Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 13:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið í morgun og þakka Rannveigu Sigurðdardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fyrir samstarfið. Vísir/Vilhelm Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sat sinn síðasta kynningarfund peningastefnunefndar í morgun en hún lætur af störfum þegar skipunartími hennar rennur út um áramótin. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið við lok fundarins til að þakka Rannveigu fyrir sitt framlag en enginn hefur lengri reynslu en Rannveig af vettvangi peningastefnunefndar. „Af 125 fundum nefndarinnar frá upphafi þá hef ég setið alla nema einn og tekið ákvarðanir á fjórðungi þeirra. Þannig þetta verður mjög áhugavert að horfa á þetta í febrúar og vita hvort ég geti rétt til um hvað nefndin vilji gera,“ sagði Rannveig létt í bragði við tilefnið. Þá þakkaði hún kollegum sínum fyrir samstarfið og nýtti einnig tækifærið til að þakka fulltrúum greiningardeilda fjármálastofnanna sem viðstaddir voru á kynningarfundinum. Rannveig var ráðin til starfa í Seðlabankanum árið 2002 og var um áratug staðgengill aðalhagfræðings bankans áður en hún var skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra 1. júlí 2018. Hún varð síðan varaseðlabankastjóri peningastefnu við sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins 1. janúar 2020. Hefði mátt vera minni verðbólga og minna um áföll „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími, það hefði mátt vera…“ sagði Rannveig þegar Ásgeir Jónsson greip létt fram í og botnaði setninguna: „…minni verðbólga?“ sagði Ásgeir og uppskar við það hlátur í salnum. „Alltaf minni verðbólga en líka minni áföll,“ hélt Rannveig áfram og rifjaði sérstaklega upp að þegar peningastefnunefndin tók til starfa hafi Ísland verið statt í miðju „fjármálaáfalli“. Þá hafi aðstæður einnig verið krefjandi þegar kórónuveirufaraldurinn reið yfir. „Þar sem við meðal annars fáum lækna á fund til þess að fara yfir málin með okkur sem er ekki mjög venjulegt,“ sagði Rannveig sem nefndi jafnframt að gríðarlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustunni á tímabilinu. „Þetta er aldrei beina brautin eða lognmolla, það er náttúrlega það sem er svo skemmtilegt við þetta starf er það að það er sjaldan kleinuástand í íslensku hagkerfi,“ sagði Rannveig. Hún var hógvær þegar hún nefndi einnig að sennilega taki hún með sér töluvert stofnanaminni úr Seðlabankanum enda enginn sem hefur setið jafn marga fundi peningastefnunefndar frá upphafi. „Ég vil bara þakka þér kærlega fyrir,“ sagði Ásgeir Jónsson að lokum. Seðlabankinn Efnahagsmál Vistaskipti Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
„Af 125 fundum nefndarinnar frá upphafi þá hef ég setið alla nema einn og tekið ákvarðanir á fjórðungi þeirra. Þannig þetta verður mjög áhugavert að horfa á þetta í febrúar og vita hvort ég geti rétt til um hvað nefndin vilji gera,“ sagði Rannveig létt í bragði við tilefnið. Þá þakkaði hún kollegum sínum fyrir samstarfið og nýtti einnig tækifærið til að þakka fulltrúum greiningardeilda fjármálastofnanna sem viðstaddir voru á kynningarfundinum. Rannveig var ráðin til starfa í Seðlabankanum árið 2002 og var um áratug staðgengill aðalhagfræðings bankans áður en hún var skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra 1. júlí 2018. Hún varð síðan varaseðlabankastjóri peningastefnu við sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins 1. janúar 2020. Hefði mátt vera minni verðbólga og minna um áföll „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími, það hefði mátt vera…“ sagði Rannveig þegar Ásgeir Jónsson greip létt fram í og botnaði setninguna: „…minni verðbólga?“ sagði Ásgeir og uppskar við það hlátur í salnum. „Alltaf minni verðbólga en líka minni áföll,“ hélt Rannveig áfram og rifjaði sérstaklega upp að þegar peningastefnunefndin tók til starfa hafi Ísland verið statt í miðju „fjármálaáfalli“. Þá hafi aðstæður einnig verið krefjandi þegar kórónuveirufaraldurinn reið yfir. „Þar sem við meðal annars fáum lækna á fund til þess að fara yfir málin með okkur sem er ekki mjög venjulegt,“ sagði Rannveig sem nefndi jafnframt að gríðarlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustunni á tímabilinu. „Þetta er aldrei beina brautin eða lognmolla, það er náttúrlega það sem er svo skemmtilegt við þetta starf er það að það er sjaldan kleinuástand í íslensku hagkerfi,“ sagði Rannveig. Hún var hógvær þegar hún nefndi einnig að sennilega taki hún með sér töluvert stofnanaminni úr Seðlabankanum enda enginn sem hefur setið jafn marga fundi peningastefnunefndar frá upphafi. „Ég vil bara þakka þér kærlega fyrir,“ sagði Ásgeir Jónsson að lokum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Vistaskipti Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun