Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar 19. nóvember 2024 17:47 „Við erum tilbúin til uppbyggilegs samtals,“ sögðum við í júlí þegar bæjaryfirvöld á Akureyri boðuðu breytingar á gjaldskrám. Við fögnuðum loforðum um samráð, um víðtækt samtal við hagsmunaaðila og um reglulegt endurmatsferli þar sem allir kæmu að borðinu. Nú aðeins fjórum mánuðum síðar stendur eftir sársaukafullt svik á trausti launafólks. Í stað samtals og samráðs virðast vera að raungerast víðtækar gjaldskrárhækkanir sem eru hrein árás á kaupmátt launafólks. Gríðarlegar hækkanir á grunnþjónustu Staðreyndirnar eru sláandi. Á meðan verkalýðshreyfingin sýndi ábyrgð með því að ganga að 3,5% launahækkun í þágu stöðugleika, ætla Norðurorka og Akureyrarbær sér að hækka gjaldskrár langt umfram allar eðlilegar forsendur. Hitaveitan hækkar um 7,5%, rafveitan um 9,2%, vatnsveitan um 5,2% og fráveitan um heilar 11,2%. Ofan á þetta bætast svo sorphirðugjöld sem eiga að hækka um ótrúlegar 57,4%, líklegast afsakað í nafni kerfisbreytinga. Kjarabætur étnar upp Setjum þetta í samhengi við raunveruleika venjulegs launafólks. Sá sem er með 600.000 krónur á mánuði fær 21.000 króna launahækkun fyrir skatt samkvæmt kjarasamningum, eða um 13-14.000 krónur eftir skatta. Á móti koma hækkanir á grunnþjónustu upp á rúmar 5.000 krónur á mánuði og þá er ekki tekið tillit til annarra verðhækkana sem munu óhjákvæmilega fylgja í kjölfarið. Það sem átti að vera kjarabót verður í raun kjaraskerðing. Traust og trúnaður brotinn Þetta er ekki bara tæknilegt mál um prósentur og krónur. Þetta er grundvallarspurning um trúnað og traust. Í sumar lofuðu bæjaryfirvöld samtali og samráði. Þau töluðu um mikilvægi þess að skoða áhrif breytinga á ólíka tekjuhópa, gagnsæi og upplýsingagjöf. Þau lofuðu gagnsæi og upplýsingagjöf. Ekkert af þessu var efnt. Þess í stað var tilkynnt um hækkanir sem gengu þvert á allar forsendur stöðugleikasamninga. Skatttekjur hækka umfram kjarasamninga Akureyrarbær gerir ráð fyrir að skatttekjur hækki um 8,87% á næsta ári - langt umfram þær launahækkanir sem samið var um. Almennur rekstrarkostnaður á að hækka um 3,9% á sama tíma og íbúar eiga að taka á sig margfaldar hækkanir á grunnþjónustu. Þetta gengur ekki upp. Krafa um tafarlausar aðgerðir Við krefjumst þess að ríkisstjórnin og sveitarfélög grípi strax inn í þessa óheillaþróun. Endurskoðunarákvæði kjarasamninga verður að virkja ef verðbólga fer yfir mörk og sérstakur stuðningur verður að koma til tekjulægri heimila. Það er óásættanlegt að opinberir aðilar séu sjálfir að keyra upp verðbólgu með gegndarlausum hækkunum á grunnþjónustu. Verðbólgudraugurinn endurvakinn Hækkanir af þessari stærðargráðu á grunnþjónustu eru bein uppskrift að aukinni verðbólgu. Á sama tíma og Seðlabankinn berst við að ná verðbólgu niður með háu vaxtastigi virðast opinberir aðilar vinna gegn því markmiði með því að keyra upp verðlag. Slíkar hækkanir munu óhjákvæmilega smitast út í verðlag og gera baráttuna við verðbólgu enn erfiðari. Þetta er þeim mun alvarlegra í ljósi þess að grunnþjónusta sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja vegur þungt í vísitölu neysluverðs. Ákall til kjósenda Nú þegar gengið er að kjörborðinu þurfa kjósendur að spyrja sig: Viljum við að stjórnvöld sem gefa orð sín að vettugi ráði ferðinni? Launafólk hefur rétt á stjórnvöldum sem standa vörð um þeirra hagsmuni – og verkalýðshreyfingin mun gera sitt til að tryggja að svo verði. Hverjir munu raunverulega standa vörð um kaupmátt launafólks? Hverjir munu setja hömlur á gjaldskrárhækkanir opinberra aðila og hverjir muni tryggja að stöðugleikasamningunum verði fylgt? Og ekki síst - hverjir muni tryggja að loforð um samráð séu ekki bara orðin tóm? Við krefjumst þess að kjósendur taki ábyrgð sína alvarlega og velji stjórnmálamenn sem standa með launafólki og forðast svik. Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus á meðan opinberir aðilar og sveitarfélög svíkja gefin loforð og eyðileggja þann árangur sem náðst hefur í kjarasamningum. Við munum ekki horfa upp á kaupmátt félagsmanna okkar étinn upp af stjórnvöldum sem virða orð sín að vettugi. Staðreyndir máls - Boðaðar hækkanir 2025 Norðurorka: Hitaveita: 7,5% Rafveita: 9,2% Vatnsveita: 5,2% Fráveita: 11,2% Sorphirðugjöld: Hækkun: 57,4% Úr 50.268 kr. í 79.100 kr. á ári Mánaðarleg hækkun: 2.403 kr. Akureyrarbær: Almenn hækkun rekstrarkostnaðar: 3,9% Skatttekjur hækka um: 8,87% Til samanburðar: Samningsbundin launahækkun: 3,5% Heimildir: Forsendur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun, Akureyrarbær Norðurorka fundargerð frá 22.10.2024 Gjaldskrá sorphirðu 2025 Höfundur er formaður Einingar-iðju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Við erum tilbúin til uppbyggilegs samtals,“ sögðum við í júlí þegar bæjaryfirvöld á Akureyri boðuðu breytingar á gjaldskrám. Við fögnuðum loforðum um samráð, um víðtækt samtal við hagsmunaaðila og um reglulegt endurmatsferli þar sem allir kæmu að borðinu. Nú aðeins fjórum mánuðum síðar stendur eftir sársaukafullt svik á trausti launafólks. Í stað samtals og samráðs virðast vera að raungerast víðtækar gjaldskrárhækkanir sem eru hrein árás á kaupmátt launafólks. Gríðarlegar hækkanir á grunnþjónustu Staðreyndirnar eru sláandi. Á meðan verkalýðshreyfingin sýndi ábyrgð með því að ganga að 3,5% launahækkun í þágu stöðugleika, ætla Norðurorka og Akureyrarbær sér að hækka gjaldskrár langt umfram allar eðlilegar forsendur. Hitaveitan hækkar um 7,5%, rafveitan um 9,2%, vatnsveitan um 5,2% og fráveitan um heilar 11,2%. Ofan á þetta bætast svo sorphirðugjöld sem eiga að hækka um ótrúlegar 57,4%, líklegast afsakað í nafni kerfisbreytinga. Kjarabætur étnar upp Setjum þetta í samhengi við raunveruleika venjulegs launafólks. Sá sem er með 600.000 krónur á mánuði fær 21.000 króna launahækkun fyrir skatt samkvæmt kjarasamningum, eða um 13-14.000 krónur eftir skatta. Á móti koma hækkanir á grunnþjónustu upp á rúmar 5.000 krónur á mánuði og þá er ekki tekið tillit til annarra verðhækkana sem munu óhjákvæmilega fylgja í kjölfarið. Það sem átti að vera kjarabót verður í raun kjaraskerðing. Traust og trúnaður brotinn Þetta er ekki bara tæknilegt mál um prósentur og krónur. Þetta er grundvallarspurning um trúnað og traust. Í sumar lofuðu bæjaryfirvöld samtali og samráði. Þau töluðu um mikilvægi þess að skoða áhrif breytinga á ólíka tekjuhópa, gagnsæi og upplýsingagjöf. Þau lofuðu gagnsæi og upplýsingagjöf. Ekkert af þessu var efnt. Þess í stað var tilkynnt um hækkanir sem gengu þvert á allar forsendur stöðugleikasamninga. Skatttekjur hækka umfram kjarasamninga Akureyrarbær gerir ráð fyrir að skatttekjur hækki um 8,87% á næsta ári - langt umfram þær launahækkanir sem samið var um. Almennur rekstrarkostnaður á að hækka um 3,9% á sama tíma og íbúar eiga að taka á sig margfaldar hækkanir á grunnþjónustu. Þetta gengur ekki upp. Krafa um tafarlausar aðgerðir Við krefjumst þess að ríkisstjórnin og sveitarfélög grípi strax inn í þessa óheillaþróun. Endurskoðunarákvæði kjarasamninga verður að virkja ef verðbólga fer yfir mörk og sérstakur stuðningur verður að koma til tekjulægri heimila. Það er óásættanlegt að opinberir aðilar séu sjálfir að keyra upp verðbólgu með gegndarlausum hækkunum á grunnþjónustu. Verðbólgudraugurinn endurvakinn Hækkanir af þessari stærðargráðu á grunnþjónustu eru bein uppskrift að aukinni verðbólgu. Á sama tíma og Seðlabankinn berst við að ná verðbólgu niður með háu vaxtastigi virðast opinberir aðilar vinna gegn því markmiði með því að keyra upp verðlag. Slíkar hækkanir munu óhjákvæmilega smitast út í verðlag og gera baráttuna við verðbólgu enn erfiðari. Þetta er þeim mun alvarlegra í ljósi þess að grunnþjónusta sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja vegur þungt í vísitölu neysluverðs. Ákall til kjósenda Nú þegar gengið er að kjörborðinu þurfa kjósendur að spyrja sig: Viljum við að stjórnvöld sem gefa orð sín að vettugi ráði ferðinni? Launafólk hefur rétt á stjórnvöldum sem standa vörð um þeirra hagsmuni – og verkalýðshreyfingin mun gera sitt til að tryggja að svo verði. Hverjir munu raunverulega standa vörð um kaupmátt launafólks? Hverjir munu setja hömlur á gjaldskrárhækkanir opinberra aðila og hverjir muni tryggja að stöðugleikasamningunum verði fylgt? Og ekki síst - hverjir muni tryggja að loforð um samráð séu ekki bara orðin tóm? Við krefjumst þess að kjósendur taki ábyrgð sína alvarlega og velji stjórnmálamenn sem standa með launafólki og forðast svik. Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus á meðan opinberir aðilar og sveitarfélög svíkja gefin loforð og eyðileggja þann árangur sem náðst hefur í kjarasamningum. Við munum ekki horfa upp á kaupmátt félagsmanna okkar étinn upp af stjórnvöldum sem virða orð sín að vettugi. Staðreyndir máls - Boðaðar hækkanir 2025 Norðurorka: Hitaveita: 7,5% Rafveita: 9,2% Vatnsveita: 5,2% Fráveita: 11,2% Sorphirðugjöld: Hækkun: 57,4% Úr 50.268 kr. í 79.100 kr. á ári Mánaðarleg hækkun: 2.403 kr. Akureyrarbær: Almenn hækkun rekstrarkostnaðar: 3,9% Skatttekjur hækka um: 8,87% Til samanburðar: Samningsbundin launahækkun: 3,5% Heimildir: Forsendur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun, Akureyrarbær Norðurorka fundargerð frá 22.10.2024 Gjaldskrá sorphirðu 2025 Höfundur er formaður Einingar-iðju
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun