Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar 25. nóvember 2024 11:04 Rammaáætlun er ein aðalorsök þess að mjög erfiðlega gengur að fá leyfi til að byggja upp græna raforkuframleiðslu. Rammaáætlun, lög nr. 48 frá 2011, er leyfisveitingaferli sem í sinni einföldustu mynd svarar tveimur spurningum, 1) á að nota ákveðið land fyrir græna orku eða 2) friða það. Samkvæmt lögunum er ný verkefnastjórn skipuð á 4 ára fresti. Stysti mögulegi afgreiðslutími rammaáætlunar er því 4 ár. Tölfræðileg samatekt á þriðju rammaáætlun (R3) sem samþykkt var af Alþingi vorið 2022 sýnir hins vegar að meðalafgreiðslutími rammaáætlunar er 16 ár og dæmi er um að verkefni hafi verið þar í 23 ár. Þar við bætist sá tími sem tekur að breyta skipulagi, rannsaka umhverfisáhrif (mat á umhverfisáhrifum), og byggingartími verkefnisins. Afleiðingin er raforkuskortur og tekjutap þjóðarinnar Tafir í leyfisveitingaferlinu hafa valdið því að ekki er byggð ný græn orka. Afleiðingarnar sjást í raforkuskorti undanfarna vetur. Áætlanir eru um að þjóðhagslegur kostnaður sé kominn í um 22-27 milljarða króna nú þegar og ekki sér fyrir endann á orkuskortinum sem gæti varað í mörg ár enn, í 5 ár í viðbót segir Landsnet. Samanlagt tap þjóðarinnar þessi ár gæti því hlaupið á um 82-112 milljörðum króna yfir þennan tíma ef miðað er við þjóðhagslegt tap undanfarinna ára. Til að setja þetta tap í samhengi þá er þetta jafnvirði aflaverðmætis allra frystitogara Íslands í 2 til 3 ár (aflaverðmætið 2023 var 39 milljarðar, heimild: aflafrettir.is). Til að bíta höfuðið af skömminni þá gengur þessi þróun þvert gegn lögbundnum markmiðum um loftslagsmarkmið. Ef þau markmið nást ekki mun þjóðin þurfa að borga sektir þar til þau nást. Sektirnar geta numið 1 til 10 milljörðum á hverju ári (heimild: ræða umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra). Afnema rammaáætlun Það er löngu tímabært að fella rammaáætlun niður, þessa mestu blýhúðun löggjafarinnar, og taka upp einfaldara og skilvirkara kerfi. ESB er með áform um að leyfi til grænnar orku taki ekki lengri tíma en 2 ár. Þá hefur Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor í auðlindafræði sett fram tillögu sem gengur ögn lengra um 1 leyfi fyrir græna orku sem tekur 1 ár að sækja. Rammaáætlun - samantekt: Tekur 16-23 ár að svarar einni spurningu, hvort friða eigi land eða nýta það til grænnar orku. Tefur uppbyggingu grænnar orku um 16-23 ár sem var meðaltími verkefna sem hlutu afgreiðslu í ramma 3. Skerðir réttindi einkaaðila til að nota land sitt til að skapa eigin atvinnu en slík skerðing gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða í bætur á ári hverju. Eykur á friðun lands en í dag er þegar búið að friða um 36% af Íslandi og stefnir í 50%, en á sama tíma er allt fótspor grænnar raforkuframleiðslu um 0.6%. Ekki má nýta friðað land til grænnar raforku. Önnur lög tryggja gæði umhverfisins betur t.d. lög um mat á umhverfisáhrifum. Hvaðan á raforkan að koma? Bent hefur verið á að auðveldara er að byggja orkuver sem notar svarta díselolíu til að framleiða orku heldur en orkuver sem framleiða græna orku. Dæmi er um verkefni sem tók aðeins 2 ár frá hugmynd til framleiðslu raforku (10,8 MW díselorkuver Landsnets, 6 díselvélar). Til samanburðar þá taka verkefni í grænni raforku 20 til 32 ár í núverandi blýhúðuðu kerfi. Hvaðan eiga framtíðarkynslóðir þá að fá raforku ef áratugi tekur að fá leyfi fyrir grænni orku? Er verið að þvinga framtíðar kynslóðir yfir í svarta díselorku? Lokaorð Hér í eina tíð voru vextir ákveðnir af Alþingi með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina. Það verklag er fyrir löngu aflagt. Er ekki kominn tími til að færa græna raforku frá Alþingi með því að fella niður rammaáætlun og afnema þannig mestu blýhúðun löggjafarinnar til að koma í veg fyrir stórtjón þjóðarinnar og loftslagsslys? Höfundur er framkvæmdastjóri StormOrku ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Vindorka Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Rammaáætlun er ein aðalorsök þess að mjög erfiðlega gengur að fá leyfi til að byggja upp græna raforkuframleiðslu. Rammaáætlun, lög nr. 48 frá 2011, er leyfisveitingaferli sem í sinni einföldustu mynd svarar tveimur spurningum, 1) á að nota ákveðið land fyrir græna orku eða 2) friða það. Samkvæmt lögunum er ný verkefnastjórn skipuð á 4 ára fresti. Stysti mögulegi afgreiðslutími rammaáætlunar er því 4 ár. Tölfræðileg samatekt á þriðju rammaáætlun (R3) sem samþykkt var af Alþingi vorið 2022 sýnir hins vegar að meðalafgreiðslutími rammaáætlunar er 16 ár og dæmi er um að verkefni hafi verið þar í 23 ár. Þar við bætist sá tími sem tekur að breyta skipulagi, rannsaka umhverfisáhrif (mat á umhverfisáhrifum), og byggingartími verkefnisins. Afleiðingin er raforkuskortur og tekjutap þjóðarinnar Tafir í leyfisveitingaferlinu hafa valdið því að ekki er byggð ný græn orka. Afleiðingarnar sjást í raforkuskorti undanfarna vetur. Áætlanir eru um að þjóðhagslegur kostnaður sé kominn í um 22-27 milljarða króna nú þegar og ekki sér fyrir endann á orkuskortinum sem gæti varað í mörg ár enn, í 5 ár í viðbót segir Landsnet. Samanlagt tap þjóðarinnar þessi ár gæti því hlaupið á um 82-112 milljörðum króna yfir þennan tíma ef miðað er við þjóðhagslegt tap undanfarinna ára. Til að setja þetta tap í samhengi þá er þetta jafnvirði aflaverðmætis allra frystitogara Íslands í 2 til 3 ár (aflaverðmætið 2023 var 39 milljarðar, heimild: aflafrettir.is). Til að bíta höfuðið af skömminni þá gengur þessi þróun þvert gegn lögbundnum markmiðum um loftslagsmarkmið. Ef þau markmið nást ekki mun þjóðin þurfa að borga sektir þar til þau nást. Sektirnar geta numið 1 til 10 milljörðum á hverju ári (heimild: ræða umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra). Afnema rammaáætlun Það er löngu tímabært að fella rammaáætlun niður, þessa mestu blýhúðun löggjafarinnar, og taka upp einfaldara og skilvirkara kerfi. ESB er með áform um að leyfi til grænnar orku taki ekki lengri tíma en 2 ár. Þá hefur Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor í auðlindafræði sett fram tillögu sem gengur ögn lengra um 1 leyfi fyrir græna orku sem tekur 1 ár að sækja. Rammaáætlun - samantekt: Tekur 16-23 ár að svarar einni spurningu, hvort friða eigi land eða nýta það til grænnar orku. Tefur uppbyggingu grænnar orku um 16-23 ár sem var meðaltími verkefna sem hlutu afgreiðslu í ramma 3. Skerðir réttindi einkaaðila til að nota land sitt til að skapa eigin atvinnu en slík skerðing gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða í bætur á ári hverju. Eykur á friðun lands en í dag er þegar búið að friða um 36% af Íslandi og stefnir í 50%, en á sama tíma er allt fótspor grænnar raforkuframleiðslu um 0.6%. Ekki má nýta friðað land til grænnar raforku. Önnur lög tryggja gæði umhverfisins betur t.d. lög um mat á umhverfisáhrifum. Hvaðan á raforkan að koma? Bent hefur verið á að auðveldara er að byggja orkuver sem notar svarta díselolíu til að framleiða orku heldur en orkuver sem framleiða græna orku. Dæmi er um verkefni sem tók aðeins 2 ár frá hugmynd til framleiðslu raforku (10,8 MW díselorkuver Landsnets, 6 díselvélar). Til samanburðar þá taka verkefni í grænni raforku 20 til 32 ár í núverandi blýhúðuðu kerfi. Hvaðan eiga framtíðarkynslóðir þá að fá raforku ef áratugi tekur að fá leyfi fyrir grænni orku? Er verið að þvinga framtíðar kynslóðir yfir í svarta díselorku? Lokaorð Hér í eina tíð voru vextir ákveðnir af Alþingi með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina. Það verklag er fyrir löngu aflagt. Er ekki kominn tími til að færa græna raforku frá Alþingi með því að fella niður rammaáætlun og afnema þannig mestu blýhúðun löggjafarinnar til að koma í veg fyrir stórtjón þjóðarinnar og loftslagsslys? Höfundur er framkvæmdastjóri StormOrku ehf.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun