FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2024 14:13 Ólafur telur Willum rífa af sér grímu forræðishyggjunnar á lokametrum ríkisstjórnarinnar og gangi freklega gegn meðal annars atvinnufrelsi fyrirtækja með reglugerð sinni. vísir/vilhelm Félag atvinnurekenda hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna reglugerðar Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem hann undirritaði í lok október. Félagið telur ráðherra, sem nú situr í starfsstjórn, ganga alltof langt í forræðishyggjuátt og að hann troði meðal annars á stjórnarskrárvörðum eignar- og atvinnuréttindum. Þar er meðal annars kveðið á um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum í „ljótasta lit í heimi“ og afmá skuli vörumerki af þeim. Hvað kemur næst? Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA er ekki sáttur. „Einhvers staðar verður að draga mörkin hvað varðar inngrip stjórnvalda í starfsemi fyrirtækja sem selja löglegar vörur. Það geta verið lýðheilsurök fyrir takmörkunum á réttindum framleiðenda og seljenda tóbaks, en slíkt inngrip í grundvallarréttindi á að vera í höndum Alþingis en ekki geðþóttaákvörðun ráðherra. Ef þetta er látið óátalið, hvað kemur þá næst?“ spyr Ólafur forviða. FA telur reglugerðina ekki hafa lagastoð og hún sé svo veigamikið inngrip í stjórnarskrárvernduð eignar- og atvinnuréttindi að ótækt sé að ráðherra ákveði slíkt upp á sitt einsdæmi. Willum var orðinn ráðherra í starfsstjórn er reglugerðin var sett. Vísað er til ákvæða í grein 6.c í tóbaksvarnarlögum þar sem finna má tæmandi upptalningu á því hvaða merkingar sé óheimilt að hafa á tóbaksumbúðum. En vörumerki fyrirtækja eru ekki þar á meðal. Skrítið að ráðherra í starfsstjórn skuli ráðast í annað eins og þetta „FA fær því ekki séð að lagastoð sé til staðar hvað varðar ákvæði 20 gr. reglugerðarinnar um einsleitar umbúðir. Ráðherra, sem meira að segja situr í starfsstjórn er reglugerðin er undirrituð, getur ekki upp á sitt einsdæmi ákveðið að setja reglugerð sem hefur ekki stoð í lögum. Þetta hefur umboðsmaður staðfest í álitum sínum, t.d. áliti nr. 1792/1996. Þar kom fram „að nauðsynlegt sé að skýrt sé frá því gengið í lögum, hvaða kvaðir verði lagðar á borgana“,“ segir í kvörtun FA. Þá er bent á að um veigamikil inngrip sé að ræða í bæði eigarréttindi sem og atvinnufrelsi fyrirtækja. Rétt sé að Alþingi fjalli um slíkt, en það sé ekki ákveðið af ráðherra með reglugerð. Bent er á að þegar séu í gildi ákvæði um að bannað sé að hafa tóbak sýnilegt á sölustöðum og því vandséð hvaða markmiðum ákvæði um einsleitar umbúðir eigi að ná. Enginn rökstuðningur hafi komið fram af hálfu heilbrigðisráðuneytisins hvað þetta varðar. Rekstur hins opinbera Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Félagasamtök Stjórnsýsla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þar er meðal annars kveðið á um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum í „ljótasta lit í heimi“ og afmá skuli vörumerki af þeim. Hvað kemur næst? Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA er ekki sáttur. „Einhvers staðar verður að draga mörkin hvað varðar inngrip stjórnvalda í starfsemi fyrirtækja sem selja löglegar vörur. Það geta verið lýðheilsurök fyrir takmörkunum á réttindum framleiðenda og seljenda tóbaks, en slíkt inngrip í grundvallarréttindi á að vera í höndum Alþingis en ekki geðþóttaákvörðun ráðherra. Ef þetta er látið óátalið, hvað kemur þá næst?“ spyr Ólafur forviða. FA telur reglugerðina ekki hafa lagastoð og hún sé svo veigamikið inngrip í stjórnarskrárvernduð eignar- og atvinnuréttindi að ótækt sé að ráðherra ákveði slíkt upp á sitt einsdæmi. Willum var orðinn ráðherra í starfsstjórn er reglugerðin var sett. Vísað er til ákvæða í grein 6.c í tóbaksvarnarlögum þar sem finna má tæmandi upptalningu á því hvaða merkingar sé óheimilt að hafa á tóbaksumbúðum. En vörumerki fyrirtækja eru ekki þar á meðal. Skrítið að ráðherra í starfsstjórn skuli ráðast í annað eins og þetta „FA fær því ekki séð að lagastoð sé til staðar hvað varðar ákvæði 20 gr. reglugerðarinnar um einsleitar umbúðir. Ráðherra, sem meira að segja situr í starfsstjórn er reglugerðin er undirrituð, getur ekki upp á sitt einsdæmi ákveðið að setja reglugerð sem hefur ekki stoð í lögum. Þetta hefur umboðsmaður staðfest í álitum sínum, t.d. áliti nr. 1792/1996. Þar kom fram „að nauðsynlegt sé að skýrt sé frá því gengið í lögum, hvaða kvaðir verði lagðar á borgana“,“ segir í kvörtun FA. Þá er bent á að um veigamikil inngrip sé að ræða í bæði eigarréttindi sem og atvinnufrelsi fyrirtækja. Rétt sé að Alþingi fjalli um slíkt, en það sé ekki ákveðið af ráðherra með reglugerð. Bent er á að þegar séu í gildi ákvæði um að bannað sé að hafa tóbak sýnilegt á sölustöðum og því vandséð hvaða markmiðum ákvæði um einsleitar umbúðir eigi að ná. Enginn rökstuðningur hafi komið fram af hálfu heilbrigðisráðuneytisins hvað þetta varðar.
Rekstur hins opinbera Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Félagasamtök Stjórnsýsla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira