Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 12:15 Á okkur dynja fréttir af slakri stöðu ungmenna í íslensku samfélagi, fréttir af ótímabærum dauða, ofbeldi, aukinni vanlíðan, minni hamingju og ráðaleysi í kerfunum okkar. Á síðasta ári létust samtals 25 manns undir 30 ára vofeiflega, þar af 15 vegna lyfjatengdra andláta (ofskömmtunar) og 10 vegna sjálfsvíga. Þetta þýðir að meira en 2 jarðarfarir voru í hverjum mánuði hjá ungu fólki sem varla var byrjað að lifa lífinu, fólk sem hefði átt að vera hér með okkur, eignast fjölskyldur og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Í kringum hvert þetta andlát eru um 100 manns, foreldrar, systkini, börn, makar og aðrir ástvinir sem sitja eftir í sárum. Þannig má segja að um 2.500 manns á Íslandi bara á síðast ári hafi orðið fyrir beinum áhrifum af andláti ungrar manneskju í blóma lífsins. Það sem ekki fylgir sögunni er hversu mikil gáruáhrif slíkt andlát hefur um allt samfélagið og hversu ótrúlega dýrt hvert andlát er, ekki bara í sorg og mannlegri þjáningu heldur í beinhörðum peningum. Ég finn til í kjarnanum í hvert sinn sem ég heyri fréttir af ótímabæru andláti ungrar manneskju, því ég hef sjálf upplifað að missa barn með þessum hætti. Í hvert sinn hugsa ég til fjölskyldu og vina og sársaukans sem þau upplifa að fá fréttirnar. Í hvert sinn bölva ég hraustlega og hugsa að það mátti koma í veg fyrir þessa þjáningu. Við ekki bara getum gert eitthvað meira í þessum málum við eigum að gera það. Lausnin felst ekki bara í því að styrkja okkar grunnkerfi, við þurfum líka að bæta við fjölbreyttari leiðum fyrir fólk til að takast á við vandann, vinna að forvörnum og snemmtækum lausnum og stórauka þannig aðgang ungs fólks og fjölskylda þeirra að fá hjálp, á sínum forsendum og á réttum tíma. Á Íslandi erum við ótrúlega rík af hugsjónafólki sem stofnað hefur félagasamtök til að vinna að málefnum fólks sem þarf aðstoð og er ég ein af þeim, enda stofnaði ég Bergið með góðu fólki. Einnig má nefna SÁÁ, Stígamót, Pieta, Sorgarmiðstöðina, Kvennaathvarfið, Bjarkahlíð, Rauði Krossinn, Rótina. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning. Þau urðu öll til út af götum í kerfunum okkar og hafa komið til móts við þarfir fólks með sveigjanlegri og oft nýstárlegri hætti en kerfin okkar hafa getað. Öll þessi samtök eiga það líka sameiginlegt að vera í sífelldri baráttu um takmarkað fjármagn þar sem ekki er fyrirsjáanleiki um peninga næsta árs. Þar sem gott tengslanet er meira virði en fagmennska til að lifa af. Það má ekki vera þannig. Við þurfum að taka ábyrgð á þessum málum, setja inn meira fjármagn, styðja grunnkerfin okkar en einnig styðja við fjölbreyttar leiðir sem koma til móts við fólk í vanda. En fyrst og fremst þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að taka ábyrgð á öllu okkar fólki. Hætta að henda því til og frá í flóknu kerfi, setja manneskjuna í miðjuna og láta kerfið vinna fyrir okkur. Við þurfum fólk við stjórnvölinn sem skilur vandamálið, sem skilur hvað þarf að gera til að leysa það og hefur getuna til að framkvæma. Fólk sem er tilbúið að axla ábyrgðina og gefast ekki upp fyrir verkefninu. Samfylkingin er afl sem mun geta sameinað nýja ríkisstjórn um þetta verkefni. Unga fólkið okkar er framtíðin, þau eru svo framsýn og flott og hafa svo mikla getu. En þau eru líka að biðja okkur um að við styðjum betur við þau svo þau geti lifað af í flóknum heimi og að við skilum til þeirra góðu samfélagi þar sem allir fá að blómstra. Höfundur situr í 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á okkur dynja fréttir af slakri stöðu ungmenna í íslensku samfélagi, fréttir af ótímabærum dauða, ofbeldi, aukinni vanlíðan, minni hamingju og ráðaleysi í kerfunum okkar. Á síðasta ári létust samtals 25 manns undir 30 ára vofeiflega, þar af 15 vegna lyfjatengdra andláta (ofskömmtunar) og 10 vegna sjálfsvíga. Þetta þýðir að meira en 2 jarðarfarir voru í hverjum mánuði hjá ungu fólki sem varla var byrjað að lifa lífinu, fólk sem hefði átt að vera hér með okkur, eignast fjölskyldur og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Í kringum hvert þetta andlát eru um 100 manns, foreldrar, systkini, börn, makar og aðrir ástvinir sem sitja eftir í sárum. Þannig má segja að um 2.500 manns á Íslandi bara á síðast ári hafi orðið fyrir beinum áhrifum af andláti ungrar manneskju í blóma lífsins. Það sem ekki fylgir sögunni er hversu mikil gáruáhrif slíkt andlát hefur um allt samfélagið og hversu ótrúlega dýrt hvert andlát er, ekki bara í sorg og mannlegri þjáningu heldur í beinhörðum peningum. Ég finn til í kjarnanum í hvert sinn sem ég heyri fréttir af ótímabæru andláti ungrar manneskju, því ég hef sjálf upplifað að missa barn með þessum hætti. Í hvert sinn hugsa ég til fjölskyldu og vina og sársaukans sem þau upplifa að fá fréttirnar. Í hvert sinn bölva ég hraustlega og hugsa að það mátti koma í veg fyrir þessa þjáningu. Við ekki bara getum gert eitthvað meira í þessum málum við eigum að gera það. Lausnin felst ekki bara í því að styrkja okkar grunnkerfi, við þurfum líka að bæta við fjölbreyttari leiðum fyrir fólk til að takast á við vandann, vinna að forvörnum og snemmtækum lausnum og stórauka þannig aðgang ungs fólks og fjölskylda þeirra að fá hjálp, á sínum forsendum og á réttum tíma. Á Íslandi erum við ótrúlega rík af hugsjónafólki sem stofnað hefur félagasamtök til að vinna að málefnum fólks sem þarf aðstoð og er ég ein af þeim, enda stofnaði ég Bergið með góðu fólki. Einnig má nefna SÁÁ, Stígamót, Pieta, Sorgarmiðstöðina, Kvennaathvarfið, Bjarkahlíð, Rauði Krossinn, Rótina. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning. Þau urðu öll til út af götum í kerfunum okkar og hafa komið til móts við þarfir fólks með sveigjanlegri og oft nýstárlegri hætti en kerfin okkar hafa getað. Öll þessi samtök eiga það líka sameiginlegt að vera í sífelldri baráttu um takmarkað fjármagn þar sem ekki er fyrirsjáanleiki um peninga næsta árs. Þar sem gott tengslanet er meira virði en fagmennska til að lifa af. Það má ekki vera þannig. Við þurfum að taka ábyrgð á þessum málum, setja inn meira fjármagn, styðja grunnkerfin okkar en einnig styðja við fjölbreyttar leiðir sem koma til móts við fólk í vanda. En fyrst og fremst þurfum við stjórnvöld sem eru tilbúin til að taka ábyrgð á öllu okkar fólki. Hætta að henda því til og frá í flóknu kerfi, setja manneskjuna í miðjuna og láta kerfið vinna fyrir okkur. Við þurfum fólk við stjórnvölinn sem skilur vandamálið, sem skilur hvað þarf að gera til að leysa það og hefur getuna til að framkvæma. Fólk sem er tilbúið að axla ábyrgðina og gefast ekki upp fyrir verkefninu. Samfylkingin er afl sem mun geta sameinað nýja ríkisstjórn um þetta verkefni. Unga fólkið okkar er framtíðin, þau eru svo framsýn og flott og hafa svo mikla getu. En þau eru líka að biðja okkur um að við styðjum betur við þau svo þau geti lifað af í flóknum heimi og að við skilum til þeirra góðu samfélagi þar sem allir fá að blómstra. Höfundur situr í 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun