Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2024 13:15 Choe Son Hee og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar Norður-Kóreu og Rússlands, í Mosvku í dag. AP/Utanríkisráðuneyti Rússlands Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. Þetta er meðal þess sem haft er eftir Choi Son Hee, áðurnefndum ráðherra, sem fundaði með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Moskvu í dag, á vef RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Síðasta sumar skrifaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, undir varnarsamkomulag við Kim og var það samkomulag nýlega staðfest af rússneska þinginu. Á fundinum sagði hún einnig að Norður-Kóreumenn væru sannfærðir um að Rússa myndu sigra og að þeir myndu standa þétt með „félögum“ sínum í baráttunni. „Við efumst ekki um að undir viturlegri stjórn hins virta forseta Vladimírs Pútín, mun rússneski herinn og rússneska þjóðin vissulega ná miklum sigri í heilagri baráttu þeirra um að tryggja fullveldi þeirra og öryggi ríkis þeirra,“ hefur RIA einnig eftir Hee. Ráðamenn í Úkraínu og á Vesturlöndum segja Kim hafa sent þúsundir hermanna til aðstoðar Rússa í átökunum við Úkraínumenn og að um átta þúsund þeirra séu nærri landamærum Úkraínu. Mögulegt sé að þeir taki þátt í átökum á næstu dögum. Sjá einnig: Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Áður hafa Rússar fengið mikið magn skotfæra, eldflauga og annarra hergagna frá einræðisríkinu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja líklegt að norðurkóresku hermennirnir verði notaðir sem fótgöngulið og að þeir muni að öllum líkindum byrja að berjast við Úkraínumenn í Kúrsk á næstu vikum. Þeir eru sagðir klæðast rússneskum herbúningum og búnir rússneskum vopnum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur gagnrýnt bakhjarla ríkisins vegna aðgerðaleysis þeirra vegna hermannaflutninganna frá Norður-Kóreu. Á blaðamannafundi í gær sagðist hann telja að Pútín og Kim hefðu komist að samkomulagi um frekari fólksflutninga. Að Rússar vildu fá menn til reisa varnarvirki og sömuleiðis fólk til að vinna í hergagnaverksmiðjum í Rússlandi. Stjórn Seðlabanka Rússlands sagði nýverið, þegar stýrivextir voru hækkaðir í 21 prósent, að rússneskt hagkerfi skorti vinnuafl. Sjá einnig: Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi „Pútín er að kanna viðbrögð Vesturlanda,“ sagði Selenskí samkvæmt Reuters og sagðist hann telja að eftir þessi dræmu viðbrögð muni Pútín reyna að fá fleiri menn frá Norður-Kóreu. Selenskí varaði fyrst við því að hermenn frá Norður-Kóreu væru væntanlegir þann 13. október. Síðan þá hafa ráðamenn á Vesturlöndum lýst hermannaflutningunum sem mikilli stigmögnun en ekki gripið til neinna aðgerða né tilkynnt að þeirra sé að vænta. Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í gær að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið er leitt af Erik Møse og hefur það varið undanförnum árum í að rannsaka mannréttindabrot í Úkraínu. Hópurinn hefur á þeim tíma lýst kerfisbundnum brotum rússneskra hermanna sem gætu flokkast sem stríðsglæpir. Fyrir rúmu ári síðan sagði Møse á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum að rannsóknir teymisins hefðu varpað ljósi á að Rússar hefðu meðal annars pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. Gögnum hefði einnig verið safnað um umfangsmiklar og kerfisbundnar pyntingar. Møse sagði frá því á fundinum í gær að frekari upplýsingum hefði verið safnað af teyminu og að fundist hefðu vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Rannsókn teymisins náði til 41 fangabúðar í níu héruðum Úkraínu og átta héruðum Rússlands. Á fundinum sagði Møse að ofbeldi væri algengt í fangabúðum Rússlands, hvort sem það væri í Rússlandi eða á hernumdum svæðum í Úkraínu. Þá sagði hann teymið hafa fundið frekari vísbendingar um að kynferðislegt ofbeldi væri einnig notað til að pynta fólk. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum. Rússland Norður-Kórea Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Vladimír Pútín Mannréttindi Tengdar fréttir Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. 1. nóvember 2024 09:12 Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Ráðamenn í Rússlandi og Íran ætla að skrifa undir „umfangsmikinn“ sáttmála sem mun meðal annars snúast um aukið samstarf á sviði varnarmála. Skrifa á undir sáttmálann í náinni framtíð. 31. október 2024 15:47 Ný flaug flaug lengra en áður Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert. 31. október 2024 11:09 Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna. 30. október 2024 11:38 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Fleiri fréttir Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Sjá meira
Þetta er meðal þess sem haft er eftir Choi Son Hee, áðurnefndum ráðherra, sem fundaði með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Moskvu í dag, á vef RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Síðasta sumar skrifaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, undir varnarsamkomulag við Kim og var það samkomulag nýlega staðfest af rússneska þinginu. Á fundinum sagði hún einnig að Norður-Kóreumenn væru sannfærðir um að Rússa myndu sigra og að þeir myndu standa þétt með „félögum“ sínum í baráttunni. „Við efumst ekki um að undir viturlegri stjórn hins virta forseta Vladimírs Pútín, mun rússneski herinn og rússneska þjóðin vissulega ná miklum sigri í heilagri baráttu þeirra um að tryggja fullveldi þeirra og öryggi ríkis þeirra,“ hefur RIA einnig eftir Hee. Ráðamenn í Úkraínu og á Vesturlöndum segja Kim hafa sent þúsundir hermanna til aðstoðar Rússa í átökunum við Úkraínumenn og að um átta þúsund þeirra séu nærri landamærum Úkraínu. Mögulegt sé að þeir taki þátt í átökum á næstu dögum. Sjá einnig: Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Áður hafa Rússar fengið mikið magn skotfæra, eldflauga og annarra hergagna frá einræðisríkinu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja líklegt að norðurkóresku hermennirnir verði notaðir sem fótgöngulið og að þeir muni að öllum líkindum byrja að berjast við Úkraínumenn í Kúrsk á næstu vikum. Þeir eru sagðir klæðast rússneskum herbúningum og búnir rússneskum vopnum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur gagnrýnt bakhjarla ríkisins vegna aðgerðaleysis þeirra vegna hermannaflutninganna frá Norður-Kóreu. Á blaðamannafundi í gær sagðist hann telja að Pútín og Kim hefðu komist að samkomulagi um frekari fólksflutninga. Að Rússar vildu fá menn til reisa varnarvirki og sömuleiðis fólk til að vinna í hergagnaverksmiðjum í Rússlandi. Stjórn Seðlabanka Rússlands sagði nýverið, þegar stýrivextir voru hækkaðir í 21 prósent, að rússneskt hagkerfi skorti vinnuafl. Sjá einnig: Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi „Pútín er að kanna viðbrögð Vesturlanda,“ sagði Selenskí samkvæmt Reuters og sagðist hann telja að eftir þessi dræmu viðbrögð muni Pútín reyna að fá fleiri menn frá Norður-Kóreu. Selenskí varaði fyrst við því að hermenn frá Norður-Kóreu væru væntanlegir þann 13. október. Síðan þá hafa ráðamenn á Vesturlöndum lýst hermannaflutningunum sem mikilli stigmögnun en ekki gripið til neinna aðgerða né tilkynnt að þeirra sé að vænta. Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í gær að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið er leitt af Erik Møse og hefur það varið undanförnum árum í að rannsaka mannréttindabrot í Úkraínu. Hópurinn hefur á þeim tíma lýst kerfisbundnum brotum rússneskra hermanna sem gætu flokkast sem stríðsglæpir. Fyrir rúmu ári síðan sagði Møse á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum að rannsóknir teymisins hefðu varpað ljósi á að Rússar hefðu meðal annars pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. Gögnum hefði einnig verið safnað um umfangsmiklar og kerfisbundnar pyntingar. Møse sagði frá því á fundinum í gær að frekari upplýsingum hefði verið safnað af teyminu og að fundist hefðu vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Rannsókn teymisins náði til 41 fangabúðar í níu héruðum Úkraínu og átta héruðum Rússlands. Á fundinum sagði Møse að ofbeldi væri algengt í fangabúðum Rússlands, hvort sem það væri í Rússlandi eða á hernumdum svæðum í Úkraínu. Þá sagði hann teymið hafa fundið frekari vísbendingar um að kynferðislegt ofbeldi væri einnig notað til að pynta fólk. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum.
Rússland Norður-Kórea Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Vladimír Pútín Mannréttindi Tengdar fréttir Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. 1. nóvember 2024 09:12 Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Ráðamenn í Rússlandi og Íran ætla að skrifa undir „umfangsmikinn“ sáttmála sem mun meðal annars snúast um aukið samstarf á sviði varnarmála. Skrifa á undir sáttmálann í náinni framtíð. 31. október 2024 15:47 Ný flaug flaug lengra en áður Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert. 31. október 2024 11:09 Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna. 30. október 2024 11:38 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Fleiri fréttir Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Sjá meira
Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. 1. nóvember 2024 09:12
Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Ráðamenn í Rússlandi og Íran ætla að skrifa undir „umfangsmikinn“ sáttmála sem mun meðal annars snúast um aukið samstarf á sviði varnarmála. Skrifa á undir sáttmálann í náinni framtíð. 31. október 2024 15:47
Ný flaug flaug lengra en áður Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert. 31. október 2024 11:09
Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna. 30. október 2024 11:38