Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar 8. nóvember 2024 12:02 Það var náttúrulega snjallt af hægri hugmyndasmiðjum að finna upp á hugtakinu „báknið burt” (remove the buteacracracy) og fullyrða að báknið bara vaxi og sé að koma okkur í þrot en nefna ekki einu orði hið raunverulega bákn í nútíma samfélagi sem er kapítalisminn. Ég held að það hafi verið Davíð Oddsson sem byrjaði með þetta slagorð á Íslandi, eitt af hans mörgu óhæfu verkum. Auðsöfnun á fárra hendur er orðið svo geigvænlegt að ekkert annað bákn kemst í hálfkvisti við það, ekkert vald í okkar nútíma þjóðfélagi jafnast á við auðvaldið, allavega ekki ríkisbáknið. Þessi bákn eru af ólíkum toga, ríkisbáknið með sína skóla, heilbrigðiskerfi og samgöngur er komið til af þörfum samfélagsins og byggt upp af því. Hitt báknið eru kapítalistarnir sem safna auði á allt færri hendur, hafa enga lýðræðislega skírskotun og er bara til fyrir þessa fáu sem auðgast á fyrirkomulaginu. Við skulum skoða hvort þessara bákna er að áreita okkur meira í okkar daglega lífi og hvort þeirra við viljum helst burt. Ég skrifaði um áreiti á þessum vettvangi fyrir nokkrum mánuðum, ekki um áreiti af hálfu samfélagsins gagnvart okkur heldur áreiti auðmanna sem gegnum auglýsingar á öllum hugsanlegum miðlum, sjónvarpi, útvarpi og samfélagsmiðlum, þar sem þeir vilja ná í peningana okkar, og ekki bara það heldur líka tíma okkar. Neyslusamfélagið er drifið áfram með því að skapa þarfir sem eru í rauninni ekki fyrir hendi og veldur því að mannlíf á jörðinni er í hættu vegna mengunar. Það er þetta bákn sem er að áreita okkur og það er það sem við viljum burt, ekki skólana heilbrigðiskerfið eða vegina. Auðmagnið sækist nú í þessa hefðbundnu verksvið opinbera geirans og sér þar fjárfestingarmöguleika og hægrið í stjórnmálum, sem alltaf þjónustar auðmagnið, hoppar á vagninn og hjálpar til við að markaðsvæða í heilbrigðiskerfinu, skólum og nú á að setja á vegagjöld líka. Hvað verður næst? Markaðsvæðing innan opinbera geirans á Vesturlöndum er þróun í öfuga átt, frá auknu jafnræði í ójafnræði og misskiptingu og hefur slæmar afleiðingar á samheldni samfélaga. Þessi þróun á sér nafn, „nýfrjálshyggja” og hefur leitt til þess að þjónusta, sem áður var alfarið veitt af opinberum aðilum, hefur í auknum mæli verið færð undir einkaaðila eða starfrækt á markaðsgrunni. Kapítalíska báknið er orðið svo stórt að það vill háma í sig opinbera geirann líka, það er víst kallað að auka markaðshlutdeild. Það sem einusinni var okkar sameiginlega verkefni, „samfélag”, á nú að verða að aðilum á markaði og þar með ekki okkar á sama hátt og áður. Í flestum tilvikum leiðir markaðsvæðingin til aukins ójöfnuðar í aðgengi að þjónustu, þar sem einkarekin heilbrigðis- eða menntakerfi eru oft háð gjaldtöku og markaðsdrifnum ákvörðunum. Þeir sem hafa minni greiðslugetu eiga erfiðara með að njóta þeirrar þjónustu sem áður var tiltæk öllum, óháð efnahag. Þetta veldur aukinni sundrung, þar sem lífskjör fólks verða ólíkari og félagsleg samheldni minnkar. Opinber þjónusta hefur oft verið tengd sameiginlegum gildum, þar sem öll samfélagsþjónusta var talin í þágu allra. Þegar þessi þjónusta er færð á markaðsgrunna, missir hún að sumu leyti þessa „sameignarskilgreiningu,“ þar sem einkarekstur er oftast fyrst og fremst rekin með arðsemi í huga. Þetta getur grafið undan þeirri tilfinningu að samfélagið beri sameiginlega ábyrgð á velferð allra, sem á móti getur dregið úr samheldni. Við markaðsvæðingu eru vinnustaðir og starfsfólk oftast undir auknu framleiðniálagi, það þarf jú að finna leiðir til að taka út arð. Með því að færa þjónustu yfir á einkarekstur eru gerðar kröfur um meiri hagræðingu, sem leiðir til lægra starfsöryggis, meiri álags og oftast minni launakjara fyrir starfsmenn. Þetta hefur áhrif á líðan starfsmanna og dregur úr trausti til stjórnenda og kerfisins alls. Það bákn sem við viljum burt er Kapítalisminn og þar er Sósíalistaflokkurinn einn flokka í kosningum 30 nóvember með ótvíræðan boðskap. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það var náttúrulega snjallt af hægri hugmyndasmiðjum að finna upp á hugtakinu „báknið burt” (remove the buteacracracy) og fullyrða að báknið bara vaxi og sé að koma okkur í þrot en nefna ekki einu orði hið raunverulega bákn í nútíma samfélagi sem er kapítalisminn. Ég held að það hafi verið Davíð Oddsson sem byrjaði með þetta slagorð á Íslandi, eitt af hans mörgu óhæfu verkum. Auðsöfnun á fárra hendur er orðið svo geigvænlegt að ekkert annað bákn kemst í hálfkvisti við það, ekkert vald í okkar nútíma þjóðfélagi jafnast á við auðvaldið, allavega ekki ríkisbáknið. Þessi bákn eru af ólíkum toga, ríkisbáknið með sína skóla, heilbrigðiskerfi og samgöngur er komið til af þörfum samfélagsins og byggt upp af því. Hitt báknið eru kapítalistarnir sem safna auði á allt færri hendur, hafa enga lýðræðislega skírskotun og er bara til fyrir þessa fáu sem auðgast á fyrirkomulaginu. Við skulum skoða hvort þessara bákna er að áreita okkur meira í okkar daglega lífi og hvort þeirra við viljum helst burt. Ég skrifaði um áreiti á þessum vettvangi fyrir nokkrum mánuðum, ekki um áreiti af hálfu samfélagsins gagnvart okkur heldur áreiti auðmanna sem gegnum auglýsingar á öllum hugsanlegum miðlum, sjónvarpi, útvarpi og samfélagsmiðlum, þar sem þeir vilja ná í peningana okkar, og ekki bara það heldur líka tíma okkar. Neyslusamfélagið er drifið áfram með því að skapa þarfir sem eru í rauninni ekki fyrir hendi og veldur því að mannlíf á jörðinni er í hættu vegna mengunar. Það er þetta bákn sem er að áreita okkur og það er það sem við viljum burt, ekki skólana heilbrigðiskerfið eða vegina. Auðmagnið sækist nú í þessa hefðbundnu verksvið opinbera geirans og sér þar fjárfestingarmöguleika og hægrið í stjórnmálum, sem alltaf þjónustar auðmagnið, hoppar á vagninn og hjálpar til við að markaðsvæða í heilbrigðiskerfinu, skólum og nú á að setja á vegagjöld líka. Hvað verður næst? Markaðsvæðing innan opinbera geirans á Vesturlöndum er þróun í öfuga átt, frá auknu jafnræði í ójafnræði og misskiptingu og hefur slæmar afleiðingar á samheldni samfélaga. Þessi þróun á sér nafn, „nýfrjálshyggja” og hefur leitt til þess að þjónusta, sem áður var alfarið veitt af opinberum aðilum, hefur í auknum mæli verið færð undir einkaaðila eða starfrækt á markaðsgrunni. Kapítalíska báknið er orðið svo stórt að það vill háma í sig opinbera geirann líka, það er víst kallað að auka markaðshlutdeild. Það sem einusinni var okkar sameiginlega verkefni, „samfélag”, á nú að verða að aðilum á markaði og þar með ekki okkar á sama hátt og áður. Í flestum tilvikum leiðir markaðsvæðingin til aukins ójöfnuðar í aðgengi að þjónustu, þar sem einkarekin heilbrigðis- eða menntakerfi eru oft háð gjaldtöku og markaðsdrifnum ákvörðunum. Þeir sem hafa minni greiðslugetu eiga erfiðara með að njóta þeirrar þjónustu sem áður var tiltæk öllum, óháð efnahag. Þetta veldur aukinni sundrung, þar sem lífskjör fólks verða ólíkari og félagsleg samheldni minnkar. Opinber þjónusta hefur oft verið tengd sameiginlegum gildum, þar sem öll samfélagsþjónusta var talin í þágu allra. Þegar þessi þjónusta er færð á markaðsgrunna, missir hún að sumu leyti þessa „sameignarskilgreiningu,“ þar sem einkarekstur er oftast fyrst og fremst rekin með arðsemi í huga. Þetta getur grafið undan þeirri tilfinningu að samfélagið beri sameiginlega ábyrgð á velferð allra, sem á móti getur dregið úr samheldni. Við markaðsvæðingu eru vinnustaðir og starfsfólk oftast undir auknu framleiðniálagi, það þarf jú að finna leiðir til að taka út arð. Með því að færa þjónustu yfir á einkarekstur eru gerðar kröfur um meiri hagræðingu, sem leiðir til lægra starfsöryggis, meiri álags og oftast minni launakjara fyrir starfsmenn. Þetta hefur áhrif á líðan starfsmanna og dregur úr trausti til stjórnenda og kerfisins alls. Það bákn sem við viljum burt er Kapítalisminn og þar er Sósíalistaflokkurinn einn flokka í kosningum 30 nóvember með ótvíræðan boðskap. Höfundur er sósíalisti.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun