Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2024 23:00 Fanney Karlsdóttir og Leifur Gunnarsson foreldrar barna í Seljaskóla vilja að börnin fái símafrí í skólanum. Vísir/Bjarni Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. Á síðustu árum hafa verið settar reglur í mörgum grunnskólum hér á landi um notkun farsíma og í sumum skólanna hafa símarnir alveg verið bannaðir. Hópur foreldra barna í Seljaskóla vill fara þessa leið og hefur á nokkrum dögum safnað ríflega tvö hundruð og fimmtíu undirskriftum þar sem kallað er eftir að símafríi verði komið á skólatíma fyrir alla nemendur skólans. „Okkur langar að stuðla að betra umhverfi til náms og félagslegrar færni barnanna í skólanum. Við vitum það að þegar þau koma í unglingadeild þá margfaldast símanotkun þeirra ólíkt því þegar þau eru yngri stigum þar sem ekki er leyfilegt að vera í símanum í frímínútum. Svo vitum við það líka að sum óttast um öryggi sitt, að það sé verið að taka upp einhver myndskeið af þeim á skólatíma og birta,“ segir Fanney Karlsdóttir sem er foreldri barna í Seljaskóla og ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. Minni símanotkun efli einbeitingu Þá sé ávinningurinn af símaleysi í skólum mikill. „Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að það að minnka símanotkun það eflir einbeitingu. Þetta truflar. Með þessu viljum við bara tryggja betri líðan og þroska barna,“ segir Fanney. Þau vilja skólastjórnendur fari strax í að undirbúa framkvæmdina en nokkrar leiðir sé hægt að fara þegar dregið er úr símanotkun í skólum. „Það hafa verið farnar ýmsar leiðir í öðrum skólum og við viljum bara setja þetta í farveg hjá skólastjórnendum að velja það sem þeim þykir heppilegast að framkvæma hér,“ segir Leifur Gunnarsson foreldri barna í Seljaskóla. Samræmdar reglur Þá telja þau æskilegt að reglur um símanotkun í skólum séu samræmdar hjá borginni. „Ég myndi klárlega vilja að borgaryfirvöld myndu styðja við þetta og beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp í öllum grunnskólum í borginni,“ segir Fanney Þau vonast til að ef orðið verði við ákalli þeirra hafi það áhrif á skólabraginn. „Ég vona að krakkarnir fari að tala saman frammi á göngum í frímínútum í stað þess að góna í skjáinn,“ segir Leifur. Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Samfélagsmiðlar Réttindi barna Símanotkun barna Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40 Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Á síðustu árum hafa verið settar reglur í mörgum grunnskólum hér á landi um notkun farsíma og í sumum skólanna hafa símarnir alveg verið bannaðir. Hópur foreldra barna í Seljaskóla vill fara þessa leið og hefur á nokkrum dögum safnað ríflega tvö hundruð og fimmtíu undirskriftum þar sem kallað er eftir að símafríi verði komið á skólatíma fyrir alla nemendur skólans. „Okkur langar að stuðla að betra umhverfi til náms og félagslegrar færni barnanna í skólanum. Við vitum það að þegar þau koma í unglingadeild þá margfaldast símanotkun þeirra ólíkt því þegar þau eru yngri stigum þar sem ekki er leyfilegt að vera í símanum í frímínútum. Svo vitum við það líka að sum óttast um öryggi sitt, að það sé verið að taka upp einhver myndskeið af þeim á skólatíma og birta,“ segir Fanney Karlsdóttir sem er foreldri barna í Seljaskóla og ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. Minni símanotkun efli einbeitingu Þá sé ávinningurinn af símaleysi í skólum mikill. „Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að það að minnka símanotkun það eflir einbeitingu. Þetta truflar. Með þessu viljum við bara tryggja betri líðan og þroska barna,“ segir Fanney. Þau vilja skólastjórnendur fari strax í að undirbúa framkvæmdina en nokkrar leiðir sé hægt að fara þegar dregið er úr símanotkun í skólum. „Það hafa verið farnar ýmsar leiðir í öðrum skólum og við viljum bara setja þetta í farveg hjá skólastjórnendum að velja það sem þeim þykir heppilegast að framkvæma hér,“ segir Leifur Gunnarsson foreldri barna í Seljaskóla. Samræmdar reglur Þá telja þau æskilegt að reglur um símanotkun í skólum séu samræmdar hjá borginni. „Ég myndi klárlega vilja að borgaryfirvöld myndu styðja við þetta og beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp í öllum grunnskólum í borginni,“ segir Fanney Þau vonast til að ef orðið verði við ákalli þeirra hafi það áhrif á skólabraginn. „Ég vona að krakkarnir fari að tala saman frammi á göngum í frímínútum í stað þess að góna í skjáinn,“ segir Leifur.
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Samfélagsmiðlar Réttindi barna Símanotkun barna Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40 Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40
Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28
Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56