Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2024 10:20 Í fyrri pistli minntist greinarhöfundur á stefnu flokks fólksins um að hirða níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju ári inn í framtíðina og rýra með því lífeyri fólks um alla framtíð með því að rýra fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna. Auk þess greiðir launamaður á lífeyrisgreiðslualdri tekjuskatt í hærra þrepi af hærri upphæð en hann greiðir þegar lífeyristaka hefst. Skattahækkun af þessari ráðstöfun gæti numið um hálfri milljón á mann á ári auk þess að viðkomandi myndi síðan bera minni lífeyri úr býtum við starfslok. Það munar um það fyrir hvern og einn. Nú eru þrír dagar til kosninga og nokkur sigling á flokki fólksins í skoðanakönnunum. Kjósendur sem segjast munu kjósa flokkinn hljóta að spyrja forystufólk hans fyrir kosningar nákvæmlega hvað felst í tillögum flokksins í þessum efnum og áhrifum þeirra á almenning. Flokkurinn þarf að svara því hversu mikið lífeyrir meðaleinstaklings rýrnar við að rífa 90 milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta ári eins og boðað er. Flokkurinn þarf að svara hversu mikið tekjuskattur einstaklings hækkar á hverju ári við framkvæmdina. Nýlega var síðan sett fram nýtt atriði með talsverðum bægslagangi. Þingmaður flokks fólksins vill setja neyðarlög um Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana bankans. Flokkur fólksins hlýtur að skýra fyrir kjósendum nákvæmlega hvernig slík lagasetning eigi að vera. Um nákvæmlega hvað á að setja neyðarlög og við hvaða aðstæður? Gal á torgum um jafn mikilsverð málefni og hér ræðir er óábyrgt. Sá sem lofar slíkum aðgerðum og að afleiðingar þeirra verði farsælar fyrir land og lýð er í besta falli populisti, í versta falli falsspámaður. Ritari þessa pistils hefur ekki dregið af sér í gagnrýni á Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana á hverjum tíma. Einkum hefur höfundur gert athugasemdir við þær röksemdir sem bankinn hefur haft uppi við hverja ákvörðun og mjög misvísandi og ófyndin rök Seðlabankastjóra. Einnig hefur ritari pistilsins gagnrýnt seinagang undanfarandi við vaxtalækkanir. Aldrei hefur þó hvarflað að höfundi að færa vaxtaákvarðanir í hendur stjórnmálamanna hvers tíma með lagasetningu, hvað þá ,,neyðarlögum.” Varist falsspámenn sem gala á torgum! Höfundur skipar annað sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í fyrri pistli minntist greinarhöfundur á stefnu flokks fólksins um að hirða níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju ári inn í framtíðina og rýra með því lífeyri fólks um alla framtíð með því að rýra fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna. Auk þess greiðir launamaður á lífeyrisgreiðslualdri tekjuskatt í hærra þrepi af hærri upphæð en hann greiðir þegar lífeyristaka hefst. Skattahækkun af þessari ráðstöfun gæti numið um hálfri milljón á mann á ári auk þess að viðkomandi myndi síðan bera minni lífeyri úr býtum við starfslok. Það munar um það fyrir hvern og einn. Nú eru þrír dagar til kosninga og nokkur sigling á flokki fólksins í skoðanakönnunum. Kjósendur sem segjast munu kjósa flokkinn hljóta að spyrja forystufólk hans fyrir kosningar nákvæmlega hvað felst í tillögum flokksins í þessum efnum og áhrifum þeirra á almenning. Flokkurinn þarf að svara því hversu mikið lífeyrir meðaleinstaklings rýrnar við að rífa 90 milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta ári eins og boðað er. Flokkurinn þarf að svara hversu mikið tekjuskattur einstaklings hækkar á hverju ári við framkvæmdina. Nýlega var síðan sett fram nýtt atriði með talsverðum bægslagangi. Þingmaður flokks fólksins vill setja neyðarlög um Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana bankans. Flokkur fólksins hlýtur að skýra fyrir kjósendum nákvæmlega hvernig slík lagasetning eigi að vera. Um nákvæmlega hvað á að setja neyðarlög og við hvaða aðstæður? Gal á torgum um jafn mikilsverð málefni og hér ræðir er óábyrgt. Sá sem lofar slíkum aðgerðum og að afleiðingar þeirra verði farsælar fyrir land og lýð er í besta falli populisti, í versta falli falsspámaður. Ritari þessa pistils hefur ekki dregið af sér í gagnrýni á Seðlabanka Íslands vegna vaxtaákvarðana á hverjum tíma. Einkum hefur höfundur gert athugasemdir við þær röksemdir sem bankinn hefur haft uppi við hverja ákvörðun og mjög misvísandi og ófyndin rök Seðlabankastjóra. Einnig hefur ritari pistilsins gagnrýnt seinagang undanfarandi við vaxtalækkanir. Aldrei hefur þó hvarflað að höfundi að færa vaxtaákvarðanir í hendur stjórnmálamanna hvers tíma með lagasetningu, hvað þá ,,neyðarlögum.” Varist falsspámenn sem gala á torgum! Höfundur skipar annað sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun