Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Árni Sæberg skrifar 5. desember 2024 14:45 Daníel Örn ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni. Vísir/Vilhelm Daníel Örn Unnarsson, þrítugur, hefur verið dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítekað í Lundi í Kópavogi í sumar. Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Tvær og hálf milljón í bætur Atvik málsins urðu föstudagskvöld í júní þegar læknirinn var á göngu ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum þeirra. Ítarlega var fjallað um málið þegar það var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember. Dómur var kveðinn upp í málinu í dag og Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis og til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 200 þúsund krónur í skaðabætur og 413 þúsund krónur í þjáningabætur. Þá var hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, 6,5 milljóna króna, þar með talda 3,9 milljóna króna þóknun skipaðs verjanda hans. Fór niður fyrir lágmarksrefsingu Athygli vekur að Daníel Örn hlaut aðeins fjögurra ára fangelsisdóm en lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps er fimm ára fangelsisvist. Í dóminum segir að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur sé allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins bendi ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þyki mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. 18. nóvember 2024 07:00 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Sjá meira
Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Tvær og hálf milljón í bætur Atvik málsins urðu föstudagskvöld í júní þegar læknirinn var á göngu ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum þeirra. Ítarlega var fjallað um málið þegar það var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember. Dómur var kveðinn upp í málinu í dag og Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis og til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 200 þúsund krónur í skaðabætur og 413 þúsund krónur í þjáningabætur. Þá var hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, 6,5 milljóna króna, þar með talda 3,9 milljóna króna þóknun skipaðs verjanda hans. Fór niður fyrir lágmarksrefsingu Athygli vekur að Daníel Örn hlaut aðeins fjögurra ára fangelsisdóm en lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps er fimm ára fangelsisvist. Í dóminum segir að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur sé allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins bendi ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þyki mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu.
Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. 18. nóvember 2024 07:00 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Sjá meira
Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. 18. nóvember 2024 07:00
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56