Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson, Jónína Guðmundsdóttir og Karl Andreassen skrifa 22. nóvember 2024 16:33 Staða innviða á Íslandi kallar á tafarlausar aðgerðir. Forgangsraða þarf fjárfestingum í innviðum og tryggja fyrirsjáanleika í framkvæmdum til að mæta þörfum atvinnulífsins og samfélagsins. Samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand og framtíðarhorfur innviða hefur ófullnægjandi fjárfesting leitt til umfangsmikillar viðhaldsskuldar, sem metin er á 420 milljarða króna. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að bæta stöðu innviða svo að unnt verði að styðja við fjölbreytta verðmætasköpun og auka samkeppnishæfni landsins. Könnun meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sýnir að heilt yfir bera stjórnendur verktakafyrirtækja lítið traust til áforma stjórnvalda um innviða- og húsnæðisuppbyggingu eða 71% þeirra. 53% stjórnendanna segjast bera mjög lítið traust til fyrirheita stjórnvalda og 18% lítið. Tryggja þarf betri eftirfylgni með áformum stjórnvalda en áætlanir þeirra hafa oft ekki gengið eftir. Samgönguáætlun er dæmi um það en nú um stundir er engin fimm ára aðgerðaráætlun í gildi og Vegagerðin hefur ekki boðið út stórt verkefni í rúmt ár. Þetta hefur dregið úr trúverðugleika. Eins má nefna að Útboðsþing SI, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka innviðaverktaka, fer fram í upphafi hvers árs þar sem opinberir verkkaupar kynna áform ársins. Undanfarin ár hefur komið í ljós að mikill munur er á þeim áformum sem kynnt eru og þeim verkefnum sem raunverulega fara af stað. Einungis helmingur fyrirheita um útboð sem gefin voru í upphafi árs 2023 voru efnd. Á nýju kjörtímabili þarf einnig að ráðast í það verkefni að móta bætta umgjörð innviðauppbyggingar en slík vinna mun leiða til sparnaðar fyrir skattgreiðendur. Stjórnendur verktakafyrirtækja segja að ófyrirsjáanleiki og sveiflur í opinberum innviðaframkvæmdum hafa aukið kostnað verulega. 91% stjórnenda telja að með bættum fyrirsjáanleika gætu þeir boðið allt að 11% lægra verð í opinber útboð. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir ef litið er til þess að heildarfjárfestingar í innviðum hins opinbera eru áætlaðar 175 milljarða króna í ár. 11% lækkun á þeim kostnaði væri 19 milljarða króna sparnaður sem jafngildir byggingu einnar Ölfusárbrúar á ári. Miklar og ófyrirséðar sveiflur í umfangi framkvæmda milli ára gera verktakafyrirtækjum einnig erfitt fyrir þegar kemur að áætlanagerð og skipulagningu verkefna fram í tímann. 88% stjórnenda verktakafyrirtækja nefna að of stuttur undirbúningstími valdi auknum kostnaði við verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera en 9% telja að svo sé ekki. Stjórnendurnir segja að þeir gætu boðið tæplega 10% lægra í opinberar framkvæmdir ef nægur undirbúningstími væri til staðar. Nauðsynlegt er að ný ríkisstjórn móti heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu innviða sem tekur mið af raunverulegri viðhaldsþörf og þjóðhagslegri arðsemi. Verkefni á borð við viðhald þjóðvegakerfisins, sem þarfnast 18 milljarða króna árlega til að halda núverandi kerfi í horfinu, sýna mikilvægi stöðugrar fjármögnunar. Þar fyrir utan þarf fjármagn til nýframkvæmda en aukin umferð samhliða vexti samfélagsins og atvinnuvega kallar á bætta innviði. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á mikilvægi þess að starfsumhverfi mannvirkjagerðar hér á landi sé fyrirsjáanlegt og stöðugt. Því kalla samtökin eftir aukinni skilvirkni í skipulags- og leyfisveitingarferlum, að stefnumörkun sé skýr og að áætlanagerð og fjármögnun til lengri tíma sé tryggð. Hið síðastnefnda er forsenda þess að opinberir verkkaupar geti viðhaft fyrirsjáanleika í framkvæmdum gagnvart markaðnum til að tryggja hagkvæmni. Samtök iðnaðarins hvetja ný stjórnvöld til samvinnu við atvinnulífið til að byggja upp trausta innviði sem eru undirstaða verðmætasköpunar og öflugs hagkerfis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Staða innviða á Íslandi kallar á tafarlausar aðgerðir. Forgangsraða þarf fjárfestingum í innviðum og tryggja fyrirsjáanleika í framkvæmdum til að mæta þörfum atvinnulífsins og samfélagsins. Samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand og framtíðarhorfur innviða hefur ófullnægjandi fjárfesting leitt til umfangsmikillar viðhaldsskuldar, sem metin er á 420 milljarða króna. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að bæta stöðu innviða svo að unnt verði að styðja við fjölbreytta verðmætasköpun og auka samkeppnishæfni landsins. Könnun meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sýnir að heilt yfir bera stjórnendur verktakafyrirtækja lítið traust til áforma stjórnvalda um innviða- og húsnæðisuppbyggingu eða 71% þeirra. 53% stjórnendanna segjast bera mjög lítið traust til fyrirheita stjórnvalda og 18% lítið. Tryggja þarf betri eftirfylgni með áformum stjórnvalda en áætlanir þeirra hafa oft ekki gengið eftir. Samgönguáætlun er dæmi um það en nú um stundir er engin fimm ára aðgerðaráætlun í gildi og Vegagerðin hefur ekki boðið út stórt verkefni í rúmt ár. Þetta hefur dregið úr trúverðugleika. Eins má nefna að Útboðsþing SI, Mannvirkis – félags verktaka og Samtaka innviðaverktaka, fer fram í upphafi hvers árs þar sem opinberir verkkaupar kynna áform ársins. Undanfarin ár hefur komið í ljós að mikill munur er á þeim áformum sem kynnt eru og þeim verkefnum sem raunverulega fara af stað. Einungis helmingur fyrirheita um útboð sem gefin voru í upphafi árs 2023 voru efnd. Á nýju kjörtímabili þarf einnig að ráðast í það verkefni að móta bætta umgjörð innviðauppbyggingar en slík vinna mun leiða til sparnaðar fyrir skattgreiðendur. Stjórnendur verktakafyrirtækja segja að ófyrirsjáanleiki og sveiflur í opinberum innviðaframkvæmdum hafa aukið kostnað verulega. 91% stjórnenda telja að með bættum fyrirsjáanleika gætu þeir boðið allt að 11% lægra verð í opinber útboð. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir ef litið er til þess að heildarfjárfestingar í innviðum hins opinbera eru áætlaðar 175 milljarða króna í ár. 11% lækkun á þeim kostnaði væri 19 milljarða króna sparnaður sem jafngildir byggingu einnar Ölfusárbrúar á ári. Miklar og ófyrirséðar sveiflur í umfangi framkvæmda milli ára gera verktakafyrirtækjum einnig erfitt fyrir þegar kemur að áætlanagerð og skipulagningu verkefna fram í tímann. 88% stjórnenda verktakafyrirtækja nefna að of stuttur undirbúningstími valdi auknum kostnaði við verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera en 9% telja að svo sé ekki. Stjórnendurnir segja að þeir gætu boðið tæplega 10% lægra í opinberar framkvæmdir ef nægur undirbúningstími væri til staðar. Nauðsynlegt er að ný ríkisstjórn móti heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu innviða sem tekur mið af raunverulegri viðhaldsþörf og þjóðhagslegri arðsemi. Verkefni á borð við viðhald þjóðvegakerfisins, sem þarfnast 18 milljarða króna árlega til að halda núverandi kerfi í horfinu, sýna mikilvægi stöðugrar fjármögnunar. Þar fyrir utan þarf fjármagn til nýframkvæmda en aukin umferð samhliða vexti samfélagsins og atvinnuvega kallar á bætta innviði. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á mikilvægi þess að starfsumhverfi mannvirkjagerðar hér á landi sé fyrirsjáanlegt og stöðugt. Því kalla samtökin eftir aukinni skilvirkni í skipulags- og leyfisveitingarferlum, að stefnumörkun sé skýr og að áætlanagerð og fjármögnun til lengri tíma sé tryggð. Hið síðastnefnda er forsenda þess að opinberir verkkaupar geti viðhaft fyrirsjáanleika í framkvæmdum gagnvart markaðnum til að tryggja hagkvæmni. Samtök iðnaðarins hvetja ný stjórnvöld til samvinnu við atvinnulífið til að byggja upp trausta innviði sem eru undirstaða verðmætasköpunar og öflugs hagkerfis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun