Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2024 11:17 Atli og Pétur fóru yfir stríðið í súkkulaðiheiminum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Töluvert uppþot varð í nammiheiminum í síðustu viku þegar Hinrik Hinriksson sölustjóri hjá Nóa Síríus sagði í Bítinu á Bylgjunni að konfekt Nóa Síríus væri það eina sem væri framleitt á Íslandi. Það sagði hann í tengslum við umræðu um miklar verðhækkanir á súkkulaði vegna uppskerubrests í Afríku þar sem það er ræktað. Freyja og Góa-Linda brugðust strax við fyrir helgi og leiðréttu þennan misskilning. Pétur og Atli segja að um leið og þetta hafi verið farið út hafi fólk verið byrjað að hringja og senda þeim skilaboð. Það hafi því ekki verið annað hægt en að leiðrétta misskilning. Þeir segjast hafa þurft að hækka sín verð eins og Nói Síríus. Það sem geti útskýrt meiri verðhækkun hjá þeim gæti verið til dæmis dýrari hráefni en að hin fyrirtækin þurfi líklega að taka sömu hráefni inn og því gætu vörurnar þeirra hækkað með sambærilegum hætti. „Þetta er bara ekki komið alveg inn hjá okkur,“ segir Pétur hjá Freyju og að það verði líklega hægt að sjá þessar hækkanir hjá þeim um páskana. Verðið á kakóbaununum hafi þrefaldast í verði frá því í október í fyrra. Atli tekur undir þetta og segir meiri hækkanir skella á næsta ári. „Sölustjórinn minn Davíð hefur útskýrt þetta þannig að kakómassi sé dálítið fyrir okkur sælgætisgerðirnar eins og olía fyrir flugfélögin. Þetta er aðalkostnaðarliðurinn og ef hann fer upp þá hækkað verð,“ segir Pétur. Þeir segja verð á páskaeggjum ekki endilega eiga eftir að þrefaldast eins og verðið á kakóinu en að þau verði dýrari. Þannig sé gott að kíkja á kílóverðið til að sjá raunverulega hverjir eru ódýrastir. Mikil samkeppni á sælgætismarkaði Þeir segja mikla samkeppni á milli þessara fjögurra sælgætisgerða á Íslandi um nýjar vörur og verð. Það sé samt virðing líka fyrir vöruþróun og vinátta. Það sé til dæmis stundum verið að lána kakómassa og kakósmjör á milli fyrirtækja. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Sælgæti Gana Neytendur Verðlag Efnahagsmál Matvælaframleiðsla Matur Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. 29. mars 2024 08:01 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Töluvert uppþot varð í nammiheiminum í síðustu viku þegar Hinrik Hinriksson sölustjóri hjá Nóa Síríus sagði í Bítinu á Bylgjunni að konfekt Nóa Síríus væri það eina sem væri framleitt á Íslandi. Það sagði hann í tengslum við umræðu um miklar verðhækkanir á súkkulaði vegna uppskerubrests í Afríku þar sem það er ræktað. Freyja og Góa-Linda brugðust strax við fyrir helgi og leiðréttu þennan misskilning. Pétur og Atli segja að um leið og þetta hafi verið farið út hafi fólk verið byrjað að hringja og senda þeim skilaboð. Það hafi því ekki verið annað hægt en að leiðrétta misskilning. Þeir segjast hafa þurft að hækka sín verð eins og Nói Síríus. Það sem geti útskýrt meiri verðhækkun hjá þeim gæti verið til dæmis dýrari hráefni en að hin fyrirtækin þurfi líklega að taka sömu hráefni inn og því gætu vörurnar þeirra hækkað með sambærilegum hætti. „Þetta er bara ekki komið alveg inn hjá okkur,“ segir Pétur hjá Freyju og að það verði líklega hægt að sjá þessar hækkanir hjá þeim um páskana. Verðið á kakóbaununum hafi þrefaldast í verði frá því í október í fyrra. Atli tekur undir þetta og segir meiri hækkanir skella á næsta ári. „Sölustjórinn minn Davíð hefur útskýrt þetta þannig að kakómassi sé dálítið fyrir okkur sælgætisgerðirnar eins og olía fyrir flugfélögin. Þetta er aðalkostnaðarliðurinn og ef hann fer upp þá hækkað verð,“ segir Pétur. Þeir segja verð á páskaeggjum ekki endilega eiga eftir að þrefaldast eins og verðið á kakóinu en að þau verði dýrari. Þannig sé gott að kíkja á kílóverðið til að sjá raunverulega hverjir eru ódýrastir. Mikil samkeppni á sælgætismarkaði Þeir segja mikla samkeppni á milli þessara fjögurra sælgætisgerða á Íslandi um nýjar vörur og verð. Það sé samt virðing líka fyrir vöruþróun og vinátta. Það sé til dæmis stundum verið að lána kakómassa og kakósmjör á milli fyrirtækja. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Sælgæti Gana Neytendur Verðlag Efnahagsmál Matvælaframleiðsla Matur Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. 29. mars 2024 08:01 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03
Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. 29. mars 2024 08:01