Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 17:56 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir hefur notið sín vel með góðum hópum kvenna hér ytra. Vísir/VPE Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikjahæsta og markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur notið sín vel á EM kvenna í handbolta í Innsbruck. Hún hefur mikla trú á íslenska liðinu fyrir úrslitaleik kvöldsins við Þýskaland. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Ég er bara svo stolt af þeim. Þetta byrjaði ótrúlega vel gegn Hollandi. Satt að segja töluðum við um það í bílnum á leiðinni, að það að tapa um með minna en tíu væri bara fínt,“ segir Hrafnhildur um væntingarnar fyrir fyrsta leik. Klippa: Fór í bestu handboltaferðina sem gæti orðið enn betri „Svo vorum við í hörkuleik, við það að vinna þær, og ég bjóst ekki við þeirri frammistöðu strax í fyrsta leik. Maður sér það líka á liðinu, maður er farinn að hafa svo mikla trú núna. Svo var frábær síðasti leikur og núna er maður ótrúlega bjartsýnn fyrir leikinn á eftir,“ segir Hrafnhildur. Leik Íslands og Þýskalands verður lýst beint hér. Hún er hér í för ásamt systrum sínum í góðum hópi kvenna. Þær hafa skíðað á daginn og skutlast yfir til Innsbruck fyrir leiki Íslands á kvöldin. Óhætt er að segja að ferðin hafi verið vel heppnuð. „Við fundum bara besta skíðasvæðið og erum bara búnar að vera á skíðum. Heiðskírt og sól, og í sturluðu færi. Þetta er örugglega tíu sinnum betra heldur flestar handboltaferðir sem aðrir hafa farið í,“ segir Hrafnhildur. Hún var hluti af íslenska liðinu sem vann Þjóðverja á HM 2011, en sá leikur var rifjaður upp á Vísi fyrr í dag. Magnaður viðsnúningur var í þeim leik þar sem þýska liðið hrundi gjörsamlega þegar leið á. Hún útilokar ekki svipaðan leik í kvöld. „Við Rakel [Dögg Bragadóttir, fyrrum landsliðskona, sem er með í för hér ytra] vorum einmitt að ræða þetta í fyrradag. Það er leikur sem við lendum undir, 12-4, og allir aðrir voru búnir að kasta inn handklæðinu. Við unnum með sex mörkum,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Erum við ekki bara að fara taka sama í dag? Þær byrjuðu svakalega vel gegn Hollendingunum. Ég held að þær byrji með svakalegu trukki, við lendum undir, en svo held ég að við endurtökum leikinn. Það gerist það sama og gerðist á HM 2011.“ Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld en bein textalýsing hefst klukkan 18:30 á Vísi. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Ég er bara svo stolt af þeim. Þetta byrjaði ótrúlega vel gegn Hollandi. Satt að segja töluðum við um það í bílnum á leiðinni, að það að tapa um með minna en tíu væri bara fínt,“ segir Hrafnhildur um væntingarnar fyrir fyrsta leik. Klippa: Fór í bestu handboltaferðina sem gæti orðið enn betri „Svo vorum við í hörkuleik, við það að vinna þær, og ég bjóst ekki við þeirri frammistöðu strax í fyrsta leik. Maður sér það líka á liðinu, maður er farinn að hafa svo mikla trú núna. Svo var frábær síðasti leikur og núna er maður ótrúlega bjartsýnn fyrir leikinn á eftir,“ segir Hrafnhildur. Leik Íslands og Þýskalands verður lýst beint hér. Hún er hér í för ásamt systrum sínum í góðum hópi kvenna. Þær hafa skíðað á daginn og skutlast yfir til Innsbruck fyrir leiki Íslands á kvöldin. Óhætt er að segja að ferðin hafi verið vel heppnuð. „Við fundum bara besta skíðasvæðið og erum bara búnar að vera á skíðum. Heiðskírt og sól, og í sturluðu færi. Þetta er örugglega tíu sinnum betra heldur flestar handboltaferðir sem aðrir hafa farið í,“ segir Hrafnhildur. Hún var hluti af íslenska liðinu sem vann Þjóðverja á HM 2011, en sá leikur var rifjaður upp á Vísi fyrr í dag. Magnaður viðsnúningur var í þeim leik þar sem þýska liðið hrundi gjörsamlega þegar leið á. Hún útilokar ekki svipaðan leik í kvöld. „Við Rakel [Dögg Bragadóttir, fyrrum landsliðskona, sem er með í för hér ytra] vorum einmitt að ræða þetta í fyrradag. Það er leikur sem við lendum undir, 12-4, og allir aðrir voru búnir að kasta inn handklæðinu. Við unnum með sex mörkum,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Erum við ekki bara að fara taka sama í dag? Þær byrjuðu svakalega vel gegn Hollendingunum. Ég held að þær byrji með svakalegu trukki, við lendum undir, en svo held ég að við endurtökum leikinn. Það gerist það sama og gerðist á HM 2011.“ Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld en bein textalýsing hefst klukkan 18:30 á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira