Biden náðar son sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2024 07:40 Joe og Jill Biden faðma son sinn Hunter. Þau misstu son sinn Beau úr heilkrabbameini árið 2015. Getty/Drew Angerer Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur náðað son sinn, Hunter Biden, sem hlaut dóma fyrir brot gegn vopna- og skattalögum. Biden hafði áður neitað því að hann myndi beita forsetavaldinu til að náða son sinn eða fella niður refsingu hans. Gera átti Hunter refsingu í báðum málunum núna í desember. Forsetinn sagði í yfirlýsingu að hann hefði löngum sagst ekki myndu grípa inn í ákvarðanir dómsmálaráðuneytisins og að hann hefði staðið við það framan af, jafnvel þótt málareksturinn gegn syni hans hefði verið ósanngjarn. Hann segir hins vegar ljóst að Hunter hafi sótt pólitískum ofsóknum af hálfu andstæðinga forsetans í þinginu. Hunter átti yfir höfði sér allt að 25 ára dóm vegna brotanna gegn vopnalögum og 17 ára dóm vegna skattalagabrotanna. Hins vegar er vel mögulegt að honum hefði ekki verið gerð fangelsisvist. Náðun forsetans gagnvart syninum nær til allra brota sem hann hefur framið eða kann að hafa framið á tímabilinu 1. janúar 2014 til 1. desember 2024. Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, sem á sjálfur í fjölda óútkláðra dómsmála, brást ókvæða við á samfélagsmiðlum og sakaði Biden um að misnota vald sitt. Margir hafa þegar sakað Biden um hræsni en hvað varðar Trump ber að hafa í huga að sjálfur náðaði hann fjölda náinna samstarfsmanna í sinni forsetatíð og hefur nú útnefnt einn þeirra, föður tengdasonar síns, sem sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira
Gera átti Hunter refsingu í báðum málunum núna í desember. Forsetinn sagði í yfirlýsingu að hann hefði löngum sagst ekki myndu grípa inn í ákvarðanir dómsmálaráðuneytisins og að hann hefði staðið við það framan af, jafnvel þótt málareksturinn gegn syni hans hefði verið ósanngjarn. Hann segir hins vegar ljóst að Hunter hafi sótt pólitískum ofsóknum af hálfu andstæðinga forsetans í þinginu. Hunter átti yfir höfði sér allt að 25 ára dóm vegna brotanna gegn vopnalögum og 17 ára dóm vegna skattalagabrotanna. Hins vegar er vel mögulegt að honum hefði ekki verið gerð fangelsisvist. Náðun forsetans gagnvart syninum nær til allra brota sem hann hefur framið eða kann að hafa framið á tímabilinu 1. janúar 2014 til 1. desember 2024. Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, sem á sjálfur í fjölda óútkláðra dómsmála, brást ókvæða við á samfélagsmiðlum og sakaði Biden um að misnota vald sitt. Margir hafa þegar sakað Biden um hræsni en hvað varðar Trump ber að hafa í huga að sjálfur náðaði hann fjölda náinna samstarfsmanna í sinni forsetatíð og hefur nú útnefnt einn þeirra, föður tengdasonar síns, sem sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira