Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. nóvember 2024 00:10 Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hljóta að vera ánægð með nýjustu könnun Maskínu og þá sérstaklega Bjarni en flokkur hans bætir sig um þrjú prósentustig og fær líklega enn meira upp úr kjörkössunum. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn stekkur upp um 3,1 prósentustig og tekur fram úr Viðreisn í nýjustu könnun Maskínu. Samfylkingin bætir lítillega við sig og mælist áfram stærst en Viðreisn dalar um tvö prósentustig. Botnbaráttan herðist en litlar breytingar er að sjá þess utan. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að sækja í sig veðrið á lokasprettinum og mælist nú með 17,6 prósent. Hann hefur ekki mælst með svo mikið hjá Maskínu síðan í apríl. Aftur á móti dalar Viðreisn og fer úr 19,2 prósentum í 17,2 prósent. Flokkurinn hefur misst fylgi tvær mælingar í röð en er þó með svipað mikið og hann mældist með um mánaðamótin október-nóvember. Samfylking réttir aðeins úr kútnum og styrkir stöðu sína á toppnum, fer úr 20,4 prósentum í 21,2 prósent. Lítil hreyfing á miðjunni Miðflokkurinn heldur áfram að dala lítillega og fer úr 11,6 prósentum í 11,2 prósent. Flokkurinn fór hæst í sautján prósent seinni hluta október en hefur misst fylgi jafnt og þétt síðan. Flokkur fólksins sem hefur verið á mikilli siglingu og fór síðast úr 8,8 prósentum í 10,6 prósent missir nú 1,5 prósentustig og mælist með 9,1 prósent. Framsóknarflokkur bætir aftur á móti við sig, fer úr 7,8 prósentum í 8,6 prósent og virðist vera alveg öruggur. Einhverjir töldu flokkinn vera í hættu á að detta af þingi þegar hann mældist í kringum fimm prósent hjá ólíkum könnunarfyrirtækjum á síðustu vikum. Það virðist ekki stefna í það. Blóðug botnbarátta Píratar standa í stað með 5,4 prósent, rétt yfir jöfnunarþingmannsmörkum, en fylgi þeirra hefur í gegnum tíðina verið ofmetið í könnunum og því gæti flokkurinn endað fyrir neðan fimm prósentin. Sósíalistar fara úr sléttum fimm prósentum í 4,5 prósent og er því kominn á hættulegar slóðir. Á sama tíma anda Vinstri græn ofan í hálsmálið á þeim, bæta við sig 0,2 prósentustigum og fara upp í 3,9 prósent. Báðir flokkarnir eru í verulegri hættu á að komast ekki á þing. Neðstir eru Lýðræðisflokkur með eitt prósent og Ábyrg framtíð með 0,4 prósent. Tæplega þrjú þúsund tóku afstöðu Könnunin fór fram dagana 28. til 29. nóvember 2024 og voru 2.908 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Samkvæmt Maskínu voru svarendur alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svörin voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eftir kyni, aldri, búsetu og menntun, til að endurspegla betur þjóðina. „Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun,“ segir í upplýsingum um könnunina Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að sækja í sig veðrið á lokasprettinum og mælist nú með 17,6 prósent. Hann hefur ekki mælst með svo mikið hjá Maskínu síðan í apríl. Aftur á móti dalar Viðreisn og fer úr 19,2 prósentum í 17,2 prósent. Flokkurinn hefur misst fylgi tvær mælingar í röð en er þó með svipað mikið og hann mældist með um mánaðamótin október-nóvember. Samfylking réttir aðeins úr kútnum og styrkir stöðu sína á toppnum, fer úr 20,4 prósentum í 21,2 prósent. Lítil hreyfing á miðjunni Miðflokkurinn heldur áfram að dala lítillega og fer úr 11,6 prósentum í 11,2 prósent. Flokkurinn fór hæst í sautján prósent seinni hluta október en hefur misst fylgi jafnt og þétt síðan. Flokkur fólksins sem hefur verið á mikilli siglingu og fór síðast úr 8,8 prósentum í 10,6 prósent missir nú 1,5 prósentustig og mælist með 9,1 prósent. Framsóknarflokkur bætir aftur á móti við sig, fer úr 7,8 prósentum í 8,6 prósent og virðist vera alveg öruggur. Einhverjir töldu flokkinn vera í hættu á að detta af þingi þegar hann mældist í kringum fimm prósent hjá ólíkum könnunarfyrirtækjum á síðustu vikum. Það virðist ekki stefna í það. Blóðug botnbarátta Píratar standa í stað með 5,4 prósent, rétt yfir jöfnunarþingmannsmörkum, en fylgi þeirra hefur í gegnum tíðina verið ofmetið í könnunum og því gæti flokkurinn endað fyrir neðan fimm prósentin. Sósíalistar fara úr sléttum fimm prósentum í 4,5 prósent og er því kominn á hættulegar slóðir. Á sama tíma anda Vinstri græn ofan í hálsmálið á þeim, bæta við sig 0,2 prósentustigum og fara upp í 3,9 prósent. Báðir flokkarnir eru í verulegri hættu á að komast ekki á þing. Neðstir eru Lýðræðisflokkur með eitt prósent og Ábyrg framtíð með 0,4 prósent. Tæplega þrjú þúsund tóku afstöðu Könnunin fór fram dagana 28. til 29. nóvember 2024 og voru 2.908 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Samkvæmt Maskínu voru svarendur alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svörin voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eftir kyni, aldri, búsetu og menntun, til að endurspegla betur þjóðina. „Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun,“ segir í upplýsingum um könnunina
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira