Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar 12. nóvember 2024 09:15 Margir Íslendingar þurfa reglulega að velta fyrir sér þessari spurningu. Fólk sem flutti frá æskuslóðum til að sækja menntun og reynslu annars staðar. Flest þekkjum við dæmi og jafnvel af eigin raun. Það er stórkostlegt hve margir fá tækifæri til að hleypa heimdraganum, kynnast nýjum stöðum og stækka reynsluheiminn. Sumir koma sér fyrir, stofna jafnvel fjölskyldu og ílengjast. En yfirleitt dúkkar upp spurningin á einhverjum tímapunkti. Hvenær á að flytja heim? Svarið felur kannski sjaldnast í sér nákvæma tímasetningu heldur aðstæður sem þurfa að vera fyrir hendi. Og það er eitt af því sem samfélög hringinn í kringum landið velta fyrir sér, hvað þurfi til þess að ungt fólk vilji koma aftur heim. Atvinnumöguleikar, húsnæðismál, vinir og fjölskylda, skólar, afþreying, mannlíf og nærþjónusta ýmisskonar eru dæmi um atriði sem geta skipt máli. Það var að minnsta kosti þannig þegar ég stóð í þessum sporum á sínum tíma og valdi Ísland, Akureyri nánar tiltekið. En við erum sem betur fer misjöfn og þar af leiðandi skora ólíkir búsetukostir mishátt. Samgöngur og heilbrigðisþjónusta eru grunnstoðir Að mínu mati eru þó tvö atriði sem verður að taka sérstaklega út fyrir sviga varðandi hlutverk ríkisvaldsins í byggðaþróun. Öruggar samgöngur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu hljóta að vera allt að því nauðsynleg skilyrði fyrir því að fólk geti hugsað sér að setjast að á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja í þessum efnum, enda hefur hann verið á vaktinni í gegnum helstu framfaraskeið landsins og staðið fyrir mörgum samgönguframkvæmdum sem hafa gjörbreytt búsetuskilyrðum fólks. Hann hefur einnig lagt mikilvæg lóð á vogarskálar við að byggja upp heilbrigðiskerfið og á stundum staðið einn í baráttunni fyrir þróun og raunverulegum framförum, þegar pólitískar kreddur annarra flokka hafa staðið í vegi fyrir bættri þjónustu. Nýtum fjölbreyttar leiðir til árangurs Næsta framfaraskeið í þessum mikilvægu málaflokkum getur verið framundan. Markmiðið er að veita öllum trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efnahag, en til þess þarf að skilgreina betur hlutverk og auka samstarf þjónustuveitenda, bæði opinberra og sjálfstætt starfandi. Við þurfum að standa vörð um fjármögnun, en jafnframt að leggja meiri áherslu á nýsköpun, stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu í bland við komur sérfræðinga á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og draga þannig úr kostnaðarsömum læknisheimsóknum til Reykjavíkur. Í þessu samhengi er vert að nefna sérstaklega Sjúkrahúsið á Akureyri sem gegnir lykilhlutverki gagnvart stóru svæði og landinu í heild sem varasjúkrahús. Við eigum framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk og þurfum að búa þannig um hnútana að það vilji búa hér og sinna sínum verðmætu störfum um allt land. Hvað samgöngumálin varðar þá ætti að vera forgangsmál stjórnvalda á hverjum tíma að halda við og byggja upp vegi, brýr og aðra samgönguinnviði. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að forgangsraða fjármunum til nauðsynlegra samgönguúrbóta og beita fjölbreyttari leiðum, meðal annars í samstarfi við einkaaðila, til þess að flýta uppbyggingu. Umferð hefur stóraukist og slit á vegum sömuleiðis á meðan tekjur til viðhalds og endurbóta hafa dregist saman. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun á vegakerfinu til framtíðar og þótt við getum deilt um leiðir og útfærslu þá hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem nota vegina taki aukinn þátt í að halda þeim við. Að mínu mati þyrfti jafnframt að setja kraft í jarðgangaframkvæmdir enda af nógu að taka, ekki síst á Norður- og Austurlandi, og ætti að vera markmið að á hverjum tíma séu ein jarðgöng á framkvæmdastigi. Það eru sannarlega verk að vinna, en við þurfum að forgangsraða nauðsynlegum innviðum svo að fólk geti raunverulega valið sér búsetu. En til þess þurfum við líka sterkan Sjálfstæðisflokk – fyrir okkur öll. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar þurfa reglulega að velta fyrir sér þessari spurningu. Fólk sem flutti frá æskuslóðum til að sækja menntun og reynslu annars staðar. Flest þekkjum við dæmi og jafnvel af eigin raun. Það er stórkostlegt hve margir fá tækifæri til að hleypa heimdraganum, kynnast nýjum stöðum og stækka reynsluheiminn. Sumir koma sér fyrir, stofna jafnvel fjölskyldu og ílengjast. En yfirleitt dúkkar upp spurningin á einhverjum tímapunkti. Hvenær á að flytja heim? Svarið felur kannski sjaldnast í sér nákvæma tímasetningu heldur aðstæður sem þurfa að vera fyrir hendi. Og það er eitt af því sem samfélög hringinn í kringum landið velta fyrir sér, hvað þurfi til þess að ungt fólk vilji koma aftur heim. Atvinnumöguleikar, húsnæðismál, vinir og fjölskylda, skólar, afþreying, mannlíf og nærþjónusta ýmisskonar eru dæmi um atriði sem geta skipt máli. Það var að minnsta kosti þannig þegar ég stóð í þessum sporum á sínum tíma og valdi Ísland, Akureyri nánar tiltekið. En við erum sem betur fer misjöfn og þar af leiðandi skora ólíkir búsetukostir mishátt. Samgöngur og heilbrigðisþjónusta eru grunnstoðir Að mínu mati eru þó tvö atriði sem verður að taka sérstaklega út fyrir sviga varðandi hlutverk ríkisvaldsins í byggðaþróun. Öruggar samgöngur og aðgengi að heilbrigðisþjónustu hljóta að vera allt að því nauðsynleg skilyrði fyrir því að fólk geti hugsað sér að setjast að á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja í þessum efnum, enda hefur hann verið á vaktinni í gegnum helstu framfaraskeið landsins og staðið fyrir mörgum samgönguframkvæmdum sem hafa gjörbreytt búsetuskilyrðum fólks. Hann hefur einnig lagt mikilvæg lóð á vogarskálar við að byggja upp heilbrigðiskerfið og á stundum staðið einn í baráttunni fyrir þróun og raunverulegum framförum, þegar pólitískar kreddur annarra flokka hafa staðið í vegi fyrir bættri þjónustu. Nýtum fjölbreyttar leiðir til árangurs Næsta framfaraskeið í þessum mikilvægu málaflokkum getur verið framundan. Markmiðið er að veita öllum trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efnahag, en til þess þarf að skilgreina betur hlutverk og auka samstarf þjónustuveitenda, bæði opinberra og sjálfstætt starfandi. Við þurfum að standa vörð um fjármögnun, en jafnframt að leggja meiri áherslu á nýsköpun, stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu í bland við komur sérfræðinga á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og draga þannig úr kostnaðarsömum læknisheimsóknum til Reykjavíkur. Í þessu samhengi er vert að nefna sérstaklega Sjúkrahúsið á Akureyri sem gegnir lykilhlutverki gagnvart stóru svæði og landinu í heild sem varasjúkrahús. Við eigum framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk og þurfum að búa þannig um hnútana að það vilji búa hér og sinna sínum verðmætu störfum um allt land. Hvað samgöngumálin varðar þá ætti að vera forgangsmál stjórnvalda á hverjum tíma að halda við og byggja upp vegi, brýr og aðra samgönguinnviði. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að forgangsraða fjármunum til nauðsynlegra samgönguúrbóta og beita fjölbreyttari leiðum, meðal annars í samstarfi við einkaaðila, til þess að flýta uppbyggingu. Umferð hefur stóraukist og slit á vegum sömuleiðis á meðan tekjur til viðhalds og endurbóta hafa dregist saman. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun á vegakerfinu til framtíðar og þótt við getum deilt um leiðir og útfærslu þá hlýtur að vera eðlilegt að þeir sem nota vegina taki aukinn þátt í að halda þeim við. Að mínu mati þyrfti jafnframt að setja kraft í jarðgangaframkvæmdir enda af nógu að taka, ekki síst á Norður- og Austurlandi, og ætti að vera markmið að á hverjum tíma séu ein jarðgöng á framkvæmdastigi. Það eru sannarlega verk að vinna, en við þurfum að forgangsraða nauðsynlegum innviðum svo að fólk geti raunverulega valið sér búsetu. En til þess þurfum við líka sterkan Sjálfstæðisflokk – fyrir okkur öll. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun