Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2024 11:00 Luke Littler er orðin ein stærsta íþróttastjarna Bretlands. getty/Zac Goodwin Á þessu ári leituðu Bretar aðeins oftar að tveimur manneskjum á Google en pílukastaranum unga, Luke Littler. Breskir notendur Google leituðu til að mynda oftar að honum en Karli Bretakonungi og forsætisráðherranum Keir Starmer. Littler vakti heimsathygli þegar hann komst í úrslit á HM í upphafi ársins. Milljónir manns fylgdust með úrslitaleik hans og Lukes Humphries í sjónvarpi. Frægðarsól Littlers hefur svo risið enn frekar síðustu mánuðina og hann er orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bretlands. Leitartölur Google sýna það bersýnilega. Bretar leituðu oftast að honum á Google af öllum íþróttamönnum á þessu ári og þeir leituðu aðeins oftar að tveimur manneskjum en honum. Það voru Katrín, prinsessa af Wales, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Þetta hefur verið stórkostlegt ár fyrir mig persónulega og fyrir pílukastið í heild sinni. Ég trúi því eiginlega ekki að ég sé ofar á þessum lista en forsætisráðherrann og kóngurinn,“ sagði Littler er leitartölurnar á Google voru bornar undir hann. „Á svona frábæru íþróttaári er ég mjög stoltur af því að vera sá íþróttamaður sem fólk leitaði oftast að,“ bætti Littler við. Sá íþróttamaður sem Bretar leituðu næstoftast að var jafnaldri Littlers, fótboltamaðurinn Lamine Yamal sem leikur með Barcelona og spænska landsliðinu. Þar á eftir kom svo fimleikastjarnan bandaríska, Simone Biles. Littler undirbýr sig núna fyrir heimsmeistaramótið sem hefst á sunnudaginn. Hann kemur inn í 2. umferð og mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Fallons Sherrock og Ryans Meikle. Pílukast Google Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Littler vakti heimsathygli þegar hann komst í úrslit á HM í upphafi ársins. Milljónir manns fylgdust með úrslitaleik hans og Lukes Humphries í sjónvarpi. Frægðarsól Littlers hefur svo risið enn frekar síðustu mánuðina og hann er orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bretlands. Leitartölur Google sýna það bersýnilega. Bretar leituðu oftast að honum á Google af öllum íþróttamönnum á þessu ári og þeir leituðu aðeins oftar að tveimur manneskjum en honum. Það voru Katrín, prinsessa af Wales, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. „Þetta hefur verið stórkostlegt ár fyrir mig persónulega og fyrir pílukastið í heild sinni. Ég trúi því eiginlega ekki að ég sé ofar á þessum lista en forsætisráðherrann og kóngurinn,“ sagði Littler er leitartölurnar á Google voru bornar undir hann. „Á svona frábæru íþróttaári er ég mjög stoltur af því að vera sá íþróttamaður sem fólk leitaði oftast að,“ bætti Littler við. Sá íþróttamaður sem Bretar leituðu næstoftast að var jafnaldri Littlers, fótboltamaðurinn Lamine Yamal sem leikur með Barcelona og spænska landsliðinu. Þar á eftir kom svo fimleikastjarnan bandaríska, Simone Biles. Littler undirbýr sig núna fyrir heimsmeistaramótið sem hefst á sunnudaginn. Hann kemur inn í 2. umferð og mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Fallons Sherrock og Ryans Meikle.
Pílukast Google Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira