Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. nóvember 2024 00:10 Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hljóta að vera ánægð með nýjustu könnun Maskínu og þá sérstaklega Bjarni en flokkur hans bætir sig um þrjú prósentustig og fær líklega enn meira upp úr kjörkössunum. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn stekkur upp um 3,1 prósentustig og tekur fram úr Viðreisn í nýjustu könnun Maskínu. Samfylkingin bætir lítillega við sig og mælist áfram stærst en Viðreisn dalar um tvö prósentustig. Botnbaráttan herðist en litlar breytingar er að sjá þess utan. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að sækja í sig veðrið á lokasprettinum og mælist nú með 17,6 prósent. Hann hefur ekki mælst með svo mikið hjá Maskínu síðan í apríl. Aftur á móti dalar Viðreisn og fer úr 19,2 prósentum í 17,2 prósent. Flokkurinn hefur misst fylgi tvær mælingar í röð en er þó með svipað mikið og hann mældist með um mánaðamótin október-nóvember. Samfylking réttir aðeins úr kútnum og styrkir stöðu sína á toppnum, fer úr 20,4 prósentum í 21,2 prósent. Lítil hreyfing á miðjunni Miðflokkurinn heldur áfram að dala lítillega og fer úr 11,6 prósentum í 11,2 prósent. Flokkurinn fór hæst í sautján prósent seinni hluta október en hefur misst fylgi jafnt og þétt síðan. Flokkur fólksins sem hefur verið á mikilli siglingu og fór síðast úr 8,8 prósentum í 10,6 prósent missir nú 1,5 prósentustig og mælist með 9,1 prósent. Framsóknarflokkur bætir aftur á móti við sig, fer úr 7,8 prósentum í 8,6 prósent og virðist vera alveg öruggur. Einhverjir töldu flokkinn vera í hættu á að detta af þingi þegar hann mældist í kringum fimm prósent hjá ólíkum könnunarfyrirtækjum á síðustu vikum. Það virðist ekki stefna í það. Blóðug botnbarátta Píratar standa í stað með 5,4 prósent, rétt yfir jöfnunarþingmannsmörkum, en fylgi þeirra hefur í gegnum tíðina verið ofmetið í könnunum og því gæti flokkurinn endað fyrir neðan fimm prósentin. Sósíalistar fara úr sléttum fimm prósentum í 4,5 prósent og er því kominn á hættulegar slóðir. Á sama tíma anda Vinstri græn ofan í hálsmálið á þeim, bæta við sig 0,2 prósentustigum og fara upp í 3,9 prósent. Báðir flokkarnir eru í verulegri hættu á að komast ekki á þing. Neðstir eru Lýðræðisflokkur með eitt prósent og Ábyrg framtíð með 0,4 prósent. Tæplega þrjú þúsund tóku afstöðu Könnunin fór fram dagana 28. til 29. nóvember 2024 og voru 2.908 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Samkvæmt Maskínu voru svarendur alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svörin voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eftir kyni, aldri, búsetu og menntun, til að endurspegla betur þjóðina. „Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun,“ segir í upplýsingum um könnunina Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að sækja í sig veðrið á lokasprettinum og mælist nú með 17,6 prósent. Hann hefur ekki mælst með svo mikið hjá Maskínu síðan í apríl. Aftur á móti dalar Viðreisn og fer úr 19,2 prósentum í 17,2 prósent. Flokkurinn hefur misst fylgi tvær mælingar í röð en er þó með svipað mikið og hann mældist með um mánaðamótin október-nóvember. Samfylking réttir aðeins úr kútnum og styrkir stöðu sína á toppnum, fer úr 20,4 prósentum í 21,2 prósent. Lítil hreyfing á miðjunni Miðflokkurinn heldur áfram að dala lítillega og fer úr 11,6 prósentum í 11,2 prósent. Flokkurinn fór hæst í sautján prósent seinni hluta október en hefur misst fylgi jafnt og þétt síðan. Flokkur fólksins sem hefur verið á mikilli siglingu og fór síðast úr 8,8 prósentum í 10,6 prósent missir nú 1,5 prósentustig og mælist með 9,1 prósent. Framsóknarflokkur bætir aftur á móti við sig, fer úr 7,8 prósentum í 8,6 prósent og virðist vera alveg öruggur. Einhverjir töldu flokkinn vera í hættu á að detta af þingi þegar hann mældist í kringum fimm prósent hjá ólíkum könnunarfyrirtækjum á síðustu vikum. Það virðist ekki stefna í það. Blóðug botnbarátta Píratar standa í stað með 5,4 prósent, rétt yfir jöfnunarþingmannsmörkum, en fylgi þeirra hefur í gegnum tíðina verið ofmetið í könnunum og því gæti flokkurinn endað fyrir neðan fimm prósentin. Sósíalistar fara úr sléttum fimm prósentum í 4,5 prósent og er því kominn á hættulegar slóðir. Á sama tíma anda Vinstri græn ofan í hálsmálið á þeim, bæta við sig 0,2 prósentustigum og fara upp í 3,9 prósent. Báðir flokkarnir eru í verulegri hættu á að komast ekki á þing. Neðstir eru Lýðræðisflokkur með eitt prósent og Ábyrg framtíð með 0,4 prósent. Tæplega þrjú þúsund tóku afstöðu Könnunin fór fram dagana 28. til 29. nóvember 2024 og voru 2.908 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Samkvæmt Maskínu voru svarendur alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svörin voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eftir kyni, aldri, búsetu og menntun, til að endurspegla betur þjóðina. „Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun,“ segir í upplýsingum um könnunina
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira