Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar 7. desember 2024 09:01 Á Íslandi og víðsvegar um heiminn hefur baráttufólk fyrir jafnrétti kynjanna unnið fjölda sigra. Það er í raun alveg magnað að hugsa til þess hversu mikið hefur breyst. Það birtist manni kannski best þegar gömul skrif eða myndbönd eru grafin upp og komast í umræðuna. Þess vegna er svo sláandi að heyra staðreyndir á borð við þá að tíundu hverja mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Þrátt fyrir að jafnréttisbaráttan sé ekki eintómir sigrar skilja fleiri hvernig hugmyndin um jafnrétti virkar og menningin og viðmiðin sem við notum til þess að meta hegðun fólks og gangverk samfélagsins hafa óneitanlega breyst líka. Við erum eftir allt ákveðnir leiðtogar í jafnrétti á heimsvísu, og getum nýtt það til góðs innlendis sem erlendis. Þessi jafnréttismenning hefur djúp áhrif á stefnu íslenskrar þróunarsamvinnu en utanríkisstefna stjórnvalda leggur höfuðáherslu á jafnrétti kynjanna, m.a. með verðmætum stuðningi við frjáls félagasamtök og stofnanir Sþ sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Þarna gerum við vel í samanburði við önnur OECD ríki, og höfum gert í fjölda ára, með áþreifanlegum, lífsbjargandi áhrifum. Stjórnvöld geta þó gert mun betur með því að veita 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu, rétt eins og þau hafa skuldbundið sig til. Fyrir rúmum tveimur árum fékk ég í hendurnar eitt stærsta tækifæri lífs míns og fékk að taka virkan þátt í þróunarsamvinnu. Um mitt ár 2022 sótti ég um starf ungliða hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna í Kenía. Við tók smá bras og stuttu seinna vorum við fjölskyldan komin til Nairóbí, Kenía þar sem ég átti eftir að starfa næstu tvö árin. Ástandið í landinu var slæmt sökum söglegra þurrka sem ógnuðu landi og lífi. Vatnið er lífið fékk ég oft að heyra. Dýrin deyja fyrst og svo ... sem betur fer rigndi á endanum. Vatnið er lífið sagði fólk þá aftur, en það fékk nýja meiningu. Saurgerlar og aðrar bakteríur dafna vel þegar ofsarigning flæðir yfir þéttbyggð hverfi með lélegum innviðum og lítilli sem engri hreinlætisaðstöðu. Í fátækrahverfum (sem sumir íbúar slíkra hverfa kjósa að kalla óformlega byggð) í Kenía og víðar býr fólk sem heimurinn hefur gleymt. Þau vantar tækifæri til betri framtíðar og reyndar vantar þau sárlega klósett, rennandi vatn og sápu og þar lá mín vinna – í forvörnum gegn kóleru og öðrum smitsjúkdómum sem berast með vatni. Fljótt á litið kann það að virka einfalt að gera eitthvað í málinu en gæðum heimsins er misskipt og fyrir vikið eru ennþá börn sem glíma við Kóleru og niðurgang sem geta dregið þau til dauða. Reyndar deyja um 400.000 börn árlega því þau hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Stjórnvöld fátækra landa og hjálparsamtök gera sitt besta með takmörkuðu fjármagni. lítinn starfshóp sem hannaði verkefni með börnum og kennurum í tíu skólum og sótti síðan fjármagn. Framkvæmdir og fræðslustörf áttu eftir að stórbæta hreinlætisaðstöðu fyrir hátt í 10.000 manns á litlum bút í Mathare hverfinu í Nairóbíborg. Niðurstöðurnar voru merkilegar en mér er eftirminnilegast snemma í ferlinu þegar ég heimsótti skóla sem hluta af undirbúningsvinnuni. Það þarf að vanda vel til verka í svona vinnu og því nauðsynlegt að vinna náið með þeim sem njóta góðs af. Þá er mikilvægt að rýna í hvernig áhrifin geta verið kynjuð og hvernig verkefni geta haft jákvæð áhrif út fyrir sitt afmarkaða svið. Hvernig getur t.d. vatns- og hreinlætis verkefni nýst í baráttunni gegn kynbundu ofbeldi. Í heimsókninni ætluðum við að rýna í verkefnið með kvenkyns kennara og unglingsstelpum. Í þessum rúmlega 600 barna skóla fundum við hinsvegar ekki eina unglingsstelpu. Kennarinn tjáði okkur það að eldri stelpurnar kæmu lítið í skólann þegar nálgaðist mánaðamót, enda þyrftu þær að vinna. Þarna var ekki um vinnu í bakaríi eða ísbúð að ræða heldur líkamlega og andlega erfið störf, t.d. að bera vatn, sinna heimilisstörfum utan eigin heimilis eða elda og selja mat fjölförnum götuhornum. Óréttlætið er ótrúlegt, og kennarinn sagði okkur næst að þetta væri ekki hættulaus iðja, því þekkt væri að stelpurnar yrðu fyrir kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. Rannsóknir styðja þessu fullyðringu. Auk þess missa þessar sömu stelpur af skóla þegar þær eru á blæðingum því þær eiga engar tíðavörur. Verkefnið okkar tók mið af þessum niðurstöðum og valdefldi ungt fólk til þess að vinna gegn þessu. En skólarnir sem glíma við vandamálin eru mun fleiri en tíu og veruleiki og vandamál stúlkna og kvenna í þróunarríkjum verða ekki leyst í einni svipan. Á Íslandi höfum við náð langt hvað varðar jafnrétti kynjanna en eigum þó enn langt í land, ekki síst hvað kynbundið ofbeldi varðar. Við þurfum að gera betur og meira. Gefa í en ekki eftir. Jafnrétti er samvinnuverkefni sem má ekki afvegaleiða. Við getum öll tekið afstöðu gegn kynbundu ofbeldi. Margt smátt gerir eitt stórt og staðbundinn árangur getur rutt veginn fyrir árangur hinum megin á hnettinum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi og víðsvegar um heiminn hefur baráttufólk fyrir jafnrétti kynjanna unnið fjölda sigra. Það er í raun alveg magnað að hugsa til þess hversu mikið hefur breyst. Það birtist manni kannski best þegar gömul skrif eða myndbönd eru grafin upp og komast í umræðuna. Þess vegna er svo sláandi að heyra staðreyndir á borð við þá að tíundu hverja mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Þrátt fyrir að jafnréttisbaráttan sé ekki eintómir sigrar skilja fleiri hvernig hugmyndin um jafnrétti virkar og menningin og viðmiðin sem við notum til þess að meta hegðun fólks og gangverk samfélagsins hafa óneitanlega breyst líka. Við erum eftir allt ákveðnir leiðtogar í jafnrétti á heimsvísu, og getum nýtt það til góðs innlendis sem erlendis. Þessi jafnréttismenning hefur djúp áhrif á stefnu íslenskrar þróunarsamvinnu en utanríkisstefna stjórnvalda leggur höfuðáherslu á jafnrétti kynjanna, m.a. með verðmætum stuðningi við frjáls félagasamtök og stofnanir Sþ sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Þarna gerum við vel í samanburði við önnur OECD ríki, og höfum gert í fjölda ára, með áþreifanlegum, lífsbjargandi áhrifum. Stjórnvöld geta þó gert mun betur með því að veita 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu, rétt eins og þau hafa skuldbundið sig til. Fyrir rúmum tveimur árum fékk ég í hendurnar eitt stærsta tækifæri lífs míns og fékk að taka virkan þátt í þróunarsamvinnu. Um mitt ár 2022 sótti ég um starf ungliða hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna í Kenía. Við tók smá bras og stuttu seinna vorum við fjölskyldan komin til Nairóbí, Kenía þar sem ég átti eftir að starfa næstu tvö árin. Ástandið í landinu var slæmt sökum söglegra þurrka sem ógnuðu landi og lífi. Vatnið er lífið fékk ég oft að heyra. Dýrin deyja fyrst og svo ... sem betur fer rigndi á endanum. Vatnið er lífið sagði fólk þá aftur, en það fékk nýja meiningu. Saurgerlar og aðrar bakteríur dafna vel þegar ofsarigning flæðir yfir þéttbyggð hverfi með lélegum innviðum og lítilli sem engri hreinlætisaðstöðu. Í fátækrahverfum (sem sumir íbúar slíkra hverfa kjósa að kalla óformlega byggð) í Kenía og víðar býr fólk sem heimurinn hefur gleymt. Þau vantar tækifæri til betri framtíðar og reyndar vantar þau sárlega klósett, rennandi vatn og sápu og þar lá mín vinna – í forvörnum gegn kóleru og öðrum smitsjúkdómum sem berast með vatni. Fljótt á litið kann það að virka einfalt að gera eitthvað í málinu en gæðum heimsins er misskipt og fyrir vikið eru ennþá börn sem glíma við Kóleru og niðurgang sem geta dregið þau til dauða. Reyndar deyja um 400.000 börn árlega því þau hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Stjórnvöld fátækra landa og hjálparsamtök gera sitt besta með takmörkuðu fjármagni. lítinn starfshóp sem hannaði verkefni með börnum og kennurum í tíu skólum og sótti síðan fjármagn. Framkvæmdir og fræðslustörf áttu eftir að stórbæta hreinlætisaðstöðu fyrir hátt í 10.000 manns á litlum bút í Mathare hverfinu í Nairóbíborg. Niðurstöðurnar voru merkilegar en mér er eftirminnilegast snemma í ferlinu þegar ég heimsótti skóla sem hluta af undirbúningsvinnuni. Það þarf að vanda vel til verka í svona vinnu og því nauðsynlegt að vinna náið með þeim sem njóta góðs af. Þá er mikilvægt að rýna í hvernig áhrifin geta verið kynjuð og hvernig verkefni geta haft jákvæð áhrif út fyrir sitt afmarkaða svið. Hvernig getur t.d. vatns- og hreinlætis verkefni nýst í baráttunni gegn kynbundu ofbeldi. Í heimsókninni ætluðum við að rýna í verkefnið með kvenkyns kennara og unglingsstelpum. Í þessum rúmlega 600 barna skóla fundum við hinsvegar ekki eina unglingsstelpu. Kennarinn tjáði okkur það að eldri stelpurnar kæmu lítið í skólann þegar nálgaðist mánaðamót, enda þyrftu þær að vinna. Þarna var ekki um vinnu í bakaríi eða ísbúð að ræða heldur líkamlega og andlega erfið störf, t.d. að bera vatn, sinna heimilisstörfum utan eigin heimilis eða elda og selja mat fjölförnum götuhornum. Óréttlætið er ótrúlegt, og kennarinn sagði okkur næst að þetta væri ekki hættulaus iðja, því þekkt væri að stelpurnar yrðu fyrir kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. Rannsóknir styðja þessu fullyðringu. Auk þess missa þessar sömu stelpur af skóla þegar þær eru á blæðingum því þær eiga engar tíðavörur. Verkefnið okkar tók mið af þessum niðurstöðum og valdefldi ungt fólk til þess að vinna gegn þessu. En skólarnir sem glíma við vandamálin eru mun fleiri en tíu og veruleiki og vandamál stúlkna og kvenna í þróunarríkjum verða ekki leyst í einni svipan. Á Íslandi höfum við náð langt hvað varðar jafnrétti kynjanna en eigum þó enn langt í land, ekki síst hvað kynbundið ofbeldi varðar. Við þurfum að gera betur og meira. Gefa í en ekki eftir. Jafnrétti er samvinnuverkefni sem má ekki afvegaleiða. Við getum öll tekið afstöðu gegn kynbundu ofbeldi. Margt smátt gerir eitt stórt og staðbundinn árangur getur rutt veginn fyrir árangur hinum megin á hnettinum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun