Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar 1. nóvember 2024 07:17 Að vera læknir er í senn frábært og lýjandi. Fátt er skemmtilegra en að ræða við sjúklinga, greina vanda þeirra, veita meðferð, fá að fylgja þeim eftir og sjá þá batna. Það sem er lýjandi er oftar bundið í ytri þáttum starfsins sem læknar stjórna ekki. Yfirfullar sjúkrastofnanir, sjúklingar á göngum, langur biðtími á mörgum stöðum kerfisins. Að útskrifa sjúkling sem manni finnst ekki tilbúinn til að fara heim en neyðist samt til þess því legurýmin eru svo fá. Að verða læknir er langt og strembið ferli. Fyrst er 6 ára grunnnám sem samanstendur af miklum lestri og fjölda klukkustunda í verknámi. Eftir útskrift tekur við sérnám og í mörgum tilfellum undirsérgrein. Frá fyrsta námsdegi þar til læknir útskrifast sem sérfræðingur geta því liðið 12-18 ár. Þá eru stöðugar framfarir í læknisfræði: ný lyf, nýir meðferðarmöguleikar og nýjar áherslur sem krefjast þess að læknar séu sífellt á tánum. Með öðrum orðum, læknir er aldrei fullnuma, og gerir það starfið skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Það krefst þess þó að læknir taki frá tíma bæði innan og utan skipulagðs vinnutíma til þess að viðhalda þekkingu sinni. Grunnlaun (dagvinnulaun) nýútskrifaðs læknis, almenns læknis eru u.þ.b. 734 þúsund krónur. Það gera, eftir skatt, um 516 þúsund krónur. Miðgildi grunnlauna almennra lækna eru 797 þús krónur. Miðast það við fulla dagvinnu, 40 tíma vinnuviku, sem algengara er en ekki að lengist um nokkrar klukkustundir vegna anna. Hvernig standast þau laun samanburð? Ef skoðuð er launarannsókn VR frá 2024 eigum við talsvert í land til að ná miðgildi grunnlauna annarra sérfræðistarfa þó að þau störf bjóði flest upp á styttingu vinnuvikunnar sem læknar hafa enn ekki fengið. (sjá mynd) Glöggir lesendur vilja eflaust benda á að heildarlaun lækna séu hærri. Það er rétt og skýrist af því að læknar vinna vaktir. Vaktakaupið leggst ofan á grunnlaunin og kemur til hækkunar heildartekna. Vaktirnar eru unnar utan hefðbundins dagvinnutíma - um kvöld, nætur, helgar og á hátíðisdögum - og gjarnan til viðbótar við dagvinnu. Í sumum tilvikum vinnst frítökuréttur á móti vöktum en öðrum ekki. Það þýðir að læknar þurfa í mörgum tilvikum að vinna meira en 100% vinnu til þess að afla tekna umfram grunnlauna. Kemur það ofan á nú þegar langa vinnuviku lækna. Þannig að til þess að svara upphafsspurningu greinarinnar þá eru grunnlaun almennra lækna ekki í samræmi við önnur sérfræðistörf. Almennir læknar vilja grunnlaun sem endurspegla þá menntun og miklu ábyrgð sem starfinu fylgir. Grunnlaun sem gera þeim kleift að vinna jafnvel „bara“ 100% vinnu. Það skiptir sköpum til þess að fjölga starfandi læknum, bæði með því að minnka brottfall starfandi lækna en einnig til þess að gera starfið eftirsóknarvert í augum ungs fólks sem hyggst leggja það fyrir sig. Hvort um sig nauðsynlegt til þess að mæta vaxandi þörf á læknisþjónustu á komandi árum. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Mest lesið Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að vera læknir er í senn frábært og lýjandi. Fátt er skemmtilegra en að ræða við sjúklinga, greina vanda þeirra, veita meðferð, fá að fylgja þeim eftir og sjá þá batna. Það sem er lýjandi er oftar bundið í ytri þáttum starfsins sem læknar stjórna ekki. Yfirfullar sjúkrastofnanir, sjúklingar á göngum, langur biðtími á mörgum stöðum kerfisins. Að útskrifa sjúkling sem manni finnst ekki tilbúinn til að fara heim en neyðist samt til þess því legurýmin eru svo fá. Að verða læknir er langt og strembið ferli. Fyrst er 6 ára grunnnám sem samanstendur af miklum lestri og fjölda klukkustunda í verknámi. Eftir útskrift tekur við sérnám og í mörgum tilfellum undirsérgrein. Frá fyrsta námsdegi þar til læknir útskrifast sem sérfræðingur geta því liðið 12-18 ár. Þá eru stöðugar framfarir í læknisfræði: ný lyf, nýir meðferðarmöguleikar og nýjar áherslur sem krefjast þess að læknar séu sífellt á tánum. Með öðrum orðum, læknir er aldrei fullnuma, og gerir það starfið skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Það krefst þess þó að læknir taki frá tíma bæði innan og utan skipulagðs vinnutíma til þess að viðhalda þekkingu sinni. Grunnlaun (dagvinnulaun) nýútskrifaðs læknis, almenns læknis eru u.þ.b. 734 þúsund krónur. Það gera, eftir skatt, um 516 þúsund krónur. Miðgildi grunnlauna almennra lækna eru 797 þús krónur. Miðast það við fulla dagvinnu, 40 tíma vinnuviku, sem algengara er en ekki að lengist um nokkrar klukkustundir vegna anna. Hvernig standast þau laun samanburð? Ef skoðuð er launarannsókn VR frá 2024 eigum við talsvert í land til að ná miðgildi grunnlauna annarra sérfræðistarfa þó að þau störf bjóði flest upp á styttingu vinnuvikunnar sem læknar hafa enn ekki fengið. (sjá mynd) Glöggir lesendur vilja eflaust benda á að heildarlaun lækna séu hærri. Það er rétt og skýrist af því að læknar vinna vaktir. Vaktakaupið leggst ofan á grunnlaunin og kemur til hækkunar heildartekna. Vaktirnar eru unnar utan hefðbundins dagvinnutíma - um kvöld, nætur, helgar og á hátíðisdögum - og gjarnan til viðbótar við dagvinnu. Í sumum tilvikum vinnst frítökuréttur á móti vöktum en öðrum ekki. Það þýðir að læknar þurfa í mörgum tilvikum að vinna meira en 100% vinnu til þess að afla tekna umfram grunnlauna. Kemur það ofan á nú þegar langa vinnuviku lækna. Þannig að til þess að svara upphafsspurningu greinarinnar þá eru grunnlaun almennra lækna ekki í samræmi við önnur sérfræðistörf. Almennir læknar vilja grunnlaun sem endurspegla þá menntun og miklu ábyrgð sem starfinu fylgir. Grunnlaun sem gera þeim kleift að vinna jafnvel „bara“ 100% vinnu. Það skiptir sköpum til þess að fjölga starfandi læknum, bæði með því að minnka brottfall starfandi lækna en einnig til þess að gera starfið eftirsóknarvert í augum ungs fólks sem hyggst leggja það fyrir sig. Hvort um sig nauðsynlegt til þess að mæta vaxandi þörf á læknisþjónustu á komandi árum. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun