Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir og Jóhann Páll Jóhannsson skrifa 24. nóvember 2024 13:02 Ójöfnuður milli kynslóða fer vaxandi á Íslandi og hagvöxtur undanfarinna ára hefur dreifst ójafnt milli aldurshópa. Kaupmáttur meðaltals ráðstöfunartekna hjá fólki á aldrinum 30-39 ára er sá sami í dag og hann var fyrir 20 árum meðan kaupmáttur hefur aukist umtalsvert hjá öðrum aldurshópum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá Visku stéttarfélagi. Það er orðið alltof dýrt fyrir fjölskyldufólk að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Tækifæri ungs fólks til þess að eignast þak yfir höfuðið ráðast í auknum mæli af því hve mikinn fjárstuðning foreldrar geta veitt. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta, fáum við til þess traust í alþingiskosningum 30. nóvember og út á þetta gengur Framkvæmdaplanið okkar í húsnæðis- og kjaramálum. Lægri vextir Vaxtabyrði yngri kynslóða hefur hækkað margfalt hraðar en annarra aldurshópa á undanförnum árum. Árið 2019 greiddu 13% einstaklinga undir fertugu meira en fimmtung af ráðstöfunartekjum sínum í vexti en í fyrra var hlutfallið komið upp í 21%. Til samanburðar hækkaði þetta hlutfall hjá öðrum aldurshópum úr 11% upp í 14% á sama tímabili. Lykillinn að hraðri lækkun vaxta er aukin festa í ríkisfjármálum. Þar leggur Samfylking áherslu á að lögfest verði stöðugleikaregla um jafnvægi tekna og rekstrarútgjalda með tilliti til hagsveiflunnar, að dregið verði markvisst úr sóun í opinberum framkvæmdum og tekjustofnar styrktir með sanngjörnum auðlindagjöldum og auknu jafnræði í skattheimtu. Við erum ósammála þeim stjórnmálaflokkum sem vilja að ríkasta 1 prósentið á Íslandi greiði miklu lægra skatthlutfall en millistéttin. Með ábyrgri ríkisfjármálastefnu getum við endurheimt traust til hagstjórnar á Íslandi og stutt við lækkun vaxta. Kosningaloforð hægriflokkanna um stórfellda lækkun skatta í þágu tekjuhæstu hópanna gætu hins vegar hægt á vaxtalækkunarferlinu. Bráðaaðgerðir og kerfisbreytingar á húsnæðismarkaði Til að bæta stöðu yngri hópanna á húsnæðismarkaði þarf að vinna hratt á því stórkostlega ójafnvægi sem hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar. Samfylkingin boðar bráðaaðgerðir til að ýta undir að íbúðir nýtist til búsetu frekar en skammtímaleigu til ferðamanna og liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingarhúsa og breytingu vannýtts atvinnuhúsnæðis í vandaðar íbúðir. Með þessu er hægt að auka framboð á húsnæðismarkaði talsvert meira á næstu tveimur árum en áætlanir stjórnvalda hafa gert ráð fyrir og þannig temprum við fasteigna- og leiguverð. Til lengri tíma þarf fleira að koma til svo húsnæðismarkaðurinn færist í betra horf. Þar boðar Samfylkingin nýja nálgun í skipulagsmálum, aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum, aukinn stuðning við leigjendur og óhagnaðardrifin íbúðafélög og skilvirkara fyrirkomulag lána til fyrstu kaupenda. Nýtt fæðingarorlofskerfi og sáttmáli um leikskólastigið Ungt fólk á að geta eignast börn án þess að búa við lamandi afkomukvíða. Plan Samfylkingarinnar fyrir barnafólk er þríþætt. Í fyrsta lagi viljum við lögfesta rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum. Á Íslandi hefur skort lagaumgjörð og samkomulag um fjármögnun leikskólastigsins og ungbarnafjölskyldur í öllum stærri sveitarfélögum bera hallann af því. Úr þessu þarf að bæta og það kallar á að lög um tekjustofna sveitarfélaga verði endurskoðuð þannig að gert sé ráð fyrir rekstri leikskóla sem lögbundins og fjármagnaðs verkefnis sveitarfélaga. Í öðru lagi boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi til að tryggja betur afkomuöryggi foreldra, draga markvisst úr tekjumissi foreldra á fæðingarári barns og vernda heilsu móður og barns. Um átta meginatriði nýja kerfisins má lesa hér. Í þriðja lagi mun Samfylkingin koma þróun barnabóta í fastari skorður þannig að þær hækki árlega til jafns við hækkun þrepamarka í tekjuskattskerfinu og skerðingarmörk uppfærist þannig að fjöldi heimila sem fá stuðning haldist stöðugur. Langtímasýn um dýnamískara hagkerfi Til lengri tíma skiptir miklu að mótuð verði atvinnustefna fyrir Ísland með áherslu á háframleiðnistörf. Á undanförnum árum hefur hagvöxtur að miklu leyti verið drifinn áfram af vinnuaflsfrekum greinum og mikilli fólksfjölgun. Unga fólkið hefur streymt í háskólanám en hagkerfið ekki skapað tækifæri í takt við menntun þess. Um leið er hlutfall fólks í iðnnámi hérlendis með því lægsta í þróuðum ríkjum. Til að bæta úr þessu þurfum við að halda áfram að byggja upp sterkt og samkeppnishæft menntakerfi og móta virka atvinnustefnu á Íslandi sem miðar að aukinni framleiðni og auknum hagvexti á mann. Sterk Samfylking er forsenda þessara breytinga Til að þessi framtíðarsýn verði að veruleika verður Samfylkingin að fá sterka kosningu þann 30. nóvember. Hægriflokkarnir boða nú stórfelldar skattalækkanir fyrir ríkasta fólkið á Íslandi og vilja dæla peningum út í hagkerfið með því að gefa banka. Það er öruggasta leiðin til að auka á hallareksturinn, hleypa verðbólgunni aftur af stað og setja vaxtalækkunarferlið í uppnám. Með plani Samfylkingarinnar náum við niður vöxtum, höldum verðbólgu í skefjum og sköpum svigrúm í hagkerfinu til að bæta opinbera þjónustu og efla stuðningskerfi barnafólks. Þannig stöndum við með ungu fólki og fjölskyldum. Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Húsnæðismál Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ójöfnuður milli kynslóða fer vaxandi á Íslandi og hagvöxtur undanfarinna ára hefur dreifst ójafnt milli aldurshópa. Kaupmáttur meðaltals ráðstöfunartekna hjá fólki á aldrinum 30-39 ára er sá sami í dag og hann var fyrir 20 árum meðan kaupmáttur hefur aukist umtalsvert hjá öðrum aldurshópum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá Visku stéttarfélagi. Það er orðið alltof dýrt fyrir fjölskyldufólk að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Tækifæri ungs fólks til þess að eignast þak yfir höfuðið ráðast í auknum mæli af því hve mikinn fjárstuðning foreldrar geta veitt. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta, fáum við til þess traust í alþingiskosningum 30. nóvember og út á þetta gengur Framkvæmdaplanið okkar í húsnæðis- og kjaramálum. Lægri vextir Vaxtabyrði yngri kynslóða hefur hækkað margfalt hraðar en annarra aldurshópa á undanförnum árum. Árið 2019 greiddu 13% einstaklinga undir fertugu meira en fimmtung af ráðstöfunartekjum sínum í vexti en í fyrra var hlutfallið komið upp í 21%. Til samanburðar hækkaði þetta hlutfall hjá öðrum aldurshópum úr 11% upp í 14% á sama tímabili. Lykillinn að hraðri lækkun vaxta er aukin festa í ríkisfjármálum. Þar leggur Samfylking áherslu á að lögfest verði stöðugleikaregla um jafnvægi tekna og rekstrarútgjalda með tilliti til hagsveiflunnar, að dregið verði markvisst úr sóun í opinberum framkvæmdum og tekjustofnar styrktir með sanngjörnum auðlindagjöldum og auknu jafnræði í skattheimtu. Við erum ósammála þeim stjórnmálaflokkum sem vilja að ríkasta 1 prósentið á Íslandi greiði miklu lægra skatthlutfall en millistéttin. Með ábyrgri ríkisfjármálastefnu getum við endurheimt traust til hagstjórnar á Íslandi og stutt við lækkun vaxta. Kosningaloforð hægriflokkanna um stórfellda lækkun skatta í þágu tekjuhæstu hópanna gætu hins vegar hægt á vaxtalækkunarferlinu. Bráðaaðgerðir og kerfisbreytingar á húsnæðismarkaði Til að bæta stöðu yngri hópanna á húsnæðismarkaði þarf að vinna hratt á því stórkostlega ójafnvægi sem hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar. Samfylkingin boðar bráðaaðgerðir til að ýta undir að íbúðir nýtist til búsetu frekar en skammtímaleigu til ferðamanna og liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingarhúsa og breytingu vannýtts atvinnuhúsnæðis í vandaðar íbúðir. Með þessu er hægt að auka framboð á húsnæðismarkaði talsvert meira á næstu tveimur árum en áætlanir stjórnvalda hafa gert ráð fyrir og þannig temprum við fasteigna- og leiguverð. Til lengri tíma þarf fleira að koma til svo húsnæðismarkaðurinn færist í betra horf. Þar boðar Samfylkingin nýja nálgun í skipulagsmálum, aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum, aukinn stuðning við leigjendur og óhagnaðardrifin íbúðafélög og skilvirkara fyrirkomulag lána til fyrstu kaupenda. Nýtt fæðingarorlofskerfi og sáttmáli um leikskólastigið Ungt fólk á að geta eignast börn án þess að búa við lamandi afkomukvíða. Plan Samfylkingarinnar fyrir barnafólk er þríþætt. Í fyrsta lagi viljum við lögfesta rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum. Á Íslandi hefur skort lagaumgjörð og samkomulag um fjármögnun leikskólastigsins og ungbarnafjölskyldur í öllum stærri sveitarfélögum bera hallann af því. Úr þessu þarf að bæta og það kallar á að lög um tekjustofna sveitarfélaga verði endurskoðuð þannig að gert sé ráð fyrir rekstri leikskóla sem lögbundins og fjármagnaðs verkefnis sveitarfélaga. Í öðru lagi boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi til að tryggja betur afkomuöryggi foreldra, draga markvisst úr tekjumissi foreldra á fæðingarári barns og vernda heilsu móður og barns. Um átta meginatriði nýja kerfisins má lesa hér. Í þriðja lagi mun Samfylkingin koma þróun barnabóta í fastari skorður þannig að þær hækki árlega til jafns við hækkun þrepamarka í tekjuskattskerfinu og skerðingarmörk uppfærist þannig að fjöldi heimila sem fá stuðning haldist stöðugur. Langtímasýn um dýnamískara hagkerfi Til lengri tíma skiptir miklu að mótuð verði atvinnustefna fyrir Ísland með áherslu á háframleiðnistörf. Á undanförnum árum hefur hagvöxtur að miklu leyti verið drifinn áfram af vinnuaflsfrekum greinum og mikilli fólksfjölgun. Unga fólkið hefur streymt í háskólanám en hagkerfið ekki skapað tækifæri í takt við menntun þess. Um leið er hlutfall fólks í iðnnámi hérlendis með því lægsta í þróuðum ríkjum. Til að bæta úr þessu þurfum við að halda áfram að byggja upp sterkt og samkeppnishæft menntakerfi og móta virka atvinnustefnu á Íslandi sem miðar að aukinni framleiðni og auknum hagvexti á mann. Sterk Samfylking er forsenda þessara breytinga Til að þessi framtíðarsýn verði að veruleika verður Samfylkingin að fá sterka kosningu þann 30. nóvember. Hægriflokkarnir boða nú stórfelldar skattalækkanir fyrir ríkasta fólkið á Íslandi og vilja dæla peningum út í hagkerfið með því að gefa banka. Það er öruggasta leiðin til að auka á hallareksturinn, hleypa verðbólgunni aftur af stað og setja vaxtalækkunarferlið í uppnám. Með plani Samfylkingarinnar náum við niður vöxtum, höldum verðbólgu í skefjum og sköpum svigrúm í hagkerfinu til að bæta opinbera þjónustu og efla stuðningskerfi barnafólks. Þannig stöndum við með ungu fólki og fjölskyldum. Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun