Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 16:32 Mark Warner er leiðtogi leyniþjónustumálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og fyrrverandi forsetjóri fjarskiptafyrirtækis. Getty/Kent Nishimura Njósnaherferð og tölvuárásir yfirvalda í Kína er versta árás á samskiptakerfi Bandaríkjanna í sögu ríkisins, samkvæmt bandarískum öldungadeildarþingmanni. Hann segir kínverska hakkara hafa komist inn í tölvukerfi á annan tug fjarskiptafyrirtækja í Bandaríkjunum. Í viðtali við Washington Post segir Mark Warner að kínverskir hakkarar, sem tengist hópi sem kallaður er „Salt Typhoon“ hafi getað hlustað á símtöl í Bandaríkjunum í rauntíma og notað sér velvild starfsmanna fjarskiptafyrirtækja til að komast úr kerfi einu samskiptafyrirtækis í annað. Fregnir hafa borist af því að hakkararnir hafi í það minnsta reynt að hlusta á símtöl Donalds Trump og JD Vance, verðandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna, auk annarra stjórnmálamanna. Warner, sem er Demókrati og formaður leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, segir að hakkararnir hafi hreiðrað um sig í umræddum kerfum og enn hafi ekki tekist að loka á þá, þrátt fyrir að starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi orðið varir við hakkarana í september. „Dyrnar að hlöðunni eru enn galopnar, eða í það minnsta vel opnar.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Sjá einnig: Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Yfirvöld í Peking hafna öllum ásökunum sem þessum um tölvuárásir. Enn ein „versta“ árásin Warner segir að umfang árása kínversku hakkaranna hafa komið sér í opna skjöldu. Enn er verið að reyna að varpa ljósi á það hvernig þeir komust inn í kerfi fjarskiptafyrirtækjanna og hvaða gögnum þeir hafa náð þaðan. Eftir að upp komst um þá, hættu hakkaranir að gægjast í kerfin og sækja þaðan gögn og er það sagt hafa gert sérfræðingum erfitt með að ná utan um umfang aðgerða hakkaranna. Warner segir ljóst að ekki sé enn ljóst að fullu hvaða kerfi hakkararnir komust inn í og hve djúpt þeir komust, ef svo má segja. Hins vegar sé ljóst að árásin sé gífurlega alvarleg og segir Warner að hún sé mun alvarlegri en bæði Colonial Pipeline árásin og Solarwind árásin. Vitað er til þess að fyrirtæki eins og AT&T, Verizon og T-Mobile hafi orðið fyrir barðinu á hökkurunum. Warner segir öll stærstu fjarskiptafyrirtækin hafa verið skotmörk þeirra og að þau séu á annan tug. Þá segir þingmaðurinn að það hve gamlir sumir hluta fjarskiptakerfis Bandaríkjanna séu, sé kerfið sérstaklega viðkvæmt fyrir árásum sem þessum. Bandaríkin Tölvuárásir Kína Donald Trump Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Í viðtali við Washington Post segir Mark Warner að kínverskir hakkarar, sem tengist hópi sem kallaður er „Salt Typhoon“ hafi getað hlustað á símtöl í Bandaríkjunum í rauntíma og notað sér velvild starfsmanna fjarskiptafyrirtækja til að komast úr kerfi einu samskiptafyrirtækis í annað. Fregnir hafa borist af því að hakkararnir hafi í það minnsta reynt að hlusta á símtöl Donalds Trump og JD Vance, verðandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna, auk annarra stjórnmálamanna. Warner, sem er Demókrati og formaður leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, segir að hakkararnir hafi hreiðrað um sig í umræddum kerfum og enn hafi ekki tekist að loka á þá, þrátt fyrir að starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi orðið varir við hakkarana í september. „Dyrnar að hlöðunni eru enn galopnar, eða í það minnsta vel opnar.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa einnig lengi kvartað yfir ítrekuðum tölvuárásum kínverskra hakkara gegn stofnunum, rannsóknarstofum og fyrirtækjum, með því markmiði að koma gögnum yfir alls konar upplýsingar og þá sérstaklega upplýsingar um nýja tækni. Sjá einnig: Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kínverja Þá hafa Bandaríkjamenn einnig sakað Kínverja um árásir á mikilvæga innvið í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Yfirvöld í Peking hafna öllum ásökunum sem þessum um tölvuárásir. Enn ein „versta“ árásin Warner segir að umfang árása kínversku hakkaranna hafa komið sér í opna skjöldu. Enn er verið að reyna að varpa ljósi á það hvernig þeir komust inn í kerfi fjarskiptafyrirtækjanna og hvaða gögnum þeir hafa náð þaðan. Eftir að upp komst um þá, hættu hakkaranir að gægjast í kerfin og sækja þaðan gögn og er það sagt hafa gert sérfræðingum erfitt með að ná utan um umfang aðgerða hakkaranna. Warner segir ljóst að ekki sé enn ljóst að fullu hvaða kerfi hakkararnir komust inn í og hve djúpt þeir komust, ef svo má segja. Hins vegar sé ljóst að árásin sé gífurlega alvarleg og segir Warner að hún sé mun alvarlegri en bæði Colonial Pipeline árásin og Solarwind árásin. Vitað er til þess að fyrirtæki eins og AT&T, Verizon og T-Mobile hafi orðið fyrir barðinu á hökkurunum. Warner segir öll stærstu fjarskiptafyrirtækin hafa verið skotmörk þeirra og að þau séu á annan tug. Þá segir þingmaðurinn að það hve gamlir sumir hluta fjarskiptakerfis Bandaríkjanna séu, sé kerfið sérstaklega viðkvæmt fyrir árásum sem þessum.
Bandaríkin Tölvuárásir Kína Donald Trump Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira