Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 13:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið í morgun og þakka Rannveigu Sigurðdardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fyrir samstarfið. Vísir/Vilhelm Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sat sinn síðasta kynningarfund peningastefnunefndar í morgun en hún lætur af störfum þegar skipunartími hennar rennur út um áramótin. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið við lok fundarins til að þakka Rannveigu fyrir sitt framlag en enginn hefur lengri reynslu en Rannveig af vettvangi peningastefnunefndar. „Af 125 fundum nefndarinnar frá upphafi þá hef ég setið alla nema einn og tekið ákvarðanir á fjórðungi þeirra. Þannig þetta verður mjög áhugavert að horfa á þetta í febrúar og vita hvort ég geti rétt til um hvað nefndin vilji gera,“ sagði Rannveig létt í bragði við tilefnið. Þá þakkaði hún kollegum sínum fyrir samstarfið og nýtti einnig tækifærið til að þakka fulltrúum greiningardeilda fjármálastofnanna sem viðstaddir voru á kynningarfundinum. Rannveig var ráðin til starfa í Seðlabankanum árið 2002 og var um áratug staðgengill aðalhagfræðings bankans áður en hún var skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra 1. júlí 2018. Hún varð síðan varaseðlabankastjóri peningastefnu við sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins 1. janúar 2020. Hefði mátt vera minni verðbólga og minna um áföll „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími, það hefði mátt vera…“ sagði Rannveig þegar Ásgeir Jónsson greip létt fram í og botnaði setninguna: „…minni verðbólga?“ sagði Ásgeir og uppskar við það hlátur í salnum. „Alltaf minni verðbólga en líka minni áföll,“ hélt Rannveig áfram og rifjaði sérstaklega upp að þegar peningastefnunefndin tók til starfa hafi Ísland verið statt í miðju „fjármálaáfalli“. Þá hafi aðstæður einnig verið krefjandi þegar kórónuveirufaraldurinn reið yfir. „Þar sem við meðal annars fáum lækna á fund til þess að fara yfir málin með okkur sem er ekki mjög venjulegt,“ sagði Rannveig sem nefndi jafnframt að gríðarlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustunni á tímabilinu. „Þetta er aldrei beina brautin eða lognmolla, það er náttúrlega það sem er svo skemmtilegt við þetta starf er það að það er sjaldan kleinuástand í íslensku hagkerfi,“ sagði Rannveig. Hún var hógvær þegar hún nefndi einnig að sennilega taki hún með sér töluvert stofnanaminni úr Seðlabankanum enda enginn sem hefur setið jafn marga fundi peningastefnunefndar frá upphafi. „Ég vil bara þakka þér kærlega fyrir,“ sagði Ásgeir Jónsson að lokum. Seðlabankinn Efnahagsmál Vistaskipti Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
„Af 125 fundum nefndarinnar frá upphafi þá hef ég setið alla nema einn og tekið ákvarðanir á fjórðungi þeirra. Þannig þetta verður mjög áhugavert að horfa á þetta í febrúar og vita hvort ég geti rétt til um hvað nefndin vilji gera,“ sagði Rannveig létt í bragði við tilefnið. Þá þakkaði hún kollegum sínum fyrir samstarfið og nýtti einnig tækifærið til að þakka fulltrúum greiningardeilda fjármálastofnanna sem viðstaddir voru á kynningarfundinum. Rannveig var ráðin til starfa í Seðlabankanum árið 2002 og var um áratug staðgengill aðalhagfræðings bankans áður en hún var skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra 1. júlí 2018. Hún varð síðan varaseðlabankastjóri peningastefnu við sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins 1. janúar 2020. Hefði mátt vera minni verðbólga og minna um áföll „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími, það hefði mátt vera…“ sagði Rannveig þegar Ásgeir Jónsson greip létt fram í og botnaði setninguna: „…minni verðbólga?“ sagði Ásgeir og uppskar við það hlátur í salnum. „Alltaf minni verðbólga en líka minni áföll,“ hélt Rannveig áfram og rifjaði sérstaklega upp að þegar peningastefnunefndin tók til starfa hafi Ísland verið statt í miðju „fjármálaáfalli“. Þá hafi aðstæður einnig verið krefjandi þegar kórónuveirufaraldurinn reið yfir. „Þar sem við meðal annars fáum lækna á fund til þess að fara yfir málin með okkur sem er ekki mjög venjulegt,“ sagði Rannveig sem nefndi jafnframt að gríðarlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustunni á tímabilinu. „Þetta er aldrei beina brautin eða lognmolla, það er náttúrlega það sem er svo skemmtilegt við þetta starf er það að það er sjaldan kleinuástand í íslensku hagkerfi,“ sagði Rannveig. Hún var hógvær þegar hún nefndi einnig að sennilega taki hún með sér töluvert stofnanaminni úr Seðlabankanum enda enginn sem hefur setið jafn marga fundi peningastefnunefndar frá upphafi. „Ég vil bara þakka þér kærlega fyrir,“ sagði Ásgeir Jónsson að lokum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Vistaskipti Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira