Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar 12. nóvember 2024 09:15 Margir Íslendingar þurfa reglulega að velta fyrir sér þessari spurningu. Fólk sem flutti frá æskuslóðum til að sækja menntun og reynslu annars staðar. Flest þekkjum við dæmi og jafnvel af eigin raun. Það er stórkostlegt hve margir fá tækifæri til að hleypa heimdraganum, kynnast nýjum stöðum og stækka reynsluheiminn. Sumir koma sér fyrir, stofna jafnvel fjölskyldu og ílengjast. En yfirleitt dúkkar upp spurningin á einhverjum tímapunkti. Hvenær á að flytja heim? Svarið felur kannski sjaldnast í sér nákvæma tímasetningu heldur aðstæður sem þurfa að vera fyrir hendi. Og það er eitt af því sem samfélög hringinn í kringum landið velta fyrir sér, hvað þurfi til þess að ungt fólk vilji koma aftur heim. Atvinnumöguleikar, húsnæðismál, vinir og fjölskylda, skólar, afþreying, mannlíf og nærþjónusta ýmisskonar eru dæmi um atriði sem geta skipt máli. Það var að minnsta kosti þannig þegar ég stóð í þessum sporum á sínum tíma og valdi Ísland, Akureyri nánar tiltekið. En við erum sem betur fer misjöfn og þar af leiðandi skora ólíkir búsetukostir mishátt. Samgöngur og heilbrigðisþjónusta eru grunnstoðir Að mínu mati eru þó tvö atriði sem verður að taka sérstaklega út fyrir sviga varðandi hlutverk ríkisvaldsins í byggðaþróun. Öruggar samgöngur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu hljóta að vera allt að því nauðsynleg skilyrði fyrir því að fólk geti hugsað sér að setjast að á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja í þessum efnum, enda hefur hann verið á vaktinni í gegnum helstu framfaraskeið landsins og staðið fyrir mörgum samgönguframkvæmdum sem hafa gjörbreytt búsetuskilyrðum fólks. Hann hefur einnig lagt mikilvæg lóð á vogarskálar við að byggja upp heilbrigðiskerfið og á stundum staðið einn í baráttunni fyrir þróun og raunverulegum framförum, þegar pólitískar kreddur annarra flokka hafa staðið í vegi fyrir bættri þjónustu. Nýtum fjölbreyttar leiðir til árangurs Næsta framfaraskeið í þessum mikilvægu málaflokkum getur verið framundan. Markmiðið er að veita öllum trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efnahag, en til þess þarf að skilgreina betur hlutverk og auka samstarf þjónustuveitenda, bæði opinberra og sjálfstætt starfandi. Við þurfum að standa vörð um fjármögnun, en jafnframt að leggja meiri áherslu á nýsköpun, stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu í bland við komur sérfræðinga á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og draga þannig úr kostnaðarsömum læknisheimsóknum til Reykjavíkur. Í þessu samhengi er vert að nefna sérstaklega Sjúkrahúsið á Akureyri sem gegnir lykilhlutverki gagnvart stóru svæði og landinu í heild sem varasjúkrahús. Við eigum framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk og þurfum að búa þannig um hnútana að það vilji búa hér og sinna sínum verðmætu störfum um allt land. Hvað samgöngumálin varðar þá ætti að vera forgangsmál stjórnvalda á hverjum tíma að halda við og byggja upp vegi, brýr og aðra samgönguinnviði. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að forgangsraða fjármunum til nauðsynlegra samgönguúrbóta og beita fjölbreyttari leiðum, meðal annars í samstarfi við einkaaðila, til þess að flýta uppbyggingu. Umferð hefur stóraukist og slit á vegum sömuleiðis á meðan tekjur til viðhalds og endurbóta hafa dregist saman. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun á vegakerfinu til framtíðar og þótt við getum deilt um leiðir og útfærslu þá hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem nota vegina taki aukinn þátt í að halda þeim við. Að mínu mati þyrfti jafnframt að setja kraft í jarðgangaframkvæmdir enda af nógu að taka, ekki síst á Norður- og Austurlandi, og ætti að vera markmið að á hverjum tíma séu ein jarðgöng á framkvæmdastigi. Það eru sannarlega verk að vinna, en við þurfum að forgangsraða nauðsynlegum innviðum svo að fólk geti raunverulega valið sér búsetu. En til þess þurfum við líka sterkan Sjálfstæðisflokk – fyrir okkur öll. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar þurfa reglulega að velta fyrir sér þessari spurningu. Fólk sem flutti frá æskuslóðum til að sækja menntun og reynslu annars staðar. Flest þekkjum við dæmi og jafnvel af eigin raun. Það er stórkostlegt hve margir fá tækifæri til að hleypa heimdraganum, kynnast nýjum stöðum og stækka reynsluheiminn. Sumir koma sér fyrir, stofna jafnvel fjölskyldu og ílengjast. En yfirleitt dúkkar upp spurningin á einhverjum tímapunkti. Hvenær á að flytja heim? Svarið felur kannski sjaldnast í sér nákvæma tímasetningu heldur aðstæður sem þurfa að vera fyrir hendi. Og það er eitt af því sem samfélög hringinn í kringum landið velta fyrir sér, hvað þurfi til þess að ungt fólk vilji koma aftur heim. Atvinnumöguleikar, húsnæðismál, vinir og fjölskylda, skólar, afþreying, mannlíf og nærþjónusta ýmisskonar eru dæmi um atriði sem geta skipt máli. Það var að minnsta kosti þannig þegar ég stóð í þessum sporum á sínum tíma og valdi Ísland, Akureyri nánar tiltekið. En við erum sem betur fer misjöfn og þar af leiðandi skora ólíkir búsetukostir mishátt. Samgöngur og heilbrigðisþjónusta eru grunnstoðir Að mínu mati eru þó tvö atriði sem verður að taka sérstaklega út fyrir sviga varðandi hlutverk ríkisvaldsins í byggðaþróun. Öruggar samgöngur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu hljóta að vera allt að því nauðsynleg skilyrði fyrir því að fólk geti hugsað sér að setjast að á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja í þessum efnum, enda hefur hann verið á vaktinni í gegnum helstu framfaraskeið landsins og staðið fyrir mörgum samgönguframkvæmdum sem hafa gjörbreytt búsetuskilyrðum fólks. Hann hefur einnig lagt mikilvæg lóð á vogarskálar við að byggja upp heilbrigðiskerfið og á stundum staðið einn í baráttunni fyrir þróun og raunverulegum framförum, þegar pólitískar kreddur annarra flokka hafa staðið í vegi fyrir bættri þjónustu. Nýtum fjölbreyttar leiðir til árangurs Næsta framfaraskeið í þessum mikilvægu málaflokkum getur verið framundan. Markmiðið er að veita öllum trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efnahag, en til þess þarf að skilgreina betur hlutverk og auka samstarf þjónustuveitenda, bæði opinberra og sjálfstætt starfandi. Við þurfum að standa vörð um fjármögnun, en jafnframt að leggja meiri áherslu á nýsköpun, stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu í bland við komur sérfræðinga á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og draga þannig úr kostnaðarsömum læknisheimsóknum til Reykjavíkur. Í þessu samhengi er vert að nefna sérstaklega Sjúkrahúsið á Akureyri sem gegnir lykilhlutverki gagnvart stóru svæði og landinu í heild sem varasjúkrahús. Við eigum framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk og þurfum að búa þannig um hnútana að það vilji búa hér og sinna sínum verðmætu störfum um allt land. Hvað samgöngumálin varðar þá ætti að vera forgangsmál stjórnvalda á hverjum tíma að halda við og byggja upp vegi, brýr og aðra samgönguinnviði. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að forgangsraða fjármunum til nauðsynlegra samgönguúrbóta og beita fjölbreyttari leiðum, meðal annars í samstarfi við einkaaðila, til þess að flýta uppbyggingu. Umferð hefur stóraukist og slit á vegum sömuleiðis á meðan tekjur til viðhalds og endurbóta hafa dregist saman. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun á vegakerfinu til framtíðar og þótt við getum deilt um leiðir og útfærslu þá hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem nota vegina taki aukinn þátt í að halda þeim við. Að mínu mati þyrfti jafnframt að setja kraft í jarðgangaframkvæmdir enda af nógu að taka, ekki síst á Norður- og Austurlandi, og ætti að vera markmið að á hverjum tíma séu ein jarðgöng á framkvæmdastigi. Það eru sannarlega verk að vinna, en við þurfum að forgangsraða nauðsynlegum innviðum svo að fólk geti raunverulega valið sér búsetu. En til þess þurfum við líka sterkan Sjálfstæðisflokk – fyrir okkur öll. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun