Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 20:01 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands og Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun kalla eftir fleiri aðgerðum vegna vímuefnavandans hér á landi. Vísir Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en í fyrra samkvæmt Landlækni þegar þau voru 56 talsins. Af þeim voru 34 vegna ópíóíða-eitrana. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ sagði í kvöldfréttum í gær að þetta væri í samræmi við þróun hjá þeim. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Alvarleg staða Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun segir tölurnar sláandi. Ísland er með þeim löndum er með mestan fjölda dauðsfalla þegar kemur að lyfjaeitrunum og ofskömmtunum. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál. Svala vísar í tölur frá Lyfjastofnun Evrópusambandsins (EUDA) frá 2022. Þar kemur fram að dauðsföll vegna lyfjatengdar andláta voru að meðaltali um tvö koma þrjú á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu en hlutfallið var 14,8 hér á landi í fyrra samkvæmt gögnum Landlæknis. Brýn þörf á fleiri úrræðum Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar.Vísir Svala segir þörf á margvíslegum aðgerðum í málaflokknum. „Það eru engar vísbendingar um að ópíóðafaraldurinn sé að dala í Evrópu. Þvert á móti þá hefur orðið aukning á dauðsföllum af völdum þessara lyfja og einnig gervi ópíóíða. Við þurfum að fara í víðtækar aðgerðir til draga úr þessari þróun á mörgum stigum samfélagsins. Það þarf t.d. að auka opnunartíma í neyslurýminu Ylju, við þurfum að auka verulega aðgengi að Nalaxone-nefúða, auka aðgengi að fjölbreyttum lyfjameðferðum fyrir fólk sem er þegar háð ópíóðum og skoða löggjöfina okkar með tilliti til þröskulda að viðbragðs- og bráðaþjónustu,“ segir Svala. Hún segir að núverandi heilbrigðisráðherra hafi gert ýmislegt til að sporna við vandanum en það sé ekki nóg. „Það hefur ekki verið nógu mikill pólitískur vilji til að draga úr þessum dauðsföllum. Það þurfa fleiri að koma að borðinu en eingöngu heilbrigðisráðuneytið,“ segir Svala. Lyfjafræðingar berjast fyrir að fá að selja mótefni í lausasölu Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir að stéttin finni mikið fyrir ópíóðavandanum. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.Vísir „Við finnum fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og við erum með ákveðin áköll til að hjálpa þessu fólki sem glímir við ópíóðafikn og aðstandendum þeirra. Lyfjafræðingar hafa barist fyrir að afá að selja Naloxone- nefúða í lausasölu. Nú er úðinn lyfseðilskyldur. Naloxóne er mótefni gegn ópíóíðalyfjum eins og morfíni, fentanýl, oxykódoni, heróín, metadón og búprenorfín. Lyfið er neyðarlyf og stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og er notað tafarlaust við ofskömmtun. Það getur bjargað mannslífum,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg kallar eftir skýringum fyrir því að enn hafi ekki fengist leyfi til að selja Naloxóne í lausasölu. „Við erum búin að vera í samtali við Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytið. Við höfum kallað eftir skýringum um hvað hindrar en fáum ekki skýr svör. Nú sendi ég beiðnina aftur út í kosmósið. Við hljótum að geta gert þetta saman, því þetta er mjög mikilvægt,“ segir hún. Niðurtröppun glænýtt úrræði í apótekum Hún bendir jafnframt á nýtt úrræði sem apótek bjóða nú upp á fyrir þá sem eru háðir ópíóðum og vilja hætta en þurfa að trappa sig niðurþví hættulegt geti reynst að hætta skyndilega á ópíóðalyfjum. „Í fyrsta skipti er hægt að fara í apótek og fá tilvísun í niðurtröppun á ópíóðalyfjum sem er mjög mikilvægt skref fyrir þann hóp sem glímir við þennan vanda,“ segir Sigurbjörg að lokum. Lyf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en í fyrra samkvæmt Landlækni þegar þau voru 56 talsins. Af þeim voru 34 vegna ópíóíða-eitrana. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ sagði í kvöldfréttum í gær að þetta væri í samræmi við þróun hjá þeim. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Alvarleg staða Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun segir tölurnar sláandi. Ísland er með þeim löndum er með mestan fjölda dauðsfalla þegar kemur að lyfjaeitrunum og ofskömmtunum. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál. Svala vísar í tölur frá Lyfjastofnun Evrópusambandsins (EUDA) frá 2022. Þar kemur fram að dauðsföll vegna lyfjatengdar andláta voru að meðaltali um tvö koma þrjú á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu en hlutfallið var 14,8 hér á landi í fyrra samkvæmt gögnum Landlæknis. Brýn þörf á fleiri úrræðum Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar.Vísir Svala segir þörf á margvíslegum aðgerðum í málaflokknum. „Það eru engar vísbendingar um að ópíóðafaraldurinn sé að dala í Evrópu. Þvert á móti þá hefur orðið aukning á dauðsföllum af völdum þessara lyfja og einnig gervi ópíóíða. Við þurfum að fara í víðtækar aðgerðir til draga úr þessari þróun á mörgum stigum samfélagsins. Það þarf t.d. að auka opnunartíma í neyslurýminu Ylju, við þurfum að auka verulega aðgengi að Nalaxone-nefúða, auka aðgengi að fjölbreyttum lyfjameðferðum fyrir fólk sem er þegar háð ópíóðum og skoða löggjöfina okkar með tilliti til þröskulda að viðbragðs- og bráðaþjónustu,“ segir Svala. Hún segir að núverandi heilbrigðisráðherra hafi gert ýmislegt til að sporna við vandanum en það sé ekki nóg. „Það hefur ekki verið nógu mikill pólitískur vilji til að draga úr þessum dauðsföllum. Það þurfa fleiri að koma að borðinu en eingöngu heilbrigðisráðuneytið,“ segir Svala. Lyfjafræðingar berjast fyrir að fá að selja mótefni í lausasölu Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir að stéttin finni mikið fyrir ópíóðavandanum. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.Vísir „Við finnum fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og við erum með ákveðin áköll til að hjálpa þessu fólki sem glímir við ópíóðafikn og aðstandendum þeirra. Lyfjafræðingar hafa barist fyrir að afá að selja Naloxone- nefúða í lausasölu. Nú er úðinn lyfseðilskyldur. Naloxóne er mótefni gegn ópíóíðalyfjum eins og morfíni, fentanýl, oxykódoni, heróín, metadón og búprenorfín. Lyfið er neyðarlyf og stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og er notað tafarlaust við ofskömmtun. Það getur bjargað mannslífum,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg kallar eftir skýringum fyrir því að enn hafi ekki fengist leyfi til að selja Naloxóne í lausasölu. „Við erum búin að vera í samtali við Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytið. Við höfum kallað eftir skýringum um hvað hindrar en fáum ekki skýr svör. Nú sendi ég beiðnina aftur út í kosmósið. Við hljótum að geta gert þetta saman, því þetta er mjög mikilvægt,“ segir hún. Niðurtröppun glænýtt úrræði í apótekum Hún bendir jafnframt á nýtt úrræði sem apótek bjóða nú upp á fyrir þá sem eru háðir ópíóðum og vilja hætta en þurfa að trappa sig niðurþví hættulegt geti reynst að hætta skyndilega á ópíóðalyfjum. „Í fyrsta skipti er hægt að fara í apótek og fá tilvísun í niðurtröppun á ópíóðalyfjum sem er mjög mikilvægt skref fyrir þann hóp sem glímir við þennan vanda,“ segir Sigurbjörg að lokum.
Lyf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira