Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. nóvember 2024 12:17 Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Ívar Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. Skoðanakannanir Gallup og Prósents sem komu út í gær benda til nokkuð ólíkra niðurstaðna að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings. Fylgið sé að taka á sig loka mynd og mikið þurfi að koma til svo að drastískar breytingar verði á kjördag. „Sérstaklega á milli kannanna fyrirtækja. Það er stundum svolítið mikill munur á milli þeirra en ef maður skoðar kannanirnar hverjar fyrir sig innbyrðis þá er þetta örfárra prósenta flökt, sem við erum að sjá hjá einstaka flokkum, grófa myndin er að festa sig í sess.“ Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð Samfylkingin og Viðreisn virðast ætla bera sigur úr býtum en að mati Eiríks er ómögulegt að lesa úr könnunum hvor flokkurinn sé stærri. Viðreisn mældist stærri í skoðanakönnun Prósents þar sem Samfylkingin missti þó nokkuð fylgi en á sama tíma mældist Samfylkingin stærri í könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með sextán prósent fylgi í skoðanakönnun Gallup og 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents sem komu út í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 14,6 prósent fylgi í könnun Maskínu sem kom út á miðvikudag. „Það segir okkur að við vitum bara hreinlega ekki almennilega hvar fylgi Sjálfstæðisflokksins er. Það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér að Sjálfstæðisflokkurinn, liggi svo lágt, jafnvel þó að við tökum könnun sem veitir honum mest fylgi þá er þetta gífurlegt afhroð flokksins.“ Mest spennandi kosningar í háa herrans tíð Hann segir það sama gilda um alla stjórnarflokkana og að fróðlegt sé að fjórir flokkar berjist í raun fyrir lífi sínu í fallbaráttu. Sem dæmi mælast Vinstri grænir stöðugt út af þingi og hafa ekki náð yfir fimm prósent þröskuldinn í könnunum síðan að kosningabaráttan hófst. „Framsóknarflokkurinn, það eru kannanir sem sýna hann í bókstaflega í lífshættu og þetta er þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana. Spennan er lang mest þarna í fallbaráttunni. Þú ert með Pírata sem eru að sveiflast um og undir þröskuld. Sósíalistar mælast yfirleitt ofar þröskuldi og það er auðvitað áhugavert þá kæmi nýr flokkur inn á Alþingi og það er alltaf tíðindi í slíku. Þetta eru nú kannski mest spennandi kosningar í mjög langa tíð hjá okkur. Þetta stefnir í sögulega kosningar á Íslandi, um margt. Til að mynda þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana, líka hversu margir eru raunverulega í fallhættu.“ Hann tekur fram að það séu söguleg tíðindi að tveir af hinum svo kallaða fjórflokki séu nú í fallbaráttu sem hafi áður verið taldir til kjölfestu í íslenskum stjórnmálum. „Vinstri Græn og Framsókn eru báðir í fallbaráttunni og það væri auðvitað bara umturnun á flokkakerfinu ef þeir færu báðir út.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira
Skoðanakannanir Gallup og Prósents sem komu út í gær benda til nokkuð ólíkra niðurstaðna að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings. Fylgið sé að taka á sig loka mynd og mikið þurfi að koma til svo að drastískar breytingar verði á kjördag. „Sérstaklega á milli kannanna fyrirtækja. Það er stundum svolítið mikill munur á milli þeirra en ef maður skoðar kannanirnar hverjar fyrir sig innbyrðis þá er þetta örfárra prósenta flökt, sem við erum að sjá hjá einstaka flokkum, grófa myndin er að festa sig í sess.“ Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð Samfylkingin og Viðreisn virðast ætla bera sigur úr býtum en að mati Eiríks er ómögulegt að lesa úr könnunum hvor flokkurinn sé stærri. Viðreisn mældist stærri í skoðanakönnun Prósents þar sem Samfylkingin missti þó nokkuð fylgi en á sama tíma mældist Samfylkingin stærri í könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með sextán prósent fylgi í skoðanakönnun Gallup og 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents sem komu út í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 14,6 prósent fylgi í könnun Maskínu sem kom út á miðvikudag. „Það segir okkur að við vitum bara hreinlega ekki almennilega hvar fylgi Sjálfstæðisflokksins er. Það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér að Sjálfstæðisflokkurinn, liggi svo lágt, jafnvel þó að við tökum könnun sem veitir honum mest fylgi þá er þetta gífurlegt afhroð flokksins.“ Mest spennandi kosningar í háa herrans tíð Hann segir það sama gilda um alla stjórnarflokkana og að fróðlegt sé að fjórir flokkar berjist í raun fyrir lífi sínu í fallbaráttu. Sem dæmi mælast Vinstri grænir stöðugt út af þingi og hafa ekki náð yfir fimm prósent þröskuldinn í könnunum síðan að kosningabaráttan hófst. „Framsóknarflokkurinn, það eru kannanir sem sýna hann í bókstaflega í lífshættu og þetta er þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana. Spennan er lang mest þarna í fallbaráttunni. Þú ert með Pírata sem eru að sveiflast um og undir þröskuld. Sósíalistar mælast yfirleitt ofar þröskuldi og það er auðvitað áhugavert þá kæmi nýr flokkur inn á Alþingi og það er alltaf tíðindi í slíku. Þetta eru nú kannski mest spennandi kosningar í mjög langa tíð hjá okkur. Þetta stefnir í sögulega kosningar á Íslandi, um margt. Til að mynda þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana, líka hversu margir eru raunverulega í fallhættu.“ Hann tekur fram að það séu söguleg tíðindi að tveir af hinum svo kallaða fjórflokki séu nú í fallbaráttu sem hafi áður verið taldir til kjölfestu í íslenskum stjórnmálum. „Vinstri Græn og Framsókn eru báðir í fallbaráttunni og það væri auðvitað bara umturnun á flokkakerfinu ef þeir færu báðir út.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira