Innlent

Um­sóknir enn til með­ferðar „á fag­legum grunni“

Árni Sæberg skrifar
Enginn hvalur var skorinn í Hvalfirði þetta árið en staðan gæti verið önnur næsta sumar, verði niðurstaða mats á faglegum grunni sú að hvalveiðileyfi verði gefið út.
Enginn hvalur var skorinn í Hvalfirði þetta árið en staðan gæti verið önnur næsta sumar, verði niðurstaða mats á faglegum grunni sú að hvalveiðileyfi verði gefið út. Vísir/Egill

Fjórar fyrirliggjandi umsóknir til veiða á langreyðum og hrefnu eru til meðferðar í matvælaráðuneytinu á „faglegum grunni“.

Þetta segir í svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um hvalveiðileyfi. Greint var frá því í nóvember að Hvalur hf. hefði sótt um leyfi til veiða á langreyði og fjögur fyrirtæki hefðu sótt um leyfi til veiða á hrefnu.

Í svari ráðuneytisins segir að enn sem komið er hafi engin hvalveiðileyfi verið gefin út á árinu síðan leyfi til veiða á langreyðum var gefið út til Hvals hf. í júní síðastliðnum. Það leyfi sé í gildi út árið. Eins og kunnugt er taldi Hvalur hf. leyfið of seint til komið og ekki var farið á hvalavertíð í ár á grundvelli þess.


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn

Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað.

„Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“

Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×