Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 16:51 Íslensk náttúra er ómetanleg – víðerni, fjöll, þröngir dalir og opnir dalir, heiðar og hálendi, sandar og strendur. Allt eru þetta verðmæti í sjálfu sér en líka undirstaða ferðaþjónustu. Sérstaða á heimsvísu. En í dag steðjar ógn að þessari einstöku náttúru: uppbygging vindorkuvera, háreistra mannvirkja sem setja gríðarlegt mark á landslag, skerða lítt snortna náttúru og hafa áhrif á vistkerfi og samfélög. Við verðum að fara okkur hægt. Við þurfum ekki að fórna náttúruperlum okkar í þágu stóriðju sem skilar takmörkuðum ávinningi til almennings. Sviðsmyndin á Íslandi er allt önnur en hjá þjóðum sem eru að færa sig úr óendurnýjanlegum orkugjöfum yfir í vindorku, þar sem við notumst þegar að mestu leyti við endurnýjanlega orkugjafa á borð við vatnsafl og jarðhita. Þarf alla þessa (vind)orku? Vindorka sækir í sig veðrið um allan heim, en í þeirri uppbyggingu hafa víða verið gerð dýrkeypt mistök. Í Noregi hefur uppsetning vindorkuvera leitt af sér mikla sundrung í nærsamfélögum þeirra og valdið eyðileggingu á ósnortinni náttúru. Stór hluti vindorkunnar hefur síðan ekki nýst heimilum á þeim svæðum sem þær hafa verið settar upp heldur er orkan seld orkufrekum iðnaði. Er þetta framtíðarsviðsmynd sem við viljum fyrir Ísland? Það má heldur ekki líta fram hjá því að vindorka á Íslandi er einkum drifin áfram af einkafyrirtækjum, ekki opinberum aðilum. Þessi breytta mynd á nýtingu auðlinda okkar má ekki raungerast án þess að þjóðin fái aðkomu að ákvörðuninni. Eins og staðan er núna eru ótal verkefni komin í ferli - verkefni sem myndu hafa mikil áhrif á nærsamfélög og náttúru nái þau fram að ganga. Á þessum tímapunkti er alls ekki grundvöllur fyrir uppbyggingu vindorkuvera, því lagalegi ramminn er ekki til staðar. Það er grundvallaratriði að tryggja skýran og vel ígrundaðan lagaramma sem tryggir vernd náttúrunnar, skýrar leikreglur fyrir framkvæmdaraðila og langtímahagsmuni samfélagsins áður en verkefnunum er hrint í framkvæmd. Vinstri græn vilja berjast fyrir því að orkuframleiðsla verði áfram í opinberri eigu og ekki háð markaðslögmálum eða einkagróða. Eitt er víst að eftirspurnin eftir orku er og verður endalaus og því verður að forgangsraða og taka tillit til þeirra verðmæta sem felast í villtri náttúru. Náttúruvernd og friðlýsingar er hið nauðsynlega mótvægi við orkunýtingu. Forgangsröðum rétt Náttúra Íslands er auðlind í sjálfu sér. Hún er undirstaða ferðaþjónustu og menningararfs okkar, og okkur ber skylda til að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Ef við viljum auka framleiðslu grænnar orku, ættum við að beina sjónum okkar að þeim orkuauðlindum sem þegar eru í nýtingu. Við þurfum að endurskoða og forgangsraða orkunni okkar þannig að heimilum og smánotendum sé tryggð orka á lágmarksverði. Jafnframt gæti verið skynsamlegt að styðja betur við nýsköpun í orkumálum með því að efla rannsóknir og þróun á sviði staðbundinna smávirkjana, sólarorku eða orkusparnaðar. Nú er rétti tíminn til að staldra við. Við eigum að horfa fram á veginn með skýr markmið í huga: að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar, án þess að raska náttúrunni eða skapa ósætti í samfélaginu. Ég hef miklar efasemdir um að vindorka sé rétta leiðin í þessu samhengi. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Dögg Davíðsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vindorka Orkumál Umhverfismál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Íslensk náttúra er ómetanleg – víðerni, fjöll, þröngir dalir og opnir dalir, heiðar og hálendi, sandar og strendur. Allt eru þetta verðmæti í sjálfu sér en líka undirstaða ferðaþjónustu. Sérstaða á heimsvísu. En í dag steðjar ógn að þessari einstöku náttúru: uppbygging vindorkuvera, háreistra mannvirkja sem setja gríðarlegt mark á landslag, skerða lítt snortna náttúru og hafa áhrif á vistkerfi og samfélög. Við verðum að fara okkur hægt. Við þurfum ekki að fórna náttúruperlum okkar í þágu stóriðju sem skilar takmörkuðum ávinningi til almennings. Sviðsmyndin á Íslandi er allt önnur en hjá þjóðum sem eru að færa sig úr óendurnýjanlegum orkugjöfum yfir í vindorku, þar sem við notumst þegar að mestu leyti við endurnýjanlega orkugjafa á borð við vatnsafl og jarðhita. Þarf alla þessa (vind)orku? Vindorka sækir í sig veðrið um allan heim, en í þeirri uppbyggingu hafa víða verið gerð dýrkeypt mistök. Í Noregi hefur uppsetning vindorkuvera leitt af sér mikla sundrung í nærsamfélögum þeirra og valdið eyðileggingu á ósnortinni náttúru. Stór hluti vindorkunnar hefur síðan ekki nýst heimilum á þeim svæðum sem þær hafa verið settar upp heldur er orkan seld orkufrekum iðnaði. Er þetta framtíðarsviðsmynd sem við viljum fyrir Ísland? Það má heldur ekki líta fram hjá því að vindorka á Íslandi er einkum drifin áfram af einkafyrirtækjum, ekki opinberum aðilum. Þessi breytta mynd á nýtingu auðlinda okkar má ekki raungerast án þess að þjóðin fái aðkomu að ákvörðuninni. Eins og staðan er núna eru ótal verkefni komin í ferli - verkefni sem myndu hafa mikil áhrif á nærsamfélög og náttúru nái þau fram að ganga. Á þessum tímapunkti er alls ekki grundvöllur fyrir uppbyggingu vindorkuvera, því lagalegi ramminn er ekki til staðar. Það er grundvallaratriði að tryggja skýran og vel ígrundaðan lagaramma sem tryggir vernd náttúrunnar, skýrar leikreglur fyrir framkvæmdaraðila og langtímahagsmuni samfélagsins áður en verkefnunum er hrint í framkvæmd. Vinstri græn vilja berjast fyrir því að orkuframleiðsla verði áfram í opinberri eigu og ekki háð markaðslögmálum eða einkagróða. Eitt er víst að eftirspurnin eftir orku er og verður endalaus og því verður að forgangsraða og taka tillit til þeirra verðmæta sem felast í villtri náttúru. Náttúruvernd og friðlýsingar er hið nauðsynlega mótvægi við orkunýtingu. Forgangsröðum rétt Náttúra Íslands er auðlind í sjálfu sér. Hún er undirstaða ferðaþjónustu og menningararfs okkar, og okkur ber skylda til að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Ef við viljum auka framleiðslu grænnar orku, ættum við að beina sjónum okkar að þeim orkuauðlindum sem þegar eru í nýtingu. Við þurfum að endurskoða og forgangsraða orkunni okkar þannig að heimilum og smánotendum sé tryggð orka á lágmarksverði. Jafnframt gæti verið skynsamlegt að styðja betur við nýsköpun í orkumálum með því að efla rannsóknir og þróun á sviði staðbundinna smávirkjana, sólarorku eða orkusparnaðar. Nú er rétti tíminn til að staldra við. Við eigum að horfa fram á veginn með skýr markmið í huga: að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar, án þess að raska náttúrunni eða skapa ósætti í samfélaginu. Ég hef miklar efasemdir um að vindorka sé rétta leiðin í þessu samhengi. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun