aðeins oftar að tveimur manneskjum en honum. Það voru Katrín, prinsessa af Wales, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Þetta hefur verið stórkostlegt ár fyrir mig persónulega og fyrir pílukastið í heild sinni. Ég trúi því eiginlega ekki að ég sé ofar á þessum lista en forsætisráðherrann og kóngurinn,“ sagði Littler er leitartölurnar á Google voru bornar undir hann. „Á svona frábæru íþróttaári er ég mjög stoltur af því að vera sá íþróttamaður sem fólk leitaði oftast að,“ bætti Littler við. Sá íþróttamaður sem Bretar leituðu næstoftast að var jafnaldri Littlers, fótboltamaðurinn Lamine Yamal sem leikur með Barcelona og spænska landsliðinu. Þar á eftir kom svo fimleikastjarnan bandaríska, Simone Biles. Littler undirbýr sig núna fyrir heimsmeistaramótið sem hefst á sunnudaginn. Hann kemur inn í 2. umferð og mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Fallons Sherrock og Ryans Meikle. Pílukast Google Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Littler vakti heimsathygli þegar hann komst í úrslit á HM í upphafi ársins. Milljónir manns fylgdust með úrslitaleik hans og Lukes Humphries í sjónvarpi. Frægðarsól Littlers hefur svo risið enn frekar síðustu mánuðina og hann er orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bretlands. Leitartölur Google sýna það bersýnilega. Bretar leituðu oftast að honum á Google af öllum íþróttamönnum á þessu ári og þeir leituðu aðeins oftar að tveimur manneskjum en honum. Það voru Katrín, prinsessa af Wales, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Þetta hefur verið stórkostlegt ár fyrir mig persónulega og fyrir pílukastið í heild sinni. Ég trúi því eiginlega ekki að ég sé ofar á þessum lista en forsætisráðherrann og kóngurinn,“ sagði Littler er leitartölurnar á Google voru bornar undir hann. „Á svona frábæru íþróttaári er ég mjög stoltur af því að vera sá íþróttamaður sem fólk leitaði oftast að,“ bætti Littler við. Sá íþróttamaður sem Bretar leituðu næstoftast að var jafnaldri Littlers, fótboltamaðurinn Lamine Yamal sem leikur með Barcelona og spænska landsliðinu. Þar á eftir kom svo fimleikastjarnan bandaríska, Simone Biles. Littler undirbýr sig núna fyrir heimsmeistaramótið sem hefst á sunnudaginn. Hann kemur inn í 2. umferð og mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Fallons Sherrock og Ryans Meikle.
Pílukast Google Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira