Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar 2. desember 2024 11:32 Skautafélag Reykjavíkur hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og er stærsta skautafélag landsins. Árið 2023 æfðu yfir 800 iðkendur hjá félaginu í listskautum og íshokkí. Báðar þessar greinar deila einu 1800 m2 svelli í Skautahöllinni í Laugardal ásamt því að opið er fyrir almenning alla virka daga og um helgar. Félagið þjónar skautaiðkendum á öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar. Félagið fær úthlutað samtals 50 klukkustundum á viku á ís undir æfingar á þessu eina svelli sem er langt frá því að mæta þörfum félagsins. Af þessum tímum eru 20% fyrir klukkan 16 á virkum dögum og rúm 10% eftir klukkan 21 á virkum kvöldum. Þetta eru tímar sem nýtast illa og einungis standa eftir 35 góðir ístímar fyrir bæði íshokkí og listskauta til að deila fyrir alla flokka frá börnum og upp í fullorðna, frá byrjendum upp í afreksstarf. Nú er staðan orðin þannig að skortur á ístíma kemur í veg fyrir að félagið geti stækkað mikið meira. Listskautadeildin er sprungin og krakkar settir á biðlista til að eiga möguleika á því að æfa og íshokkídeildin er í vandræðum með að koma fyrir öllum flokkum nú þegar uppbyggingarstarf síðustu ára er farið að skila sér upp í eldri flokka. Íshokkídeildin nálgast þreföldun á iðkendafjölda 18 ára og yngri síðan 2017. Þörfin fyrir meiri ístíma er því gífurleg og áríðandi að bæta úr því sem allra fyrst. Árið 2021 gerði ÍBR greiningu á ístímum félagsins og var þar staðfest þessi mikla þörf. Samkvæmt greiningunni þyrfti félagið 15-20 fleiri tíma á viku bara til að uppfylla lágmarksþörfina eða 30-40% meiri ístíma. Síðan þá hefur iðkendum fjölgað mjög mikið og fleiri flokkar bæst við og þörfin því enn meiri í dag. Árið 2020 skilaði stýrihópur um stefnu í íþróttamálum forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. Þar lenti viðbygging við Skautahöllina með æfingasvelli mjög ofarlega eða í 6. sæti. Verkefnin voru metin út frá bæði fjárhagslegum og félagslegum forsendum. Þrátt fyrir hversu brýnt verkefnið er og hversu ofarlega það lenti hefur því miðað hægt. Félagið er þakklátt fyrir það sem nú þegar hefur verið gert í Skautahöllinni en nýr LED skjár, klukka og sæti í stúku voru sett upp síðasta vetur. Síðasta sumar voru battar í kringum ísinn endurnýjaðir sem löngu voru úr sér gengnir enda upprunalegir frá því að skautasvellið var byggt sem útisvell árið 1990. En betur má ef duga skal. Aðstaða sem nútímaíþróttafólk þarf til að ná árangri eins og upphitunarsvæði og þrek- og lyftingaraðstaða er ekki til staðar í Skautahöllinni en gert er ráð fyrir því í drögum að viðbyggingu ásamt skrifstofu, veislusal, fleiri klefum, geymslum og öðru sem lyft getur starfi félagsins upp á hærra plan. Skautaíþróttir eru í dauðafæri við að festa sig almennilega í sessi í Reykjavík en félagið þarf meiri ístíma og betri aðstöðu til þess að tryggja framgang þessara frábæru íþrótta. Metnaðarfullir sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum við uppbyggingu félagsins og tryggt stöðugleika í stjórnun og þjálfun undanfarin ár en þarf nú stuðning Reykjavíkurborgar til að stækka höllina og tryggja fleiri ístíma svo skautaíþróttir geti haldið áfram að stækka og eflast í Laugardalnum. Ég skora á Reykjavíkurborg að tryggja framgang þessa mikilvæga verkefnis og ýta undir fjölbreytta flóru íþrótta þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Höfundur er grafískur hönnuður og situr í stjórn Skautafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skautaíþróttir Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Skautafélag Reykjavíkur hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og er stærsta skautafélag landsins. Árið 2023 æfðu yfir 800 iðkendur hjá félaginu í listskautum og íshokkí. Báðar þessar greinar deila einu 1800 m2 svelli í Skautahöllinni í Laugardal ásamt því að opið er fyrir almenning alla virka daga og um helgar. Félagið þjónar skautaiðkendum á öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar. Félagið fær úthlutað samtals 50 klukkustundum á viku á ís undir æfingar á þessu eina svelli sem er langt frá því að mæta þörfum félagsins. Af þessum tímum eru 20% fyrir klukkan 16 á virkum dögum og rúm 10% eftir klukkan 21 á virkum kvöldum. Þetta eru tímar sem nýtast illa og einungis standa eftir 35 góðir ístímar fyrir bæði íshokkí og listskauta til að deila fyrir alla flokka frá börnum og upp í fullorðna, frá byrjendum upp í afreksstarf. Nú er staðan orðin þannig að skortur á ístíma kemur í veg fyrir að félagið geti stækkað mikið meira. Listskautadeildin er sprungin og krakkar settir á biðlista til að eiga möguleika á því að æfa og íshokkídeildin er í vandræðum með að koma fyrir öllum flokkum nú þegar uppbyggingarstarf síðustu ára er farið að skila sér upp í eldri flokka. Íshokkídeildin nálgast þreföldun á iðkendafjölda 18 ára og yngri síðan 2017. Þörfin fyrir meiri ístíma er því gífurleg og áríðandi að bæta úr því sem allra fyrst. Árið 2021 gerði ÍBR greiningu á ístímum félagsins og var þar staðfest þessi mikla þörf. Samkvæmt greiningunni þyrfti félagið 15-20 fleiri tíma á viku bara til að uppfylla lágmarksþörfina eða 30-40% meiri ístíma. Síðan þá hefur iðkendum fjölgað mjög mikið og fleiri flokkar bæst við og þörfin því enn meiri í dag. Árið 2020 skilaði stýrihópur um stefnu í íþróttamálum forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. Þar lenti viðbygging við Skautahöllina með æfingasvelli mjög ofarlega eða í 6. sæti. Verkefnin voru metin út frá bæði fjárhagslegum og félagslegum forsendum. Þrátt fyrir hversu brýnt verkefnið er og hversu ofarlega það lenti hefur því miðað hægt. Félagið er þakklátt fyrir það sem nú þegar hefur verið gert í Skautahöllinni en nýr LED skjár, klukka og sæti í stúku voru sett upp síðasta vetur. Síðasta sumar voru battar í kringum ísinn endurnýjaðir sem löngu voru úr sér gengnir enda upprunalegir frá því að skautasvellið var byggt sem útisvell árið 1990. En betur má ef duga skal. Aðstaða sem nútímaíþróttafólk þarf til að ná árangri eins og upphitunarsvæði og þrek- og lyftingaraðstaða er ekki til staðar í Skautahöllinni en gert er ráð fyrir því í drögum að viðbyggingu ásamt skrifstofu, veislusal, fleiri klefum, geymslum og öðru sem lyft getur starfi félagsins upp á hærra plan. Skautaíþróttir eru í dauðafæri við að festa sig almennilega í sessi í Reykjavík en félagið þarf meiri ístíma og betri aðstöðu til þess að tryggja framgang þessara frábæru íþrótta. Metnaðarfullir sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum við uppbyggingu félagsins og tryggt stöðugleika í stjórnun og þjálfun undanfarin ár en þarf nú stuðning Reykjavíkurborgar til að stækka höllina og tryggja fleiri ístíma svo skautaíþróttir geti haldið áfram að stækka og eflast í Laugardalnum. Ég skora á Reykjavíkurborg að tryggja framgang þessa mikilvæga verkefnis og ýta undir fjölbreytta flóru íþrótta þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Höfundur er grafískur hönnuður og situr í stjórn Skautafélags Reykjavíkur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun