Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2024 16:31 Laugarnesskóli, Langholtsskóli og Laugalækjaskóli auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Lauganes- og Langholtshverfi eru í fararbroddi í fagstarfi sínu. Þeir hafa allir hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi menntastarf og þar hafa börn hverfisins fengið að blómstra. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar sem nú er kynnt miðar að því að halda áfram að búa skólastarfinu í þessu frábæra hverfi góðan jarðveg fyrir áframhaldandi mikilvægt starf. Víðtækt samráð Þetta er búið að vera flókið ferli, en í rótgrónu borgarhverfi þar sem skólabyggingar eru að hluta til friðaðar er að mörgu að huga. Farið var í víðtækt samráð og í framhaldi af því ákvað skóla- og frístundaráð að falla frá hugmyndum um safnsskóla á unglingastigi og þess í stað byggja við hverfisskólana þrjá. Í kjölfarið var farið í ítarlega skoðun á fýsileika framkvæmda. Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan. Einnig er til skoðunar að stækka leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla og hefur það áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum með tilheyrandi raski fyrir börn og starfsfólk. Það er vel þekkt að framkvæmdir og skólastarf fara ekki vel saman. Erfið en rétt ákvörðun Það var ekki auðveld ákvörðun að taka þetta mál upp aftur, en með hagsmuni skólasamfélagsins og framtíð hverfisins var það engu að síðu nauðsynlegt. Stofnað var til virks samtals við hagaðila í hverfinu og óskað eftir umsögnum um hugmyndir um byggingu nýs unglingaskóla og breytingum á skólahverfum. Tekið er tillit til umsagna í þeim tillögum sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði í dag. Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi. Yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verður í Laugarnesskóla en svo fara börnin í Laugalækjaskóla þar sem kennt verður á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Áfram er lagt til að Langholtsskóli verði fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Nýr safnsskóli fyrir unglingastigið mun rísa í hverfinu og þar eru margvísleg spennandi tækifæri fyrir þróun skólastarfsins. Sterk fagleg rök og spennandi tækifæri Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin markar með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga. Góð reynsla er af öðrum safnskólum í borginni; Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun. Endurbættir skólar og skólaþorp Afar brýnt er að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Við stöndum frammi fyrir því að gera okkar besta til að taka starfsemi Lauganesskóla út úr skólanum í áföngum. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Nauðsynlegt er að tryggja að framgangur framtíðarskipulags verði með sem skilvirkasta hætti og einnig að vandaupplýsingagjöf, leggja mikið upp úr góðum samskiptum við skólasamfélagið og að tryggja samhæfingu allra þeirra sem koma að þessu umfangsmikla og mikilvæga verkefni. Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Laugarnesskóli, Langholtsskóli og Laugalækjaskóli auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Lauganes- og Langholtshverfi eru í fararbroddi í fagstarfi sínu. Þeir hafa allir hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi menntastarf og þar hafa börn hverfisins fengið að blómstra. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar sem nú er kynnt miðar að því að halda áfram að búa skólastarfinu í þessu frábæra hverfi góðan jarðveg fyrir áframhaldandi mikilvægt starf. Víðtækt samráð Þetta er búið að vera flókið ferli, en í rótgrónu borgarhverfi þar sem skólabyggingar eru að hluta til friðaðar er að mörgu að huga. Farið var í víðtækt samráð og í framhaldi af því ákvað skóla- og frístundaráð að falla frá hugmyndum um safnsskóla á unglingastigi og þess í stað byggja við hverfisskólana þrjá. Í kjölfarið var farið í ítarlega skoðun á fýsileika framkvæmda. Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan. Einnig er til skoðunar að stækka leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla og hefur það áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum með tilheyrandi raski fyrir börn og starfsfólk. Það er vel þekkt að framkvæmdir og skólastarf fara ekki vel saman. Erfið en rétt ákvörðun Það var ekki auðveld ákvörðun að taka þetta mál upp aftur, en með hagsmuni skólasamfélagsins og framtíð hverfisins var það engu að síðu nauðsynlegt. Stofnað var til virks samtals við hagaðila í hverfinu og óskað eftir umsögnum um hugmyndir um byggingu nýs unglingaskóla og breytingum á skólahverfum. Tekið er tillit til umsagna í þeim tillögum sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði í dag. Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi. Yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verður í Laugarnesskóla en svo fara börnin í Laugalækjaskóla þar sem kennt verður á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Áfram er lagt til að Langholtsskóli verði fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Nýr safnsskóli fyrir unglingastigið mun rísa í hverfinu og þar eru margvísleg spennandi tækifæri fyrir þróun skólastarfsins. Sterk fagleg rök og spennandi tækifæri Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin markar með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga. Góð reynsla er af öðrum safnskólum í borginni; Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun. Endurbættir skólar og skólaþorp Afar brýnt er að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Við stöndum frammi fyrir því að gera okkar besta til að taka starfsemi Lauganesskóla út úr skólanum í áföngum. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Nauðsynlegt er að tryggja að framgangur framtíðarskipulags verði með sem skilvirkasta hætti og einnig að vandaupplýsingagjöf, leggja mikið upp úr góðum samskiptum við skólasamfélagið og að tryggja samhæfingu allra þeirra sem koma að þessu umfangsmikla og mikilvæga verkefni. Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun