Læknar á leið í verkfall Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. október 2024 16:42 Læknar hefja verkfallsaðgerðir 18. nóvember ef samningar nást ekki við ríkið. Vísir/Vilhelm Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. Þetta staðfestir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, við fréttastofu. Góð þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en um 83 prósent af 1250 félagsmönnum greiddu atkvæði. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember. Fram kemur á vef Læknafélagsins að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins, verði tilkynnt á morgun um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 18. nóvember hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðirnar verða í nokkrum lotum: Fyrsta lotan er 18. til 21. nóvember, næsta lota er 2. til 5. desember, sú þriðja 16. til 19. desember. Í janúar 2025 verða í hverri viku verkföll lækna á einhverri starfseiningu þeirra, eins og nánar kemur fram í meðfylgjandi lýsingu. Þessar aðgerðir eru yfirgripsmiklar og munu ná til ýmissa eininga og stofnanna í heilbrigðiskerfinu. Í tilkynningu Læknafélagsins segir að stjórn og samninganefnd félagsins vonist til að ekki þurfi að koma til þessara verkfallsaðgerða og að samningar náist áður en verkföllin eigi að hefjast. Verkfallsaðgerðir lækna verða sem hér segir: Í nóvember 2024: 1. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 18. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 2. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 19. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 3. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 4. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 21. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í desember 2024: 5. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 17. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 6. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 3. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 18. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 7. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 4. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagins 19. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 8. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 5. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. desember 2024 (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. Í janúar 2025: 9. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagins 6. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti þriðjudagsins 14. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti miðvikudagsins 22. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti fimmtudagsins 30. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 10. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 7. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 15. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 23. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 27. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 11. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 8. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 16. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 20. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 28. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 12. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 9. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 13. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 21. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 29. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Þetta staðfestir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, við fréttastofu. Góð þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en um 83 prósent af 1250 félagsmönnum greiddu atkvæði. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember. Fram kemur á vef Læknafélagsins að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins, verði tilkynnt á morgun um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 18. nóvember hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðirnar verða í nokkrum lotum: Fyrsta lotan er 18. til 21. nóvember, næsta lota er 2. til 5. desember, sú þriðja 16. til 19. desember. Í janúar 2025 verða í hverri viku verkföll lækna á einhverri starfseiningu þeirra, eins og nánar kemur fram í meðfylgjandi lýsingu. Þessar aðgerðir eru yfirgripsmiklar og munu ná til ýmissa eininga og stofnanna í heilbrigðiskerfinu. Í tilkynningu Læknafélagsins segir að stjórn og samninganefnd félagsins vonist til að ekki þurfi að koma til þessara verkfallsaðgerða og að samningar náist áður en verkföllin eigi að hefjast. Verkfallsaðgerðir lækna verða sem hér segir: Í nóvember 2024: 1. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 18. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 2. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 19. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 3. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 4. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 21. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í desember 2024: 5. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 17. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 6. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 3. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 18. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 7. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 4. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagins 19. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 8. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 5. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. desember 2024 (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. Í janúar 2025: 9. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagins 6. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti þriðjudagsins 14. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti miðvikudagsins 22. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti fimmtudagsins 30. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 10. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 7. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 15. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 23. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 27. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 11. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 8. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 16. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 20. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 28. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 12. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 9. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 13. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 21. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 29. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð.
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira