Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar 23. nóvember 2024 08:32 Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega. Arður af sjálfstæðum rekstri er ekkert annað en ávöxtun af þeim verðmætum sem fólk ákveður að verja til sköpunar á vöru á þjónustu, sem skapar svo aftur aukin gæði fyrir hinn almenna borgara. Hækkun á fjármagnstekjuskatti er ekkert annað en bein tekjuskattshækkun á duglegt fólk og getur því dregið úr hvata til að skapa eitthvað gott fyrir okkur hin, þar sem fyrirséð er að ríkið fái 25% af ávinningnum eftir að búið er að greiða tekjuskatt af reiknuðu endurgjaldi og önnur gjöld, sem og kostnað sem fylgir rekstrinum. Talsmenn skattahækkana láta að því liggja að skapandi og duglegt fólk, sem er sjálfstætt starfandi eða með lítil fyrirtæki, hafi rangt við og tala skattaglaðir frambjóðendur um að loka þurfi „EHF-gatinu“, sem þeir kalla svo. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi fólks og lítilla og meðalstórra fyrirtækja það besta í heimi. Við viljum hafa rekstrarumhverfi þeirra hvetjandi, þannig að þau fái fullt frelsi til sköpunar verðmæta fyrir okkur hin og fái sjálf að njóta árangur erfiðisins, sem oftar en ekki er nýtt til frekari nýsköpunar og þróunar í þeirra rekstri. Þetta sýndum við í verki þegar við breyttum skattalögum á þann veg að tónhöfundar og aðrir rétthafar hættu að greiða tekjuskatt af tekjum hugverka sinna og fóru þess í stað að greiða fjármagnstekjuskatt, enda eru höfundaréttartekjur í eðli sínu leigutekjur. Þannig lækkaði skatthlutfallið úr 36% í 22%. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja stuðla að blómlegu atvinnulífi og halda áfram að skapa nýsköpunarlandið Ísland erum við m.a. að hugsa til fólks í hugverkabransanum. Það ætlum við að gera með því að: Einfalda regluverk og ryðja hindrunum úr vegi einstaklinga og fyrirtækja. Tryggja áfram samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja með hagfelldu skattaumhverfi. Styrkja stoðir menningar og skapandi greina og byggja enn frekar undir nýtingu íslensks hugvits. Ég hlakka til áframhaldandi samtals og samstarfs við skapandi og skemmtilegt fólk, sem er uppfullt af hugmyndum og krafti til að gera samfélagið okkar betra, um leið og þau skapa sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværi. Ég kýs skapandi skattalækkanir í stað skapandi skattlagningar. Gerum Ísland best í heimi fyrir okkur öll. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega. Arður af sjálfstæðum rekstri er ekkert annað en ávöxtun af þeim verðmætum sem fólk ákveður að verja til sköpunar á vöru á þjónustu, sem skapar svo aftur aukin gæði fyrir hinn almenna borgara. Hækkun á fjármagnstekjuskatti er ekkert annað en bein tekjuskattshækkun á duglegt fólk og getur því dregið úr hvata til að skapa eitthvað gott fyrir okkur hin, þar sem fyrirséð er að ríkið fái 25% af ávinningnum eftir að búið er að greiða tekjuskatt af reiknuðu endurgjaldi og önnur gjöld, sem og kostnað sem fylgir rekstrinum. Talsmenn skattahækkana láta að því liggja að skapandi og duglegt fólk, sem er sjálfstætt starfandi eða með lítil fyrirtæki, hafi rangt við og tala skattaglaðir frambjóðendur um að loka þurfi „EHF-gatinu“, sem þeir kalla svo. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi fólks og lítilla og meðalstórra fyrirtækja það besta í heimi. Við viljum hafa rekstrarumhverfi þeirra hvetjandi, þannig að þau fái fullt frelsi til sköpunar verðmæta fyrir okkur hin og fái sjálf að njóta árangur erfiðisins, sem oftar en ekki er nýtt til frekari nýsköpunar og þróunar í þeirra rekstri. Þetta sýndum við í verki þegar við breyttum skattalögum á þann veg að tónhöfundar og aðrir rétthafar hættu að greiða tekjuskatt af tekjum hugverka sinna og fóru þess í stað að greiða fjármagnstekjuskatt, enda eru höfundaréttartekjur í eðli sínu leigutekjur. Þannig lækkaði skatthlutfallið úr 36% í 22%. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja stuðla að blómlegu atvinnulífi og halda áfram að skapa nýsköpunarlandið Ísland erum við m.a. að hugsa til fólks í hugverkabransanum. Það ætlum við að gera með því að: Einfalda regluverk og ryðja hindrunum úr vegi einstaklinga og fyrirtækja. Tryggja áfram samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja með hagfelldu skattaumhverfi. Styrkja stoðir menningar og skapandi greina og byggja enn frekar undir nýtingu íslensks hugvits. Ég hlakka til áframhaldandi samtals og samstarfs við skapandi og skemmtilegt fólk, sem er uppfullt af hugmyndum og krafti til að gera samfélagið okkar betra, um leið og þau skapa sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværi. Ég kýs skapandi skattalækkanir í stað skapandi skattlagningar. Gerum Ísland best í heimi fyrir okkur öll. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun