Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2024 17:03 Opið bréf til Stefáns Eiríkssonar úvarpsstjóra og Ingólfs Bjarna Sigfússonar Heilir og sælir báðir tveir. Þetta bréf er stílað á ykkur báða vegna þess að ekki er alveg skýrt á heimasíðu RUV ohf. hver ber ábyrgð á umfjöllum Kveiks en einnig vegna þess að ég bar upp svipað erindi við þáverandi ritstjóra þáttarins fyrir nokkrum árum án þess að það leiddi til nokkurs. Síðan hefur brostið nokkur flótti í lið Kveiks og er því nauðsynlegt að endurnýja erindið. Þetta bréf er ábending um dagskrárefni því eins og stendur á heimasíðu Kveiks: ,, Við þurfum á ábendingum frá fólki eins og þér að halda.” Erindið er opinbert því ég vil að það fólk sem á í hlut viti að ég er að senda ykkur þessa ábendingu. Þess vegna bið ég ykkur að svara erindinu með sama hætti. Erindið varðar afdrif og örlög þeirra sem misstu íbúðir sínar í hendur Íbúðalánasjóðs og einnig hverjir það voru sem eignuðust íbúðirnar við sölu og uppboð Íbúðalánasjóðs. Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður um 4.200 íbúðir af skuldurum. Flestar voru boðnar upp. Með þessu misstu um tíu þúsund manns heimili sín. Menn konur og börn. Kveikur fréttaskýringarþáttur RUV ohf var í fyrstu skilgreindur sem vettvangur rannsóknarblaðamennsku og hefur komið víða við. Ég minnist t.d. góðrar umfjöllunar um afdrif innflytjendafjölskyldu sem kom hingað sem flóttamenn en fjölskyldunni var fylgt eftir í nokkur ár. Við áhorf á þá umfjöllun hugleiddi ég nokkuð að Kveikur skyldi ekki hafa sett saman þátt/þætti um þá Íslendinga sem stóðu allt í einu uppi heimilislaus og eignalaus eftir hrun og fylgjast með afdrifum þeirra. Það fólk hefur verið og er væntanlega áskrifendur að dagskrá RUV eins og við erum flest dæmd til. Ég safnaði því saman gögnum, fékk leyfi nokkurra fjórnarlamba til að gefa upp nöfn þeirra og afhenti þáverandi ritstjóra Kveiks. Í stuttu máli gerðist ekkert. Áhugi var ekki til staðar til að taka málið upp. Það voru mikil vonbrigði að RUV sem segist vera okkar allra hafi ekki verið RUV þessa hóps. Það hefur skort mjög á umfjöllun um áhrif hrunsins á almenning á Íslandi. Farið hefur veið ágætlega yfir aðdragandann m.a. í nokkrum skýrslum á vegum Alþingis en ekkert hefur verið fjallað um eftirmál hrunsins. Það er brýnt að fólk sem varð fyrir eignamissi í og eftir hrun fái einhvers konar lúkningu. Þessi hópur þarf réttlæti. Von mín er sú að RUV taki málefni þessa stóra hóps fólks til meðhöndlunar og varpi ljósi á það sem raunverulega gerðist. Vonast eftir skýru og jákvæði svari. Bestu kveðjur. Þorsteinn Sæmundsson. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Ríkisútvarpið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Opið bréf til Stefáns Eiríkssonar úvarpsstjóra og Ingólfs Bjarna Sigfússonar Heilir og sælir báðir tveir. Þetta bréf er stílað á ykkur báða vegna þess að ekki er alveg skýrt á heimasíðu RUV ohf. hver ber ábyrgð á umfjöllum Kveiks en einnig vegna þess að ég bar upp svipað erindi við þáverandi ritstjóra þáttarins fyrir nokkrum árum án þess að það leiddi til nokkurs. Síðan hefur brostið nokkur flótti í lið Kveiks og er því nauðsynlegt að endurnýja erindið. Þetta bréf er ábending um dagskrárefni því eins og stendur á heimasíðu Kveiks: ,, Við þurfum á ábendingum frá fólki eins og þér að halda.” Erindið er opinbert því ég vil að það fólk sem á í hlut viti að ég er að senda ykkur þessa ábendingu. Þess vegna bið ég ykkur að svara erindinu með sama hætti. Erindið varðar afdrif og örlög þeirra sem misstu íbúðir sínar í hendur Íbúðalánasjóðs og einnig hverjir það voru sem eignuðust íbúðirnar við sölu og uppboð Íbúðalánasjóðs. Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður um 4.200 íbúðir af skuldurum. Flestar voru boðnar upp. Með þessu misstu um tíu þúsund manns heimili sín. Menn konur og börn. Kveikur fréttaskýringarþáttur RUV ohf var í fyrstu skilgreindur sem vettvangur rannsóknarblaðamennsku og hefur komið víða við. Ég minnist t.d. góðrar umfjöllunar um afdrif innflytjendafjölskyldu sem kom hingað sem flóttamenn en fjölskyldunni var fylgt eftir í nokkur ár. Við áhorf á þá umfjöllun hugleiddi ég nokkuð að Kveikur skyldi ekki hafa sett saman þátt/þætti um þá Íslendinga sem stóðu allt í einu uppi heimilislaus og eignalaus eftir hrun og fylgjast með afdrifum þeirra. Það fólk hefur verið og er væntanlega áskrifendur að dagskrá RUV eins og við erum flest dæmd til. Ég safnaði því saman gögnum, fékk leyfi nokkurra fjórnarlamba til að gefa upp nöfn þeirra og afhenti þáverandi ritstjóra Kveiks. Í stuttu máli gerðist ekkert. Áhugi var ekki til staðar til að taka málið upp. Það voru mikil vonbrigði að RUV sem segist vera okkar allra hafi ekki verið RUV þessa hóps. Það hefur skort mjög á umfjöllun um áhrif hrunsins á almenning á Íslandi. Farið hefur veið ágætlega yfir aðdragandann m.a. í nokkrum skýrslum á vegum Alþingis en ekkert hefur verið fjallað um eftirmál hrunsins. Það er brýnt að fólk sem varð fyrir eignamissi í og eftir hrun fái einhvers konar lúkningu. Þessi hópur þarf réttlæti. Von mín er sú að RUV taki málefni þessa stóra hóps fólks til meðhöndlunar og varpi ljósi á það sem raunverulega gerðist. Vonast eftir skýru og jákvæði svari. Bestu kveðjur. Þorsteinn Sæmundsson. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar