Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:32 Hafnarfjarðarbær var árið 2015 eitt af allra fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag og hóf í kjölfarið ýmsar aðgerðir, meðal annars samstarf við ,,Janus heilsueflingu“ um markvissa heilsueflingu fyrir eldri borgara. Það hefur reynst gríðarlega vinsælt enda um afar faglega handleiðslu að ræða sem skipt hefur sköpum fyrir hundruð Hafnfirðinga. Með frábæru utanumhaldi hefur Janus komið fjölda fólks af stað í hreyfingu, sumum í fyrsta sinn, og að námskeiði loknu hefur fólk síðan haldið áfram á eigin vegum. Nú hyggst Hafnarfjarðarbær fjárfesta enn frekar í forvörnum og lýðheilsu eldri borgara. Ákveðið hefur verið að auka fjölbreytni í þessum efnum með samstarfi við líkamsræktarstöðina Hress þar sem hópur fagfólks hefur hannað sérstakt æfingaprógram og handleiðslu fyrir 65 ára og eldri. Með framboði af þessu tagi er bæjarfélagið að leggja sitt af mörkum til að efla heilsutengdar forvarnir sem eru ekki síst mikilvægar þegar aldurinn færist yfir. Það er aldrei of seint að huga að heilsunni en með markvissri þjálfun er hægt að bæta liðleika, styrk og þol á hvaða aldri sem er. Þannig aukast lífsgæðin; heilsan og hreyfifærnin batnar og þannig getur fólk tekist lengur á við athafnir daglegs með hækkandi aldri. Í nýrri fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 gerir Hafnarfjarðarbær einnig ráð fyrir því að hækka tekjuviðmið frístundastyrks til eldri borgara. Það er gaman og gott að eldast þegar heilsan er góð og hvað er skemmtilegra en að hreyfa sig og þjálfa í góðum hópi. Að mínu mati á lýðheilsa og fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir alla aldurshópa að fléttast mun meira inn í heilbrigðiskerfið allt en nú er. Það er góð fjárfesting í öllu tilliti en sérstaklega fyrir fólkið sjálft og þeirra lífsgæði. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hafnarfjörður Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Hafnarfjarðarbær var árið 2015 eitt af allra fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag og hóf í kjölfarið ýmsar aðgerðir, meðal annars samstarf við ,,Janus heilsueflingu“ um markvissa heilsueflingu fyrir eldri borgara. Það hefur reynst gríðarlega vinsælt enda um afar faglega handleiðslu að ræða sem skipt hefur sköpum fyrir hundruð Hafnfirðinga. Með frábæru utanumhaldi hefur Janus komið fjölda fólks af stað í hreyfingu, sumum í fyrsta sinn, og að námskeiði loknu hefur fólk síðan haldið áfram á eigin vegum. Nú hyggst Hafnarfjarðarbær fjárfesta enn frekar í forvörnum og lýðheilsu eldri borgara. Ákveðið hefur verið að auka fjölbreytni í þessum efnum með samstarfi við líkamsræktarstöðina Hress þar sem hópur fagfólks hefur hannað sérstakt æfingaprógram og handleiðslu fyrir 65 ára og eldri. Með framboði af þessu tagi er bæjarfélagið að leggja sitt af mörkum til að efla heilsutengdar forvarnir sem eru ekki síst mikilvægar þegar aldurinn færist yfir. Það er aldrei of seint að huga að heilsunni en með markvissri þjálfun er hægt að bæta liðleika, styrk og þol á hvaða aldri sem er. Þannig aukast lífsgæðin; heilsan og hreyfifærnin batnar og þannig getur fólk tekist lengur á við athafnir daglegs með hækkandi aldri. Í nýrri fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 gerir Hafnarfjarðarbær einnig ráð fyrir því að hækka tekjuviðmið frístundastyrks til eldri borgara. Það er gaman og gott að eldast þegar heilsan er góð og hvað er skemmtilegra en að hreyfa sig og þjálfa í góðum hópi. Að mínu mati á lýðheilsa og fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir alla aldurshópa að fléttast mun meira inn í heilbrigðiskerfið allt en nú er. Það er góð fjárfesting í öllu tilliti en sérstaklega fyrir fólkið sjálft og þeirra lífsgæði. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar