Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar 2. desember 2024 15:31 Ég er stolt af því að búa í samfélagi sem krefst breytinga, samfélagi sem vill betri velferð, jafnrétti og frelsi fyrir alla – líka fyrir þá sem hafa ekki sömu tækifæri og hinn almenni borgari. Ég er ekki sérfræðingur í pólitík, en sem heilbrigðisstarfsmaður í geðheilbrigðisþjónustu og móðir barns með fötlun skipta málefni velferðar- og menntakerfisins mig djúpt. Ég þrái að búa í samfélagi þar sem sonur minn fær jöfn tækifæri til menntunar og þjónustu sem hentar hans þörfum. Ég vil tryggja að hann verði ekki jaðarsettur, heldur fái að blómstra og verða samþykktur eins og hann er. Ég vil samfélag sem gerir öllum kleift að mennta sig, eignast heimili og lifa af launum sínum. Eftir 6 ára háskólanám og 13 ára starfsreynslu ætti það að vera raunhæft – en það er ekki staðan í dag. Ég vil náungakærleika. Ég vil samfélag sem hugsar um börnin og ungmennin, heilbrigðiskerfið og starfsfólkið sem heldur því uppi. Ég vil samfélag þar sem allir eru jafnir, óháð uppruna, stöðu eða bakgrunni. Við berum ábyrgð á því hvernig við tölum og hugsum um innflytjendur. Samfélagið okkar á að vera fyrir alla. Börn hælisleitenda eiga rétt á lífi án jaðarsetningar, rétt eins og börnin mín. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð og fjalla um þessi mál á uppbyggilegan hátt. Ég veit að við höfum ólíkar skoðanir, en ég trúi því að allir – sama úr hvaða flokki þeir koma – vilji það sama í grunninn: samfélag þar sem jöfnuður og kærleikur eru í forgrunni. Takk fyrir mig. Valgerður Bára, móðir fjögurra barna og geðhjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég er stolt af því að búa í samfélagi sem krefst breytinga, samfélagi sem vill betri velferð, jafnrétti og frelsi fyrir alla – líka fyrir þá sem hafa ekki sömu tækifæri og hinn almenni borgari. Ég er ekki sérfræðingur í pólitík, en sem heilbrigðisstarfsmaður í geðheilbrigðisþjónustu og móðir barns með fötlun skipta málefni velferðar- og menntakerfisins mig djúpt. Ég þrái að búa í samfélagi þar sem sonur minn fær jöfn tækifæri til menntunar og þjónustu sem hentar hans þörfum. Ég vil tryggja að hann verði ekki jaðarsettur, heldur fái að blómstra og verða samþykktur eins og hann er. Ég vil samfélag sem gerir öllum kleift að mennta sig, eignast heimili og lifa af launum sínum. Eftir 6 ára háskólanám og 13 ára starfsreynslu ætti það að vera raunhæft – en það er ekki staðan í dag. Ég vil náungakærleika. Ég vil samfélag sem hugsar um börnin og ungmennin, heilbrigðiskerfið og starfsfólkið sem heldur því uppi. Ég vil samfélag þar sem allir eru jafnir, óháð uppruna, stöðu eða bakgrunni. Við berum ábyrgð á því hvernig við tölum og hugsum um innflytjendur. Samfélagið okkar á að vera fyrir alla. Börn hælisleitenda eiga rétt á lífi án jaðarsetningar, rétt eins og börnin mín. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð og fjalla um þessi mál á uppbyggilegan hátt. Ég veit að við höfum ólíkar skoðanir, en ég trúi því að allir – sama úr hvaða flokki þeir koma – vilji það sama í grunninn: samfélag þar sem jöfnuður og kærleikur eru í forgrunni. Takk fyrir mig. Valgerður Bára, móðir fjögurra barna og geðhjúkrunarfræðingur.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar