Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bjarki Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2024 12:45 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Lítið er að frétta af kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög en fjölmiðlabann er í deilunni. Formaður Blaðamannafélagsins segir lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um hvernig deilunni miðar. Verkföll eru komin á fimmtu viku hjá völdum hópi kennara. Hægur gangur er á kjaraviðræðum samkvæmt upplýsingum frá Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara. Fjölmiðlar hafa ekki getað rætt við fulltrúa Kennarasambandsins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan á laugardag þegar ríkissáttasemjari setti á fjölmiðlabann. Það er þekkt að fjölmiðlabann sé sett á þegar stutt er í samning og viðræður ganga vel. Það þekkjast þó nokkur dæmi þar sem skeytasendingar milli deiluaðila í gegnum fjölmiðla verða til þess að fjölmiðlabann er sett á, líkt og raunin er í kennaradeilunni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um hvernig deilunni miðar. „Tala nú ekki um í svona stóru máli eins og þessu þar sem hagsmunir alls samfélagsins eru undir. Þarna er líka hópur af foreldrum sem er með þessu fjölmiðlabanni haldið í fullkominni óvissu um hvort það sé eitthvað að leysast úr þessu eða ekki,“ segir Sigríður Dögg. Hún skilur vel að ríkissáttasemjari horfi ekki á málin frá sjónarhorni blaðamanna. „En ég trúi ekki öðru en að hann átti sig á því hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar og blaðamenn geti unnið vinnuna sína í svona stóru máli. Það er mikilvægt að foreldrar og aðrir fái upplýsingar. Ég trúi því að þetta geti varla staðið yfir mikið lengur þetta fjölmiðlabann. Enda ætti áherslan miklu frekar að vera á samninganefndirnar að hann brýni fyrir þeim að haga sér almennilega í opinberri umræðu. Að stýra orðum sínum með þeim hætti að þau espi ekki upp deiluna,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Verkföll eru komin á fimmtu viku hjá völdum hópi kennara. Hægur gangur er á kjaraviðræðum samkvæmt upplýsingum frá Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara. Fjölmiðlar hafa ekki getað rætt við fulltrúa Kennarasambandsins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan á laugardag þegar ríkissáttasemjari setti á fjölmiðlabann. Það er þekkt að fjölmiðlabann sé sett á þegar stutt er í samning og viðræður ganga vel. Það þekkjast þó nokkur dæmi þar sem skeytasendingar milli deiluaðila í gegnum fjölmiðla verða til þess að fjölmiðlabann er sett á, líkt og raunin er í kennaradeilunni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um hvernig deilunni miðar. „Tala nú ekki um í svona stóru máli eins og þessu þar sem hagsmunir alls samfélagsins eru undir. Þarna er líka hópur af foreldrum sem er með þessu fjölmiðlabanni haldið í fullkominni óvissu um hvort það sé eitthvað að leysast úr þessu eða ekki,“ segir Sigríður Dögg. Hún skilur vel að ríkissáttasemjari horfi ekki á málin frá sjónarhorni blaðamanna. „En ég trúi ekki öðru en að hann átti sig á því hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar og blaðamenn geti unnið vinnuna sína í svona stóru máli. Það er mikilvægt að foreldrar og aðrir fái upplýsingar. Ég trúi því að þetta geti varla staðið yfir mikið lengur þetta fjölmiðlabann. Enda ætti áherslan miklu frekar að vera á samninganefndirnar að hann brýni fyrir þeim að haga sér almennilega í opinberri umræðu. Að stýra orðum sínum með þeim hætti að þau espi ekki upp deiluna,“ segir Sigríður Dögg.
Fjölmiðlar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira