Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar 6. desember 2024 10:00 Heilbrigðistækni er ekki aðeins tæki til að leysa vandamál – hún er leið til að bæta líf fólks. Ljóst er að tæknin er einn lykilþátta í því að ná árangri í heilbrigðismálum, t.a.m. með betri nýtingu gagna, aukinni sjálfvirkni og svo með gervigreind í mjög náinni framtíð. Um er að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að styrkja heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Farsæl Saga: Tækni aðlöguð að íslensku heilbrigðiskerfi Ísland hefur verið í mjög framarlega meðal þjóða þegar kemur að heilbrigðistækni. Helix hefur þróað lausnir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í rúm þrjátíu ár og náð markverðum árangri í uppbyggingu á tæknilegum innviðum. Á hverju ári eru um 2 milljónir tímabókana sem fara í gegnum Sögukerfið, 80.000 sendingar inn til Sjúkratrygginga Íslands, 1.6 milljónir skilaboða send í gegnum Heilsuveru og 2.5 milljónir lyfseðla, ásamt því að daglegir notendur eru fleiri en 10.000. Hvergi annars staðar er að finna sambærilega jafn heildstæða hugbúnaðarlausn og Sögu sjúkraskrákerfið. Lausnin hefur verið þróuð frá grunni í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og notendur með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er því sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Ísland er á einstökum stað með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð sem gefur tækifæri til að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum tæknilausnum. Þess vegna er Saga sjúkraskrá opið kerfi þar sem fjölmörg sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki, stofnanir og fyrirtæki hafa tengt inn sínar lausnir. Frekari framfarir í heilbrigðistækni felast í þróun og innleiðingu nýrra lausna. Ávinningurinn er skýr Það skiptir því miklu máli að Ísland haldi rétt á spöðunum næstu ár til að geta boðið stöðugt betri heilbrigðisþjónustu sem gagnast almenningi hér á landi. Í aðdraganda kosninganna heyrðist hjá flestum flokkum vilji til að leggja mun meiri áherslu á heilbrigðistækni enda liggja þar ótal tækifæri til að auka skilvirkni en um leið árangur og þjónustu við almenning. Við hjá Helix fögnum þessum áherslum stjórnmálaflokkanna. Reynslan hefur sýnt okkur að ávinningurinn af fjárfestingu í heilbrigðistækni er skýr fyrir íslenskt samfélag. Öflug heilbrigðistækni hefur stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn og áframhaldandi styrking þeirra innviða er lykillinn að enn sterkara heilbrigðiskerfi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðistækni er ekki aðeins tæki til að leysa vandamál – hún er leið til að bæta líf fólks. Ljóst er að tæknin er einn lykilþátta í því að ná árangri í heilbrigðismálum, t.a.m. með betri nýtingu gagna, aukinni sjálfvirkni og svo með gervigreind í mjög náinni framtíð. Um er að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að styrkja heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Farsæl Saga: Tækni aðlöguð að íslensku heilbrigðiskerfi Ísland hefur verið í mjög framarlega meðal þjóða þegar kemur að heilbrigðistækni. Helix hefur þróað lausnir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í rúm þrjátíu ár og náð markverðum árangri í uppbyggingu á tæknilegum innviðum. Á hverju ári eru um 2 milljónir tímabókana sem fara í gegnum Sögukerfið, 80.000 sendingar inn til Sjúkratrygginga Íslands, 1.6 milljónir skilaboða send í gegnum Heilsuveru og 2.5 milljónir lyfseðla, ásamt því að daglegir notendur eru fleiri en 10.000. Hvergi annars staðar er að finna sambærilega jafn heildstæða hugbúnaðarlausn og Sögu sjúkraskrákerfið. Lausnin hefur verið þróuð frá grunni í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og notendur með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er því sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Ísland er á einstökum stað með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð sem gefur tækifæri til að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum tæknilausnum. Þess vegna er Saga sjúkraskrá opið kerfi þar sem fjölmörg sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki, stofnanir og fyrirtæki hafa tengt inn sínar lausnir. Frekari framfarir í heilbrigðistækni felast í þróun og innleiðingu nýrra lausna. Ávinningurinn er skýr Það skiptir því miklu máli að Ísland haldi rétt á spöðunum næstu ár til að geta boðið stöðugt betri heilbrigðisþjónustu sem gagnast almenningi hér á landi. Í aðdraganda kosninganna heyrðist hjá flestum flokkum vilji til að leggja mun meiri áherslu á heilbrigðistækni enda liggja þar ótal tækifæri til að auka skilvirkni en um leið árangur og þjónustu við almenning. Við hjá Helix fögnum þessum áherslum stjórnmálaflokkanna. Reynslan hefur sýnt okkur að ávinningurinn af fjárfestingu í heilbrigðistækni er skýr fyrir íslenskt samfélag. Öflug heilbrigðistækni hefur stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn og áframhaldandi styrking þeirra innviða er lykillinn að enn sterkara heilbrigðiskerfi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar