Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2024 13:30 Nýverið var heilbrigðisráðherra viðstaddur og sýnilega ánægður þegar forstjóri Sjúkratrygginga skrifaði undir samkomulag við Klínikina um að fyrirtækið tæki að sér svokallaðar efnaskiptaaðgerðir. Þetta virðist í samræmi við nýja stefnu ráðherrans undir nýyrðinu „einkarekstrarvæðing“ sem mér er ekki kunnugt um að hafi hlotið blessun Alþingis, sem þó mætti ætla að væri forsenda fyrir stefnubreytingu af þessu tagi. Annars góður þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson stundaði svipaðan orðaleik þegar hann mótmælti því að Viðreisn væri að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og taldi „alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Þetta er rangt hjá Sigmari. Þetta er einkavæðing með svokallaðri „salami aðferð“ sem er vel þekkt aðferð víða og á mörgum sviðum. Lítil sneið er tekin hverju sinni og alltaf undir þeim formerkjum þetta sé bara ein sneið og ekki verði tekið meira. Yfirfært á heilbrigðismálin er sagt að það sé bara verið að leysa tiltekinn bráðavanda, stytta biðlista og þvíumlíkt sem hljómar vel í eyrum okkar allra en engin stefnubreyting á ferðinni. En áður en við vitum er stór hluti af opinberu spægipylsunni horfinn og kominn á einkarekstrardiskinn, án þess að slíkt hafi nokkru sinni verið ákveðið, og fyrr en varir er einkavæðing heilbrigðiskerfisins orðin staðreynd án þess að Alþingi hafi nokkru sinni samþykkt að einkavæða heilbrigðiskerfið. Sérfræðingar í heilbrigðismálum benda ítrekað á vaxandi einkavæðingu heilbrigðiskerfisins hjá okkur og alþjóðlegar skýrslur taka undir, meðan stjórnmálamenn standa hissa í framan og segja – hva, nei, það er engin einkavæðing í gangi hér! Auðvitað er það ekki svo að markaðsvædd heilbrigðisþjónusta skili ekki ágætis heilbrigðisþjónustu og stundum betri en sú opinbera, fyrir suma. En mest öll reynsla, með Bandaríkin sem sönnunargagn númer eitt, bendir til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta sé dýrari en opinber, einfaldlega vegna þess að heilbrigðismarkaðurinn er svo frábrugðinn nær öllum öðrum mörkuðum. Að því er ég fæ best séð taka fræðirit og kennslubækur yfirleitt undir þetta. Til viðbótar virðist einkarekstur nær ætíð ýta undir meiri mismun milli ríkra og fátækra í aðgengi að þjónustu. Í þessu tiltekna máli er ekki ólíklegt að útvistun aðgerða til einkaaðila hafi þau áhrif að kostnaður á hverja aðgerð á opinberu sjúkrahúsi hækki, því fasti kostnaðurinn dreifist nú á færri aðgerðir en áður. Svokallaðar færibandaaðgerðir af þessu tagi eru gjarna mikilvægar í því að viðhalda hagkvæmni á skurðdeildum sjúkrahúsa. Peningarnir sem Klínikin fær fyrir þessar aðgerðir eru auðvitað peningar sem annars hefðu getað farið á opinberu sjúkrahúsin. Alþingi virðist nú ætla að auka enn frekar tilefni til einkavæðingar af þessu tagi með því að draga úr fjármunum til að ljúka við byggingu nýja Landspítalans, með þeirri hundalógík að það þurfi að spara í rekstri ríkisins. Þótt svona rökstuðningur teljist vera í samræmi við viðurkenndar aðferðir í fjárlagagerð, þá sér hver sæmilega skynsöm manneskja að það er enginn sparnaður fólginn í því að klára ekki byggingu sem er langt komin, þvert á móti. Ein megin röksemdin fyrir byggingu spítalans var að aukin hagræðing mundi nást þegar hann væri tilbúinn. Frestun verkloka gerir ekkert annað en að fresta því að hagræðingin skili sér. Auk þess er það velþekkt að langur framkvæmdatími er líklega öruggasta ávísun sem til er á að kostnaður fari fram úr áætlun. Með hverju ári sem líður án þess að spítalinn opni skapast þess utan ný tækifæri fyrir samninga við einkaaðila til að „flýta því að fólk fái þjónustu.“ Um þessi mál má auðvitað deila og einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er lögmætt sjónarmið, þótt sá sem þetta ritar telji hann til óþurftar. Mér finnst þó lágmark að þeir stjórnmálamenn sem vilja meiri einkarekstur í heilbrigðisþjónustu nái því fram með samþykkt laga eða þingsályktunar sem með beinum hætti staðfestir slíkt markmið, en leyfi ekki Sjúkratryggingum og Klínikinni sífellt að laumast fram í búr með einkarekstrarhnífinn í hönd að stela sneið af fjármunum til heilbrigðismála. Höfundur var einu sinni hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Nýverið var heilbrigðisráðherra viðstaddur og sýnilega ánægður þegar forstjóri Sjúkratrygginga skrifaði undir samkomulag við Klínikina um að fyrirtækið tæki að sér svokallaðar efnaskiptaaðgerðir. Þetta virðist í samræmi við nýja stefnu ráðherrans undir nýyrðinu „einkarekstrarvæðing“ sem mér er ekki kunnugt um að hafi hlotið blessun Alþingis, sem þó mætti ætla að væri forsenda fyrir stefnubreytingu af þessu tagi. Annars góður þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson stundaði svipaðan orðaleik þegar hann mótmælti því að Viðreisn væri að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og taldi „alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Þetta er rangt hjá Sigmari. Þetta er einkavæðing með svokallaðri „salami aðferð“ sem er vel þekkt aðferð víða og á mörgum sviðum. Lítil sneið er tekin hverju sinni og alltaf undir þeim formerkjum þetta sé bara ein sneið og ekki verði tekið meira. Yfirfært á heilbrigðismálin er sagt að það sé bara verið að leysa tiltekinn bráðavanda, stytta biðlista og þvíumlíkt sem hljómar vel í eyrum okkar allra en engin stefnubreyting á ferðinni. En áður en við vitum er stór hluti af opinberu spægipylsunni horfinn og kominn á einkarekstrardiskinn, án þess að slíkt hafi nokkru sinni verið ákveðið, og fyrr en varir er einkavæðing heilbrigðiskerfisins orðin staðreynd án þess að Alþingi hafi nokkru sinni samþykkt að einkavæða heilbrigðiskerfið. Sérfræðingar í heilbrigðismálum benda ítrekað á vaxandi einkavæðingu heilbrigðiskerfisins hjá okkur og alþjóðlegar skýrslur taka undir, meðan stjórnmálamenn standa hissa í framan og segja – hva, nei, það er engin einkavæðing í gangi hér! Auðvitað er það ekki svo að markaðsvædd heilbrigðisþjónusta skili ekki ágætis heilbrigðisþjónustu og stundum betri en sú opinbera, fyrir suma. En mest öll reynsla, með Bandaríkin sem sönnunargagn númer eitt, bendir til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta sé dýrari en opinber, einfaldlega vegna þess að heilbrigðismarkaðurinn er svo frábrugðinn nær öllum öðrum mörkuðum. Að því er ég fæ best séð taka fræðirit og kennslubækur yfirleitt undir þetta. Til viðbótar virðist einkarekstur nær ætíð ýta undir meiri mismun milli ríkra og fátækra í aðgengi að þjónustu. Í þessu tiltekna máli er ekki ólíklegt að útvistun aðgerða til einkaaðila hafi þau áhrif að kostnaður á hverja aðgerð á opinberu sjúkrahúsi hækki, því fasti kostnaðurinn dreifist nú á færri aðgerðir en áður. Svokallaðar færibandaaðgerðir af þessu tagi eru gjarna mikilvægar í því að viðhalda hagkvæmni á skurðdeildum sjúkrahúsa. Peningarnir sem Klínikin fær fyrir þessar aðgerðir eru auðvitað peningar sem annars hefðu getað farið á opinberu sjúkrahúsin. Alþingi virðist nú ætla að auka enn frekar tilefni til einkavæðingar af þessu tagi með því að draga úr fjármunum til að ljúka við byggingu nýja Landspítalans, með þeirri hundalógík að það þurfi að spara í rekstri ríkisins. Þótt svona rökstuðningur teljist vera í samræmi við viðurkenndar aðferðir í fjárlagagerð, þá sér hver sæmilega skynsöm manneskja að það er enginn sparnaður fólginn í því að klára ekki byggingu sem er langt komin, þvert á móti. Ein megin röksemdin fyrir byggingu spítalans var að aukin hagræðing mundi nást þegar hann væri tilbúinn. Frestun verkloka gerir ekkert annað en að fresta því að hagræðingin skili sér. Auk þess er það velþekkt að langur framkvæmdatími er líklega öruggasta ávísun sem til er á að kostnaður fari fram úr áætlun. Með hverju ári sem líður án þess að spítalinn opni skapast þess utan ný tækifæri fyrir samninga við einkaaðila til að „flýta því að fólk fái þjónustu.“ Um þessi mál má auðvitað deila og einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er lögmætt sjónarmið, þótt sá sem þetta ritar telji hann til óþurftar. Mér finnst þó lágmark að þeir stjórnmálamenn sem vilja meiri einkarekstur í heilbrigðisþjónustu nái því fram með samþykkt laga eða þingsályktunar sem með beinum hætti staðfestir slíkt markmið, en leyfi ekki Sjúkratryggingum og Klínikinni sífellt að laumast fram í búr með einkarekstrarhnífinn í hönd að stela sneið af fjármunum til heilbrigðismála. Höfundur var einu sinni hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun