Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir og Jón Fannar Kolbeinsson skrifa 19. nóvember 2024 13:45 Vinnuveitendur hafa ýmis tæki og tól til þess að tryggja lagaleg réttindi starfsfólks og er jafnlaunavottun eitt þeirra. Ýmis rök mæltu með því að jafnlaunavottun væri gerð að lagaskyldu árið 2017, meðal annars þau að áratugalöng barátta fyrir launajafnrétti hafði litlu skilað þrátt fyrir að fyrstu íslensku lögin um launajöfnuð kvenna og karla hafi verið sett árið 1961. Lagaskyldan um jafnlaunavottun nær til þeirra fyrirtækja sem eru með 50 starfsmenn eða fleiri í vinnu, í árslok 2023 voru þau um 460 talsins. Meirihluti íslenskra fyrirtækja er hins vegar með færri en 50 starfsmenn í vinnu á ársgrundvelli og ólíkt því sem hefur víða komið fram á opinberum vettvangi þurfa þau fyrirtæki ekki að öðlast jafnlaunavottun. Fyrirtæki með 25 – 49 starfsmenn í vinnu hafa hins vegar val um að fara vottunarleiðina eða öðlast jafnlaunastaðfestingu. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að fyrirtækið sé með jafnlaunakerfi, þ.e. að launaákvarðanir séu teknar á upplýstan og gagnsæjan hátt án þess að starfsfólki sé mismunað. Markmið jafnlaunastaðfestingar er því líkt og með jafnlaunavottun; að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns. Til þess að öðlast jafnlaunavottun þurfa fyrirtæki að innleiða jafnlaunastaðalinn ÍST 85, stjórnunarstaðal fyrir jafnlaunakerfi sem tryggir fagleg vinnubrögð við launaákvarðanir og fyrirtæki fyrirbyggja þar með beina og óbeina mismunun vegna kyns. Vottunaraðilar eru fjórir á Íslandi og fyrirtæki gera samning við þann aðila sem verður fyrir valinu til þess að meta í kjölfarið hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt. Jafnlaunastaðfesting er hins vegar ókeypis og Jafnréttisstofa hefur þróað leiðbeiningar og ýmis konar fræðsluefni til þess að fyrirtækin geti farið í gegnum ferlið án aukakostnaðar, þó svo að ferlið kosti vissulega vinnu eins og annað. Í árslok 2023 höfðu um 540 fyrirtæki val um að fara annað hvort vottunarleiðina eða staðfestingarleiðina. Undanfarið hefur verið í umræðunni að afnema þá skyldu atvinnurekenda að öðlast jafnlaunavottun og er þá fólki tíðrætt um þann kostnað og fyrirhöfn sem fylgir ferlinu án þess að skilja á milli jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Upplýstar og gagnsæjar ákvarðanir um laun og kjör eru meðal réttinda starfsfólks og áhrifa jafnlaunavottunar eða jafnlaunastaðfestingar þar sem slík vinnubrögð eru viðhöfð gætir nú þegar hjá meirihluta þeirra starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem falla undir lagaskylduna. Hjá þeim fyrirtækjum sem um ræðir hafa verið innleidd jafnlaunakerfi sem ætlað er að tryggja að konur og karlar sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf njóti sömu kjara. Ef fyrirtækin vinna eftir settum ferlum mun það skila árangri í anda settra markmiða innan þessara fyrirtækja. Innleiðing jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar er langtímaverkefni sem krefst þolinmæði fyrir því lærdómsferli sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að fara í gegnum. Að mati Jafnréttisstofu má því búast við að það geti tekið 2-3 gildistímabil, eða um 6-9 ár, að sjá greinileg áhrif jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar endurspeglast í almennum launakönnunum á þann hátt sem sett markmið kveða á um. Einnig þarf að hafa í huga að lagaskyldan nær ekki til fyrirtækja þar sem starfa færri en 25 og að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting hefur ekki áhrif á einn helsta orsakaþátt kynbundins launamunar, sem er kynjaskipting vinnumarkaðarins. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur á JafnréttisstofuJón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur á Jafnréttisstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Vinnuveitendur hafa ýmis tæki og tól til þess að tryggja lagaleg réttindi starfsfólks og er jafnlaunavottun eitt þeirra. Ýmis rök mæltu með því að jafnlaunavottun væri gerð að lagaskyldu árið 2017, meðal annars þau að áratugalöng barátta fyrir launajafnrétti hafði litlu skilað þrátt fyrir að fyrstu íslensku lögin um launajöfnuð kvenna og karla hafi verið sett árið 1961. Lagaskyldan um jafnlaunavottun nær til þeirra fyrirtækja sem eru með 50 starfsmenn eða fleiri í vinnu, í árslok 2023 voru þau um 460 talsins. Meirihluti íslenskra fyrirtækja er hins vegar með færri en 50 starfsmenn í vinnu á ársgrundvelli og ólíkt því sem hefur víða komið fram á opinberum vettvangi þurfa þau fyrirtæki ekki að öðlast jafnlaunavottun. Fyrirtæki með 25 – 49 starfsmenn í vinnu hafa hins vegar val um að fara vottunarleiðina eða öðlast jafnlaunastaðfestingu. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að fyrirtækið sé með jafnlaunakerfi, þ.e. að launaákvarðanir séu teknar á upplýstan og gagnsæjan hátt án þess að starfsfólki sé mismunað. Markmið jafnlaunastaðfestingar er því líkt og með jafnlaunavottun; að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns. Til þess að öðlast jafnlaunavottun þurfa fyrirtæki að innleiða jafnlaunastaðalinn ÍST 85, stjórnunarstaðal fyrir jafnlaunakerfi sem tryggir fagleg vinnubrögð við launaákvarðanir og fyrirtæki fyrirbyggja þar með beina og óbeina mismunun vegna kyns. Vottunaraðilar eru fjórir á Íslandi og fyrirtæki gera samning við þann aðila sem verður fyrir valinu til þess að meta í kjölfarið hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt. Jafnlaunastaðfesting er hins vegar ókeypis og Jafnréttisstofa hefur þróað leiðbeiningar og ýmis konar fræðsluefni til þess að fyrirtækin geti farið í gegnum ferlið án aukakostnaðar, þó svo að ferlið kosti vissulega vinnu eins og annað. Í árslok 2023 höfðu um 540 fyrirtæki val um að fara annað hvort vottunarleiðina eða staðfestingarleiðina. Undanfarið hefur verið í umræðunni að afnema þá skyldu atvinnurekenda að öðlast jafnlaunavottun og er þá fólki tíðrætt um þann kostnað og fyrirhöfn sem fylgir ferlinu án þess að skilja á milli jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Upplýstar og gagnsæjar ákvarðanir um laun og kjör eru meðal réttinda starfsfólks og áhrifa jafnlaunavottunar eða jafnlaunastaðfestingar þar sem slík vinnubrögð eru viðhöfð gætir nú þegar hjá meirihluta þeirra starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem falla undir lagaskylduna. Hjá þeim fyrirtækjum sem um ræðir hafa verið innleidd jafnlaunakerfi sem ætlað er að tryggja að konur og karlar sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf njóti sömu kjara. Ef fyrirtækin vinna eftir settum ferlum mun það skila árangri í anda settra markmiða innan þessara fyrirtækja. Innleiðing jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar er langtímaverkefni sem krefst þolinmæði fyrir því lærdómsferli sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að fara í gegnum. Að mati Jafnréttisstofu má því búast við að það geti tekið 2-3 gildistímabil, eða um 6-9 ár, að sjá greinileg áhrif jafnlaunavottunar/jafnlaunastaðfestingar endurspeglast í almennum launakönnunum á þann hátt sem sett markmið kveða á um. Einnig þarf að hafa í huga að lagaskyldan nær ekki til fyrirtækja þar sem starfa færri en 25 og að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting hefur ekki áhrif á einn helsta orsakaþátt kynbundins launamunar, sem er kynjaskipting vinnumarkaðarins. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur á JafnréttisstofuJón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur á Jafnréttisstofu
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun