Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar 14. nóvember 2024 14:30 Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku. Í stuttu máli varpar þátturinn skýru ljósi á það hver ber höfuðábyrgð í þessu skammarlega máli. Ábyrgðin liggur hjá dómsmálaráðuneytinu. Lausnin, ný bálstofa, blasir við og dómsmálaráðuneytinu hefur verið bent á nauðsyn hennar í fjölda ára. Framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna hefur sagt að ný bálstofa sé eina lausnin og að nú þegar séu tilbúnar teikningar af fullhannaðri bálstofu sem einungis bíði eftir grænu ljósi frá dómsmálaráðuneytinu. Sjálfseignarstofnunin Tré lífsins er líka tilbúin að reisa bálstofu og hefur fullt fjármagn til þess að hefjast handa ef einungis grænt ljós bærist frá dómsmálaráðuneytinu. Þáttarstjórnandi lýsti ástandinu svo: - Báðir aðilar bíða í raun eftir pólitískum svörum um hvernig framtíðin eigi að líta út í þessum efnum - . Svör hæstsvirsts dómsmálaráðherra voru um margt áhugaverð, sér í lagi sökum þess að þau virðast engan veginn standast skoðun. Opinber gögn eru í hrópandi mótsögn við málatilbúnaðinn, sem setur stórt spurningamerki við trúverðugleika ráðherrans. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, þú sagðir í viðtalinu að þú hefðir ekki getað (og gætir ekki) gert neitt í málinu og tilgreindir svo eftirfarandi ástæður fyrir aðgerðaleysi þínu: 1) - Í lok síðasta árs þá vorum við fullvissuð um það í ráðuneytinu eftir að það voru gerðar endurbætur á þessum ofnum að þessir ofnar gætu sinnt hlutverki sínu í einhver ár í viðbót. - Danskir sérfræðingar gerðu úttekt á ofnum Bálstofunnar árið 2021þar sem þeir lögðu ríka áherslu á að engar trygginar væru veittar, þar sem báðir ofnarnir eru mjög slitnir. Strax í kjölfar skýrslunnar tilkynntiBálstofan svo Heilbrigðiseftirlitinu aðalniðurstöður skýrslunnar í tölvupósti: að ekki væri tæknilega mögulegt að setja upp viðunandi mengunarvarnir og þar af leiðandi myndi Bálstofan aldrei geta uppfyllt starfsskilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Við foreldrar kynntum okkur þessa skýrslu, sem er opinbert gagn, og fengum auðveldan aðgang að ofangreindum tölvupósti sem er runninn undan rifjum Bálstofunnar sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. 2) - ... þá var ég með lagafrumvarp í gangi sem að nær ekki fram að ganga út af þingslitum ... - Okkur þætti vænt um að vita hvaða frumvarp þú ert að tala um og hvernig það átti að leysa okkar vanda. Á þingmálaskrá dómsmálaráðherra: https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/ er minnst á frumvarp sem er ætlað að skilgreina betur rekstrarumhverfi líkhúsa og lagt til að auka frelsi við dreifingu á ösku látinna einstaklinga. Ekki eitt orð um bálstofu. Í marga mánuði höfum við foreldrar barist fyrir velferð barnanna okkar sem er ógnað vegna mengandi starfsemi Bálstofunnar. Og þetta eru svörin frá þér? Þú gafst þér ekki einu sinni tvær mínútur til að gefa þessi loðnu svör sem ekki standast skoðun. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Þú sagðir í viðtalinu að þér þyki leitt að heyra um kvartanir okkar foreldra. Veistu hvað, við erum líka leið. Í sannleika sagt erum við einfaldlega bálreið og krefjumst aðgerða. Öll ráðuneytin eru starfandi þrátt fyrir þingslit og mörg þeirra eru að vinna hörðum höndum að alls konar málum. Á síðustu dögum höfum við fundið fyrir einlægum vilja starfsfólks bæði Heilbrigðiseftirlitsins og Bálstofunnar til þess að finna skammtímalausn í þágu barnanna. En eins og sakir standa virðist þín arfleifð í dómsmálaráðuneytinu vera algjört aðgerðaleysi í þessum málaflokki. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Höfundur er doktor í tölfræði og formaður foreldrafélags Sólborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kirkjugarðar Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku. Í stuttu máli varpar þátturinn skýru ljósi á það hver ber höfuðábyrgð í þessu skammarlega máli. Ábyrgðin liggur hjá dómsmálaráðuneytinu. Lausnin, ný bálstofa, blasir við og dómsmálaráðuneytinu hefur verið bent á nauðsyn hennar í fjölda ára. Framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna hefur sagt að ný bálstofa sé eina lausnin og að nú þegar séu tilbúnar teikningar af fullhannaðri bálstofu sem einungis bíði eftir grænu ljósi frá dómsmálaráðuneytinu. Sjálfseignarstofnunin Tré lífsins er líka tilbúin að reisa bálstofu og hefur fullt fjármagn til þess að hefjast handa ef einungis grænt ljós bærist frá dómsmálaráðuneytinu. Þáttarstjórnandi lýsti ástandinu svo: - Báðir aðilar bíða í raun eftir pólitískum svörum um hvernig framtíðin eigi að líta út í þessum efnum - . Svör hæstsvirsts dómsmálaráðherra voru um margt áhugaverð, sér í lagi sökum þess að þau virðast engan veginn standast skoðun. Opinber gögn eru í hrópandi mótsögn við málatilbúnaðinn, sem setur stórt spurningamerki við trúverðugleika ráðherrans. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, þú sagðir í viðtalinu að þú hefðir ekki getað (og gætir ekki) gert neitt í málinu og tilgreindir svo eftirfarandi ástæður fyrir aðgerðaleysi þínu: 1) - Í lok síðasta árs þá vorum við fullvissuð um það í ráðuneytinu eftir að það voru gerðar endurbætur á þessum ofnum að þessir ofnar gætu sinnt hlutverki sínu í einhver ár í viðbót. - Danskir sérfræðingar gerðu úttekt á ofnum Bálstofunnar árið 2021þar sem þeir lögðu ríka áherslu á að engar trygginar væru veittar, þar sem báðir ofnarnir eru mjög slitnir. Strax í kjölfar skýrslunnar tilkynntiBálstofan svo Heilbrigðiseftirlitinu aðalniðurstöður skýrslunnar í tölvupósti: að ekki væri tæknilega mögulegt að setja upp viðunandi mengunarvarnir og þar af leiðandi myndi Bálstofan aldrei geta uppfyllt starfsskilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Við foreldrar kynntum okkur þessa skýrslu, sem er opinbert gagn, og fengum auðveldan aðgang að ofangreindum tölvupósti sem er runninn undan rifjum Bálstofunnar sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. 2) - ... þá var ég með lagafrumvarp í gangi sem að nær ekki fram að ganga út af þingslitum ... - Okkur þætti vænt um að vita hvaða frumvarp þú ert að tala um og hvernig það átti að leysa okkar vanda. Á þingmálaskrá dómsmálaráðherra: https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/ er minnst á frumvarp sem er ætlað að skilgreina betur rekstrarumhverfi líkhúsa og lagt til að auka frelsi við dreifingu á ösku látinna einstaklinga. Ekki eitt orð um bálstofu. Í marga mánuði höfum við foreldrar barist fyrir velferð barnanna okkar sem er ógnað vegna mengandi starfsemi Bálstofunnar. Og þetta eru svörin frá þér? Þú gafst þér ekki einu sinni tvær mínútur til að gefa þessi loðnu svör sem ekki standast skoðun. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Þú sagðir í viðtalinu að þér þyki leitt að heyra um kvartanir okkar foreldra. Veistu hvað, við erum líka leið. Í sannleika sagt erum við einfaldlega bálreið og krefjumst aðgerða. Öll ráðuneytin eru starfandi þrátt fyrir þingslit og mörg þeirra eru að vinna hörðum höndum að alls konar málum. Á síðustu dögum höfum við fundið fyrir einlægum vilja starfsfólks bæði Heilbrigðiseftirlitsins og Bálstofunnar til þess að finna skammtímalausn í þágu barnanna. En eins og sakir standa virðist þín arfleifð í dómsmálaráðuneytinu vera algjört aðgerðaleysi í þessum málaflokki. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Höfundur er doktor í tölfræði og formaður foreldrafélags Sólborgar.
Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun