Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:02 Kvennamorð eru hrottalegasta og grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og stúlkum og bein afleiðing kynjamismununar, kynbundins ofbeldis og úreltra hugmynda um kynhlutverk. Í fyrra voru að minnsta kosti 51.100 konur myrtar af maka eða nákomnum ættingja, ein kona á tíu mínútna fresti. Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland. Árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Árið 2022 var kona drepin á 11 mínútna fresti. Árið 2021 var kona drepin á 12 mínútna fresti. Hvað eru kvennamorð, kunna sum að spyrja sig? Kvennamorð eru morð framin í nánum samböndum, nauðgunarmorð, heiðursmorð, morð framin vegna heimanmundar, morð á konum sem sakaðar eru um galdra, morð og pyntingar á konum á átakasvæðum (samanber Mjanmar og Sýrland), morð á þolendum mansals og konum í vændi. Í Evrópu er gerandinn í 64% tilfella einstaklingur sem tengist konunni fjölskylduböndum, til dæmis maki eða náinn ættingi. Oftast er líkamlegt, andlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi undanfari kvennamorða. Ungar stúlkur eru í sérstökum áhættuhópi þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. Ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum á heimsvísu hefur verið beitt líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi fyrir 19 ára aldur. Ný skýrsla á vegum UN Women og UNODC, Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, um kvennamorð sem framin voru árið 2023 sýnir að af þeim 85.000 konum sem myrtar voru af ásettu ráði, voru 60% myrtar af maka eða öðrum nánum ættingja (föður, móður, frændum eða bræðrum), alls 51.100 konur. Gögn frá þremur ríkjum – Frakklandi, Suður-Afríku og Kólumbíu – sýna að marktækur hluti kvenna sem myrtar voru af maka (22-37%) höfðu áður tilkynnt heimilisofbeldi til yfirvalda. Þetta bendir til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða fjölda kvenna ef úrræðum á borð við nálgunarbann hefði verið beitt strax í upphafi. Aðstæður þar sem ofbeldi í nánum samböndum getur endað með kvennamorði hafa verið rannsakaðar af afbrotafræðingum. Þær rannsóknir sýna að saga um heimilisofbeldi, hótanir um ofbeldi og yfirvofandi sambandsslit eru talin til áhættuþátta. Þó viðvörunarbjöllurnar klingi lágt í fyrstu, fer hljómur þeirra stigmagnandi þar til afleiðingar ofbeldisins verða með öllu óafturkræfar. Það er á okkar ábyrgð sem samfélags að leggja við hlustir þegar viðvörunarbjöllurnar fara af stað og bregðast strax við. Ein kona er drepin af hendi maka eða náins ættingja á 10 mínútna fresti. Þetta er ekki aðeins sorgleg tölfræðileg staðreynd, þetta eru líf sem hægt hefði verið að bjarga ef kynbundið ofbeldi fengi ekki að viðgangast um allan heim eins og það hefur gert hingað til. 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Alþjóðleg yfirskrift 16 daga átaksins í ár er Every 10 Minutes, a woman is killed.#NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women. Nú er tími til að sameinast í eitt skipti fyrir öll um það að kynbundið ofbeldi fái ekki að þrífast lengur! Ég hvet öll til að mæta í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í dag klukkan 17:00 og sýna þannig samstöðu í verki. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Kvennamorð eru hrottalegasta og grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og stúlkum og bein afleiðing kynjamismununar, kynbundins ofbeldis og úreltra hugmynda um kynhlutverk. Í fyrra voru að minnsta kosti 51.100 konur myrtar af maka eða nákomnum ættingja, ein kona á tíu mínútna fresti. Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland. Árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Árið 2022 var kona drepin á 11 mínútna fresti. Árið 2021 var kona drepin á 12 mínútna fresti. Hvað eru kvennamorð, kunna sum að spyrja sig? Kvennamorð eru morð framin í nánum samböndum, nauðgunarmorð, heiðursmorð, morð framin vegna heimanmundar, morð á konum sem sakaðar eru um galdra, morð og pyntingar á konum á átakasvæðum (samanber Mjanmar og Sýrland), morð á þolendum mansals og konum í vændi. Í Evrópu er gerandinn í 64% tilfella einstaklingur sem tengist konunni fjölskylduböndum, til dæmis maki eða náinn ættingi. Oftast er líkamlegt, andlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi undanfari kvennamorða. Ungar stúlkur eru í sérstökum áhættuhópi þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. Ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum á heimsvísu hefur verið beitt líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi fyrir 19 ára aldur. Ný skýrsla á vegum UN Women og UNODC, Fíkniefna- og sakamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, um kvennamorð sem framin voru árið 2023 sýnir að af þeim 85.000 konum sem myrtar voru af ásettu ráði, voru 60% myrtar af maka eða öðrum nánum ættingja (föður, móður, frændum eða bræðrum), alls 51.100 konur. Gögn frá þremur ríkjum – Frakklandi, Suður-Afríku og Kólumbíu – sýna að marktækur hluti kvenna sem myrtar voru af maka (22-37%) höfðu áður tilkynnt heimilisofbeldi til yfirvalda. Þetta bendir til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða fjölda kvenna ef úrræðum á borð við nálgunarbann hefði verið beitt strax í upphafi. Aðstæður þar sem ofbeldi í nánum samböndum getur endað með kvennamorði hafa verið rannsakaðar af afbrotafræðingum. Þær rannsóknir sýna að saga um heimilisofbeldi, hótanir um ofbeldi og yfirvofandi sambandsslit eru talin til áhættuþátta. Þó viðvörunarbjöllurnar klingi lágt í fyrstu, fer hljómur þeirra stigmagnandi þar til afleiðingar ofbeldisins verða með öllu óafturkræfar. Það er á okkar ábyrgð sem samfélags að leggja við hlustir þegar viðvörunarbjöllurnar fara af stað og bregðast strax við. Ein kona er drepin af hendi maka eða náins ættingja á 10 mínútna fresti. Þetta er ekki aðeins sorgleg tölfræðileg staðreynd, þetta eru líf sem hægt hefði verið að bjarga ef kynbundið ofbeldi fengi ekki að viðgangast um allan heim eins og það hefur gert hingað til. 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Alþjóðleg yfirskrift 16 daga átaksins í ár er Every 10 Minutes, a woman is killed.#NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women. Nú er tími til að sameinast í eitt skipti fyrir öll um það að kynbundið ofbeldi fái ekki að þrífast lengur! Ég hvet öll til að mæta í Ljósagöngu UN Women á Íslandi í dag klukkan 17:00 og sýna þannig samstöðu í verki. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar