Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnti ákvörðun sína í dag. Þetta er í annað skipti í röð sem vextirnir eru lækkaðir. Í síðustu stýrivaxtaákvörðun í byrjun október voru þeir lækkaðir um 25 punkta og var það í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 sem það gerðist. Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,1% í október. Á fundi Peningastefnunefndar kom fram að hjöðnun verðbólgu sé á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hafi einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt minnkað og raunvextir því hækkað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinileg merki um kólnun í hagkerfinu. „Við erum að sjá mjög skýr merki um það er að hægjast á efnahagslífinu, verðbólga er að hjaðna og vinnumarkaður að kólna. Við sjáum skýr merki um að verðbólga er að hjaðna mjög hratt,“ segir Ásgeir. Verðbólguviðmið náist á næstu misserum Ásgeir er bjartsýnn á að verðbólguviðmið Seðlabankans náist á næstu misserum um 2,5 prósent verðbólgu. „Við erum að vona að á seinni hluta næsta árs getum við verið komin mjög nálægt markmiðum okkar,“ segir hann. Kosningar hafi ekki áhrif Kosningar eru eftir eina og hálfa viku 30. nóvember. Ásgeir segir að það hafi ekki komið til greina að fresta ákvörðun bankans fram yfir kosningar. „Það kom aldrei til greina. Seðlabankinn hefur sínar skyldur þessi fundur var ákveðinn fyrir löngu síðan og við erum að sinna okkar starfi,“ segir hann. Aðspurður um hvaða áhrif aðgerðir stjórnvalda hafi á verðbólguþróun svarar Ásgeir: „Það erfitt að leggja mat á það. Það er mjög jákvætt að verðbólga sé rædd í kosningabaráttu og að allir flokkar í framboði leggi áherslu á þetta mál sem ég er mjög ánægður með,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir erfitt að meta hvaða áhrif hugmyndir flokkanna um aðgerðir til að sporna við verðbólgu hafa í raun. „Ég veit það ekki. Við verðum bara að sjá, það er mjög eðlilegt þegar kosið að ákveðnar hugmyndir séu ræddar svo er það þjóðin sem ákveður,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnti ákvörðun sína í dag. Þetta er í annað skipti í röð sem vextirnir eru lækkaðir. Í síðustu stýrivaxtaákvörðun í byrjun október voru þeir lækkaðir um 25 punkta og var það í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 sem það gerðist. Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,1% í október. Á fundi Peningastefnunefndar kom fram að hjöðnun verðbólgu sé á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hafi einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt minnkað og raunvextir því hækkað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinileg merki um kólnun í hagkerfinu. „Við erum að sjá mjög skýr merki um það er að hægjast á efnahagslífinu, verðbólga er að hjaðna og vinnumarkaður að kólna. Við sjáum skýr merki um að verðbólga er að hjaðna mjög hratt,“ segir Ásgeir. Verðbólguviðmið náist á næstu misserum Ásgeir er bjartsýnn á að verðbólguviðmið Seðlabankans náist á næstu misserum um 2,5 prósent verðbólgu. „Við erum að vona að á seinni hluta næsta árs getum við verið komin mjög nálægt markmiðum okkar,“ segir hann. Kosningar hafi ekki áhrif Kosningar eru eftir eina og hálfa viku 30. nóvember. Ásgeir segir að það hafi ekki komið til greina að fresta ákvörðun bankans fram yfir kosningar. „Það kom aldrei til greina. Seðlabankinn hefur sínar skyldur þessi fundur var ákveðinn fyrir löngu síðan og við erum að sinna okkar starfi,“ segir hann. Aðspurður um hvaða áhrif aðgerðir stjórnvalda hafi á verðbólguþróun svarar Ásgeir: „Það erfitt að leggja mat á það. Það er mjög jákvætt að verðbólga sé rædd í kosningabaráttu og að allir flokkar í framboði leggi áherslu á þetta mál sem ég er mjög ánægður með,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir erfitt að meta hvaða áhrif hugmyndir flokkanna um aðgerðir til að sporna við verðbólgu hafa í raun. „Ég veit það ekki. Við verðum bara að sjá, það er mjög eðlilegt þegar kosið að ákveðnar hugmyndir séu ræddar svo er það þjóðin sem ákveður,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur