Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Árni Sæberg skrifar 5. desember 2024 14:45 Daníel Örn ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni. Vísir/Vilhelm Daníel Örn Unnarsson, þrítugur, hefur verið dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítekað í Lundi í Kópavogi í sumar. Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Tvær og hálf milljón í bætur Atvik málsins urðu föstudagskvöld í júní þegar læknirinn var á göngu ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum þeirra. Ítarlega var fjallað um málið þegar það var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember. Dómur var kveðinn upp í málinu í dag og Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis og til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 200 þúsund krónur í skaðabætur og 413 þúsund krónur í þjáningabætur. Þá var hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, 6,5 milljóna króna, þar með talda 3,9 milljóna króna þóknun skipaðs verjanda hans. Fór niður fyrir lágmarksrefsingu Athygli vekur að Daníel Örn hlaut aðeins fjögurra ára fangelsisdóm en lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps er fimm ára fangelsisvist. Í dóminum segir að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur sé allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins bendi ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þyki mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. 18. nóvember 2024 07:00 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Tvær og hálf milljón í bætur Atvik málsins urðu föstudagskvöld í júní þegar læknirinn var á göngu ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum þeirra. Ítarlega var fjallað um málið þegar það var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember. Dómur var kveðinn upp í málinu í dag og Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis og til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 200 þúsund krónur í skaðabætur og 413 þúsund krónur í þjáningabætur. Þá var hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, 6,5 milljóna króna, þar með talda 3,9 milljóna króna þóknun skipaðs verjanda hans. Fór niður fyrir lágmarksrefsingu Athygli vekur að Daníel Örn hlaut aðeins fjögurra ára fangelsisdóm en lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps er fimm ára fangelsisvist. Í dóminum segir að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur sé allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins bendi ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þyki mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu.
Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. 18. nóvember 2024 07:00 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. 18. nóvember 2024 07:00
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56