„Það er enginn að banna konum að vera heima“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:35 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Vísir/Egill Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram þingsályktunartillöguna en vilja með henni kalla eftir sveigjanlegri tilhögun á fæðingarorlofi. Núverandi fæðingarorlofsréttur á Íslandi er tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Þingmennirnir vilja að málum verði háttað þannig að foreldrar geti skipt þessu öðruvísi og annað verið þá í lengri tíma í fæðingarorlofi en hitt. Kvenréttindafélag Íslands leggst alfarið gegn tillögunni. „Það sem við sjáum í þessu er að jafnt skipt orlof er grundvöllur fyrir atvinnuþátttöku kvenna og þar af leiðandi fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Þannig að það er mjög mikilvægt að orlofinu sé jafnt skipt. En það eru hins vegar áunnin réttindi á vinnumarkaði sem á ekki að framselja eins og hefur verið og var í síðustu fæðingarorlofslögum. Við viljum bara halda þessu eins og þetta er núna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um gagnrýni ungrar konu, Guðfinnu Kristínar Björnsdóttur, á núverandi fæðingarorlofskerfi. Hún sagði marga bíða lengi með að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins og hvatti Kvenréttindafélag Íslands, sem hefur sett sig á móti breytingum, til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. „Við erum ekkert að skipta okkur af því hvort konur vilji vera heima með börnin sín eða ekki. Þetta varðar bara réttindi sem okkur finnst að feður eigi að hafa til jafns á við mæður. Það er enginn að banna konum að vera heima,“ segir Auður. Guðfinna benti á að á Norðurlöndunum er orlofsskylda föður til að mynda aðeins þrír mánuðir. Auður segir að reynslan þaðan sýni að feður taki styttra orlof. „Ef tillagan næði fram að ganga þá yrði það sannarlega afturför. Þá yrðu réttindi tekin defakto af feðrum því að þeir fengju þá minna fæðingarorlof og það er það sem við höfum séð í öðrum löndum þar sem svona breytingar hafa verið gerðar,“ segir Auður. „Til dæmis eins og í Noregi. Fæðingarorlof þeirra hefur verið skert og tími þeirra með börnunum sínum.“ Þá segist Auður upplifa breytingar þegar kemur að jafnréttisbaráttunni. „Það er mjög mikið bakslag í gangi og það er verið að gera breytingar á reglum og lögum sem að eru klárlega jafnréttismál, án þess að skoða það út frá jafnréttismálum. Ég nefni bara gjaldskrárhækkanir í leikskólum sem dæmi. Sem eru þá ekki skoðaðar út frá jafnréttismálum, þó að þetta sé klárlega jafnréttismál. Svo sjáum við bara miklu meiri heift í umræðunni,“ Sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Fæðingarorlof Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram þingsályktunartillöguna en vilja með henni kalla eftir sveigjanlegri tilhögun á fæðingarorlofi. Núverandi fæðingarorlofsréttur á Íslandi er tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Þingmennirnir vilja að málum verði háttað þannig að foreldrar geti skipt þessu öðruvísi og annað verið þá í lengri tíma í fæðingarorlofi en hitt. Kvenréttindafélag Íslands leggst alfarið gegn tillögunni. „Það sem við sjáum í þessu er að jafnt skipt orlof er grundvöllur fyrir atvinnuþátttöku kvenna og þar af leiðandi fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Þannig að það er mjög mikilvægt að orlofinu sé jafnt skipt. En það eru hins vegar áunnin réttindi á vinnumarkaði sem á ekki að framselja eins og hefur verið og var í síðustu fæðingarorlofslögum. Við viljum bara halda þessu eins og þetta er núna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um gagnrýni ungrar konu, Guðfinnu Kristínar Björnsdóttur, á núverandi fæðingarorlofskerfi. Hún sagði marga bíða lengi með að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins og hvatti Kvenréttindafélag Íslands, sem hefur sett sig á móti breytingum, til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. „Við erum ekkert að skipta okkur af því hvort konur vilji vera heima með börnin sín eða ekki. Þetta varðar bara réttindi sem okkur finnst að feður eigi að hafa til jafns á við mæður. Það er enginn að banna konum að vera heima,“ segir Auður. Guðfinna benti á að á Norðurlöndunum er orlofsskylda föður til að mynda aðeins þrír mánuðir. Auður segir að reynslan þaðan sýni að feður taki styttra orlof. „Ef tillagan næði fram að ganga þá yrði það sannarlega afturför. Þá yrðu réttindi tekin defakto af feðrum því að þeir fengju þá minna fæðingarorlof og það er það sem við höfum séð í öðrum löndum þar sem svona breytingar hafa verið gerðar,“ segir Auður. „Til dæmis eins og í Noregi. Fæðingarorlof þeirra hefur verið skert og tími þeirra með börnunum sínum.“ Þá segist Auður upplifa breytingar þegar kemur að jafnréttisbaráttunni. „Það er mjög mikið bakslag í gangi og það er verið að gera breytingar á reglum og lögum sem að eru klárlega jafnréttismál, án þess að skoða það út frá jafnréttismálum. Ég nefni bara gjaldskrárhækkanir í leikskólum sem dæmi. Sem eru þá ekki skoðaðar út frá jafnréttismálum, þó að þetta sé klárlega jafnréttismál. Svo sjáum við bara miklu meiri heift í umræðunni,“ Sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Fæðingarorlof Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira