Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 17:56 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir hefur notið sín vel með góðum hópum kvenna hér ytra. Vísir/VPE Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikjahæsta og markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur notið sín vel á EM kvenna í handbolta í Innsbruck. Hún hefur mikla trú á íslenska liðinu fyrir úrslitaleik kvöldsins við Þýskaland. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Ég er bara svo stolt af þeim. Þetta byrjaði ótrúlega vel gegn Hollandi. Satt að segja töluðum við um það í bílnum á leiðinni, að það að tapa um með minna en tíu væri bara fínt,“ segir Hrafnhildur um væntingarnar fyrir fyrsta leik. Klippa: Fór í bestu handboltaferðina sem gæti orðið enn betri „Svo vorum við í hörkuleik, við það að vinna þær, og ég bjóst ekki við þeirri frammistöðu strax í fyrsta leik. Maður sér það líka á liðinu, maður er farinn að hafa svo mikla trú núna. Svo var frábær síðasti leikur og núna er maður ótrúlega bjartsýnn fyrir leikinn á eftir,“ segir Hrafnhildur. Leik Íslands og Þýskalands verður lýst beint hér. Hún er hér í för ásamt systrum sínum í góðum hópi kvenna. Þær hafa skíðað á daginn og skutlast yfir til Innsbruck fyrir leiki Íslands á kvöldin. Óhætt er að segja að ferðin hafi verið vel heppnuð. „Við fundum bara besta skíðasvæðið og erum bara búnar að vera á skíðum. Heiðskírt og sól, og í sturluðu færi. Þetta er örugglega tíu sinnum betra heldur flestar handboltaferðir sem aðrir hafa farið í,“ segir Hrafnhildur. Hún var hluti af íslenska liðinu sem vann Þjóðverja á HM 2011, en sá leikur var rifjaður upp á Vísi fyrr í dag. Magnaður viðsnúningur var í þeim leik þar sem þýska liðið hrundi gjörsamlega þegar leið á. Hún útilokar ekki svipaðan leik í kvöld. „Við Rakel [Dögg Bragadóttir, fyrrum landsliðskona, sem er með í för hér ytra] vorum einmitt að ræða þetta í fyrradag. Það er leikur sem við lendum undir, 12-4, og allir aðrir voru búnir að kasta inn handklæðinu. Við unnum með sex mörkum,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Erum við ekki bara að fara taka sama í dag? Þær byrjuðu svakalega vel gegn Hollendingunum. Ég held að þær byrji með svakalegu trukki, við lendum undir, en svo held ég að við endurtökum leikinn. Það gerist það sama og gerðist á HM 2011.“ Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld en bein textalýsing hefst klukkan 18:30 á Vísi. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Ég er bara svo stolt af þeim. Þetta byrjaði ótrúlega vel gegn Hollandi. Satt að segja töluðum við um það í bílnum á leiðinni, að það að tapa um með minna en tíu væri bara fínt,“ segir Hrafnhildur um væntingarnar fyrir fyrsta leik. Klippa: Fór í bestu handboltaferðina sem gæti orðið enn betri „Svo vorum við í hörkuleik, við það að vinna þær, og ég bjóst ekki við þeirri frammistöðu strax í fyrsta leik. Maður sér það líka á liðinu, maður er farinn að hafa svo mikla trú núna. Svo var frábær síðasti leikur og núna er maður ótrúlega bjartsýnn fyrir leikinn á eftir,“ segir Hrafnhildur. Leik Íslands og Þýskalands verður lýst beint hér. Hún er hér í för ásamt systrum sínum í góðum hópi kvenna. Þær hafa skíðað á daginn og skutlast yfir til Innsbruck fyrir leiki Íslands á kvöldin. Óhætt er að segja að ferðin hafi verið vel heppnuð. „Við fundum bara besta skíðasvæðið og erum bara búnar að vera á skíðum. Heiðskírt og sól, og í sturluðu færi. Þetta er örugglega tíu sinnum betra heldur flestar handboltaferðir sem aðrir hafa farið í,“ segir Hrafnhildur. Hún var hluti af íslenska liðinu sem vann Þjóðverja á HM 2011, en sá leikur var rifjaður upp á Vísi fyrr í dag. Magnaður viðsnúningur var í þeim leik þar sem þýska liðið hrundi gjörsamlega þegar leið á. Hún útilokar ekki svipaðan leik í kvöld. „Við Rakel [Dögg Bragadóttir, fyrrum landsliðskona, sem er með í för hér ytra] vorum einmitt að ræða þetta í fyrradag. Það er leikur sem við lendum undir, 12-4, og allir aðrir voru búnir að kasta inn handklæðinu. Við unnum með sex mörkum,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Erum við ekki bara að fara taka sama í dag? Þær byrjuðu svakalega vel gegn Hollendingunum. Ég held að þær byrji með svakalegu trukki, við lendum undir, en svo held ég að við endurtökum leikinn. Það gerist það sama og gerðist á HM 2011.“ Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld en bein textalýsing hefst klukkan 18:30 á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Sjá meira