Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2024 11:00 Luke Littler er orðin ein stærsta íþróttastjarna Bretlands. getty/Zac Goodwin Á þessu ári leituðu Bretar aðeins oftar að tveimur manneskjum á Google en pílukastaranum unga, Luke Littler. Breskir notendur Google leituðu til að mynda oftar að honum en Karli Bretakonungi og forsætisráðherranum Keir Starmer. Littler vakti heimsathygli þegar hann komst í úrslit á HM í upphafi ársins. Milljónir manns fylgdust með úrslitaleik hans og Lukes Humphries í sjónvarpi. Frægðarsól Littlers hefur svo risið enn frekar síðustu mánuðina og hann er orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bretlands. Leitartölur Google sýna það bersýnilega. Bretar leituðu oftast að honum á Google af öllum íþróttamönnum á þessu ári og þeir leituðu aðeins oftar að tveimur manneskjum en honum. Það voru Katrín, prinsessa af Wales, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Þetta hefur verið stórkostlegt ár fyrir mig persónulega og fyrir pílukastið í heild sinni. Ég trúi því eiginlega ekki að ég sé ofar á þessum lista en forsætisráðherrann og kóngurinn,“ sagði Littler er leitartölurnar á Google voru bornar undir hann. „Á svona frábæru íþróttaári er ég mjög stoltur af því að vera sá íþróttamaður sem fólk leitaði oftast að,“ bætti Littler við. Sá íþróttamaður sem Bretar leituðu næstoftast að var jafnaldri Littlers, fótboltamaðurinn Lamine Yamal sem leikur með Barcelona og spænska landsliðinu. Þar á eftir kom svo fimleikastjarnan bandaríska, Simone Biles. Littler undirbýr sig núna fyrir heimsmeistaramótið sem hefst á sunnudaginn. Hann kemur inn í 2. umferð og mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Fallons Sherrock og Ryans Meikle. Pílukast Google Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
Littler vakti heimsathygli þegar hann komst í úrslit á HM í upphafi ársins. Milljónir manns fylgdust með úrslitaleik hans og Lukes Humphries í sjónvarpi. Frægðarsól Littlers hefur svo risið enn frekar síðustu mánuðina og hann er orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bretlands. Leitartölur Google sýna það bersýnilega. Bretar leituðu oftast að honum á Google af öllum íþróttamönnum á þessu ári og þeir leituðu aðeins oftar að tveimur manneskjum en honum. Það voru Katrín, prinsessa af Wales, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Þetta hefur verið stórkostlegt ár fyrir mig persónulega og fyrir pílukastið í heild sinni. Ég trúi því eiginlega ekki að ég sé ofar á þessum lista en forsætisráðherrann og kóngurinn,“ sagði Littler er leitartölurnar á Google voru bornar undir hann. „Á svona frábæru íþróttaári er ég mjög stoltur af því að vera sá íþróttamaður sem fólk leitaði oftast að,“ bætti Littler við. Sá íþróttamaður sem Bretar leituðu næstoftast að var jafnaldri Littlers, fótboltamaðurinn Lamine Yamal sem leikur með Barcelona og spænska landsliðinu. Þar á eftir kom svo fimleikastjarnan bandaríska, Simone Biles. Littler undirbýr sig núna fyrir heimsmeistaramótið sem hefst á sunnudaginn. Hann kemur inn í 2. umferð og mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Fallons Sherrock og Ryans Meikle.
Pílukast Google Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira