Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnti ákvörðun sína í dag. Þetta er í annað skipti í röð sem vextirnir eru lækkaðir. Í síðustu stýrivaxtaákvörðun í byrjun október voru þeir lækkaðir um 25 punkta og var það í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 sem það gerðist. Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,1% í október. Á fundi Peningastefnunefndar kom fram að hjöðnun verðbólgu sé á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hafi einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt minnkað og raunvextir því hækkað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinileg merki um kólnun í hagkerfinu. „Við erum að sjá mjög skýr merki um það er að hægjast á efnahagslífinu, verðbólga er að hjaðna og vinnumarkaður að kólna. Við sjáum skýr merki um að verðbólga er að hjaðna mjög hratt,“ segir Ásgeir. Verðbólguviðmið náist á næstu misserum Ásgeir er bjartsýnn á að verðbólguviðmið Seðlabankans náist á næstu misserum um 2,5 prósent verðbólgu. „Við erum að vona að á seinni hluta næsta árs getum við verið komin mjög nálægt markmiðum okkar,“ segir hann. Kosningar hafi ekki áhrif Kosningar eru eftir eina og hálfa viku 30. nóvember. Ásgeir segir að það hafi ekki komið til greina að fresta ákvörðun bankans fram yfir kosningar. „Það kom aldrei til greina. Seðlabankinn hefur sínar skyldur þessi fundur var ákveðinn fyrir löngu síðan og við erum að sinna okkar starfi,“ segir hann. Aðspurður um hvaða áhrif aðgerðir stjórnvalda hafi á verðbólguþróun svarar Ásgeir: „Það erfitt að leggja mat á það. Það er mjög jákvætt að verðbólga sé rædd í kosningabaráttu og að allir flokkar í framboði leggi áherslu á þetta mál sem ég er mjög ánægður með,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir erfitt að meta hvaða áhrif hugmyndir flokkanna um aðgerðir til að sporna við verðbólgu hafa í raun. „Ég veit það ekki. Við verðum bara að sjá, það er mjög eðlilegt þegar kosið að ákveðnar hugmyndir séu ræddar svo er það þjóðin sem ákveður,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnti ákvörðun sína í dag. Þetta er í annað skipti í röð sem vextirnir eru lækkaðir. Í síðustu stýrivaxtaákvörðun í byrjun október voru þeir lækkaðir um 25 punkta og var það í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 sem það gerðist. Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,1% í október. Á fundi Peningastefnunefndar kom fram að hjöðnun verðbólgu sé á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hafi einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt minnkað og raunvextir því hækkað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinileg merki um kólnun í hagkerfinu. „Við erum að sjá mjög skýr merki um það er að hægjast á efnahagslífinu, verðbólga er að hjaðna og vinnumarkaður að kólna. Við sjáum skýr merki um að verðbólga er að hjaðna mjög hratt,“ segir Ásgeir. Verðbólguviðmið náist á næstu misserum Ásgeir er bjartsýnn á að verðbólguviðmið Seðlabankans náist á næstu misserum um 2,5 prósent verðbólgu. „Við erum að vona að á seinni hluta næsta árs getum við verið komin mjög nálægt markmiðum okkar,“ segir hann. Kosningar hafi ekki áhrif Kosningar eru eftir eina og hálfa viku 30. nóvember. Ásgeir segir að það hafi ekki komið til greina að fresta ákvörðun bankans fram yfir kosningar. „Það kom aldrei til greina. Seðlabankinn hefur sínar skyldur þessi fundur var ákveðinn fyrir löngu síðan og við erum að sinna okkar starfi,“ segir hann. Aðspurður um hvaða áhrif aðgerðir stjórnvalda hafi á verðbólguþróun svarar Ásgeir: „Það erfitt að leggja mat á það. Það er mjög jákvætt að verðbólga sé rædd í kosningabaráttu og að allir flokkar í framboði leggi áherslu á þetta mál sem ég er mjög ánægður með,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir erfitt að meta hvaða áhrif hugmyndir flokkanna um aðgerðir til að sporna við verðbólgu hafa í raun. „Ég veit það ekki. Við verðum bara að sjá, það er mjög eðlilegt þegar kosið að ákveðnar hugmyndir séu ræddar svo er það þjóðin sem ákveður,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira