Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 11:32 Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. Vísir/vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti frekari lækkun stýrivaxta. Alltof langt sé í næstu stýrivaxtaákvörðun í febrúar í ljósi nýjustu verðbólgumælinga. Raunvaxtastig á landinu sé nú í hæstu hæðum og ekki verði lengi við unað. Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 4,8 prósent. Hún hefur ekki verið lægri síða í október 2021, þegar hún var síðast undir fimm prósentum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands segir þessa hjöðnun í takt við spár sambandsins. „Þetta er svona sirkabát á þeim stað sem við bjuggumst við. Og ég held að þessi gangur verði áfram, að verðbólgan lækki. Þannig að þetta er allt saman í rétta átt, að okkar mati,“ segir Finnbjörn. Stýrivextir standa í 8,5 prósentum eftir að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði þá um 50 punkta 20. nóvember síðastliðinn. Með hjöðnun verðbólgu eykst munur milli hennar og stýrivaxta enn frekar og þar með hækka raunvextir. Raunvaxtastigið með því hæsta í langan tíma Það er einmitt vegna hárra raunvaxta sem viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti á verðtryggðum lánum, í slíku umhverfi er dýrara fyrir bankana að fjármagna verðtryggðu lánin en áður. Næsta stýrivaxtaákvörðun er ekki fyrr en í febrúar. Finnbjörn hvetur Seðlabankann til þess að lækka vexti fyrr. „Þetta sýnir okkur að það er enn hærra raunvaxtastig í landinu heldur en var fyrir þessa mælingu. Við teljum að það sé alveg tilefni til aukafundar hjá Seðlabankanum til að halda áfram með þetta lækkunarferli. Við erum enn þeirrar skoðunar að Seðlabankinn brást of seint við, hann átti að vera kominn neðar,“ segir Finnbjörn. „Raunvaxtastigið í landinu er með því hæsta sem gerst hefur í langan tíma. Og ég held að þetta sé hæsta raunvaxtastig í Evrópu.“ Finnbjörn vill ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að Seðlabankinn verði við ákalli um aukafund. En hann segir það vissulega ekki algengt að boðað sé til slíkra funda. „Þeir hafa gert það þegar þeir hafa þurft að hækka vexti. Þeir eru seinni til þegar kemur að lækkunum.“ Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. 22. nóvember 2024 19:01 „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. 22. nóvember 2024 13:43 Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun Peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans í morgun. 20. nóvember 2024 11:30 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 4,8 prósent. Hún hefur ekki verið lægri síða í október 2021, þegar hún var síðast undir fimm prósentum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands segir þessa hjöðnun í takt við spár sambandsins. „Þetta er svona sirkabát á þeim stað sem við bjuggumst við. Og ég held að þessi gangur verði áfram, að verðbólgan lækki. Þannig að þetta er allt saman í rétta átt, að okkar mati,“ segir Finnbjörn. Stýrivextir standa í 8,5 prósentum eftir að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði þá um 50 punkta 20. nóvember síðastliðinn. Með hjöðnun verðbólgu eykst munur milli hennar og stýrivaxta enn frekar og þar með hækka raunvextir. Raunvaxtastigið með því hæsta í langan tíma Það er einmitt vegna hárra raunvaxta sem viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti á verðtryggðum lánum, í slíku umhverfi er dýrara fyrir bankana að fjármagna verðtryggðu lánin en áður. Næsta stýrivaxtaákvörðun er ekki fyrr en í febrúar. Finnbjörn hvetur Seðlabankann til þess að lækka vexti fyrr. „Þetta sýnir okkur að það er enn hærra raunvaxtastig í landinu heldur en var fyrir þessa mælingu. Við teljum að það sé alveg tilefni til aukafundar hjá Seðlabankanum til að halda áfram með þetta lækkunarferli. Við erum enn þeirrar skoðunar að Seðlabankinn brást of seint við, hann átti að vera kominn neðar,“ segir Finnbjörn. „Raunvaxtastigið í landinu er með því hæsta sem gerst hefur í langan tíma. Og ég held að þetta sé hæsta raunvaxtastig í Evrópu.“ Finnbjörn vill ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að Seðlabankinn verði við ákalli um aukafund. En hann segir það vissulega ekki algengt að boðað sé til slíkra funda. „Þeir hafa gert það þegar þeir hafa þurft að hækka vexti. Þeir eru seinni til þegar kemur að lækkunum.“
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. 22. nóvember 2024 19:01 „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. 22. nóvember 2024 13:43 Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun Peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans í morgun. 20. nóvember 2024 11:30 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. 22. nóvember 2024 19:01
„Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. 22. nóvember 2024 13:43
Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun Peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans í morgun. 20. nóvember 2024 11:30
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent