Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. desember 2024 23:51 Lögreglan í New York hefur gert dauðaleit í Central Park eftir einhvers konar vísbendingum eða sönnunargögnum. AP/Ted Shaffrey Kafarar á vegum lögreglunnar í New York-borg hafa unnið linnulaust í allan dag í tjörn í Central Park-almenningsgarði við leit að skotvopni árásarmannsins sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á miðvikudaginn. Leit að manninum hefur staðið yfir í fjóra daga, án árangurs. Fréttastofa CNN greinir frá. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Maðurinn sem skaut hann til bana flúði vettvang á hjóli í Central Park-almenningsgarð þar sem honum tókst að hylja slóð sína. Nú er talið að árásarmaðurinn hafi síðan yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. Hann gæti því verið staddur hvar sem er um þessar mundir. Byssan sem maðurinn notaði við voðaverkið er enn ófundin. Hjólið sem hann notaði til að flýja vettvang er sömuleiðis ófundið. Lögreglan leitaði í gær að bakpoka mannsins með hjálp fjölda dróna. Nú virðist sem svo að bakpokinn sé fundinn. Lögreglan rannsakar nú bakpoka sem þau fundu í gærkvöldi en hefur ekki staðfest að um réttan bakpoka sé að ræða. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum (FBI) hefur gefið út að hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku árásarmannsins verði verðlaunaður með allt að 50 þúsund Bandaríkjadölum. Vegfarandi virðir fyrir sér auglýsingu sem biðlar til almennings að veita upplýsingar um árásarmanninn.EPA/JUSTIN LANE Borgarstjóri New York, Eric Adams, sagði í dag að það væri augljóslega jákvætt að bakpokinn hafi fundist. „Leyfið honum að halda áfram að trúa að hann geti falið sig á bak við grímu. Við munum komast að því hver hann er og láta hann sæta ábyrgð,“ sagði Adams. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira
Fréttastofa CNN greinir frá. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Maðurinn sem skaut hann til bana flúði vettvang á hjóli í Central Park-almenningsgarð þar sem honum tókst að hylja slóð sína. Nú er talið að árásarmaðurinn hafi síðan yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. Hann gæti því verið staddur hvar sem er um þessar mundir. Byssan sem maðurinn notaði við voðaverkið er enn ófundin. Hjólið sem hann notaði til að flýja vettvang er sömuleiðis ófundið. Lögreglan leitaði í gær að bakpoka mannsins með hjálp fjölda dróna. Nú virðist sem svo að bakpokinn sé fundinn. Lögreglan rannsakar nú bakpoka sem þau fundu í gærkvöldi en hefur ekki staðfest að um réttan bakpoka sé að ræða. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum (FBI) hefur gefið út að hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku árásarmannsins verði verðlaunaður með allt að 50 þúsund Bandaríkjadölum. Vegfarandi virðir fyrir sér auglýsingu sem biðlar til almennings að veita upplýsingar um árásarmanninn.EPA/JUSTIN LANE Borgarstjóri New York, Eric Adams, sagði í dag að það væri augljóslega jákvætt að bakpokinn hafi fundist. „Leyfið honum að halda áfram að trúa að hann geti falið sig á bak við grímu. Við munum komast að því hver hann er og láta hann sæta ábyrgð,“ sagði Adams.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira