Læknar á leið í verkfall Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. október 2024 16:42 Læknar hefja verkfallsaðgerðir 18. nóvember ef samningar nást ekki við ríkið. Vísir/Vilhelm Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. Þetta staðfestir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, við fréttastofu. Góð þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en um 83 prósent af 1250 félagsmönnum greiddu atkvæði. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember. Fram kemur á vef Læknafélagsins að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins, verði tilkynnt á morgun um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 18. nóvember hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðirnar verða í nokkrum lotum: Fyrsta lotan er 18. til 21. nóvember, næsta lota er 2. til 5. desember, sú þriðja 16. til 19. desember. Í janúar 2025 verða í hverri viku verkföll lækna á einhverri starfseiningu þeirra, eins og nánar kemur fram í meðfylgjandi lýsingu. Þessar aðgerðir eru yfirgripsmiklar og munu ná til ýmissa eininga og stofnanna í heilbrigðiskerfinu. Í tilkynningu Læknafélagsins segir að stjórn og samninganefnd félagsins vonist til að ekki þurfi að koma til þessara verkfallsaðgerða og að samningar náist áður en verkföllin eigi að hefjast. Verkfallsaðgerðir lækna verða sem hér segir: Í nóvember 2024: 1. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 18. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 2. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 19. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 3. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 4. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 21. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í desember 2024: 5. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 17. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 6. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 3. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 18. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 7. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 4. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagins 19. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 8. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 5. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. desember 2024 (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. Í janúar 2025: 9. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagins 6. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti þriðjudagsins 14. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti miðvikudagsins 22. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti fimmtudagsins 30. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 10. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 7. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 15. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 23. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 27. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 11. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 8. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 16. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 20. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 28. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 12. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 9. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 13. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 21. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 29. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Þetta staðfestir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, við fréttastofu. Góð þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en um 83 prósent af 1250 félagsmönnum greiddu atkvæði. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember. Fram kemur á vef Læknafélagsins að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins, verði tilkynnt á morgun um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 18. nóvember hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðirnar verða í nokkrum lotum: Fyrsta lotan er 18. til 21. nóvember, næsta lota er 2. til 5. desember, sú þriðja 16. til 19. desember. Í janúar 2025 verða í hverri viku verkföll lækna á einhverri starfseiningu þeirra, eins og nánar kemur fram í meðfylgjandi lýsingu. Þessar aðgerðir eru yfirgripsmiklar og munu ná til ýmissa eininga og stofnanna í heilbrigðiskerfinu. Í tilkynningu Læknafélagsins segir að stjórn og samninganefnd félagsins vonist til að ekki þurfi að koma til þessara verkfallsaðgerða og að samningar náist áður en verkföllin eigi að hefjast. Verkfallsaðgerðir lækna verða sem hér segir: Í nóvember 2024: 1. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 18. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 2. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 19. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 3. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 4. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 21. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í desember 2024: 5. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 17. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 6. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 3. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 18. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 7. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 4. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagins 19. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 8. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 5. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. desember 2024 (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. Í janúar 2025: 9. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagins 6. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti þriðjudagsins 14. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti miðvikudagsins 22. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti fimmtudagsins 30. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 10. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 7. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 15. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 23. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 27. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 11. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 8. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 16. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 20. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 28. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 12. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 9. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 13. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 21. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 29. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð.
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira