Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar 31. október 2024 15:17 Það er svo augljóst að það er útlendingavandamál á Íslandi. Ég segi það ekki af því að ég er haldinn einhverri útlendingaandúð, ég er það alls ekki. Konan mín, mágkona, amma mín heitin, maður móður minnar og kona föður míns eru öll útlendingar. En að sjá ekki vandann er ekkert annað en að stinga höfðinu ofan í sandinn. Vandamálið snýr að því hve hræðilega illa gengur að fá innflytjendur til þess að tileinka sér tungu heimamanna, raunar svo mjög að samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD þá gengur það hvergi verr í heiminum en hér. Stöðugt er verið að ýta íslenskunni út út um allt. Sífellt fleiri vinnustaðir vinna ekki lengur á íslensku og mjög víða er þjónusta ekki lengur aðgengileg á íslensku. Ég hef kynnst og vingast við fjöldann allan af innflytjendum í hinum ýmsu störfum sem ég hef sinnt í ferðaþjónustu og í byggingariðnaði. Mín reynsla hefur verið sú að mikill meirihluti innflytjenda sem ég hef kynnst hefur lítinn áhuga á að læra íslensku. Viðhorfið ,,til hvers að læra og tala íslensku þegar að allir hér kunna ensku" er verulega útbreitt. Nú er svo komið að þetta ömurlega viðhorf er einnig orðið algengt hjá fjöldann allan af fyrirtækjum í landinu og meira að segja hjá sumum sveitarfélögum. Þessi þróun er að eiga sér stað á ógnarhraða. Breytingar á íbúasamsetningu þessa lands eru einnig að breytast með ógnarhraða, hraðar en í nokkru öðru landi samkvæmt OECD. Ef fram fer sem horfir þá verða Íslendingar komnir í minnihluta árið 2039 ef miðað er við fjölgun útlendinga á síðustu tveimur árum. Hvað verður um íslenskuna þá? Það stefnir í að íslensk tunga verður aðeins til heimabrúks hjá litlum frumbyggjaminnihlutahópi. Er það ekki vandamál? Höfundur er leiðsögumaður, skógfræðingur og húsasmíðanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er svo augljóst að það er útlendingavandamál á Íslandi. Ég segi það ekki af því að ég er haldinn einhverri útlendingaandúð, ég er það alls ekki. Konan mín, mágkona, amma mín heitin, maður móður minnar og kona föður míns eru öll útlendingar. En að sjá ekki vandann er ekkert annað en að stinga höfðinu ofan í sandinn. Vandamálið snýr að því hve hræðilega illa gengur að fá innflytjendur til þess að tileinka sér tungu heimamanna, raunar svo mjög að samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD þá gengur það hvergi verr í heiminum en hér. Stöðugt er verið að ýta íslenskunni út út um allt. Sífellt fleiri vinnustaðir vinna ekki lengur á íslensku og mjög víða er þjónusta ekki lengur aðgengileg á íslensku. Ég hef kynnst og vingast við fjöldann allan af innflytjendum í hinum ýmsu störfum sem ég hef sinnt í ferðaþjónustu og í byggingariðnaði. Mín reynsla hefur verið sú að mikill meirihluti innflytjenda sem ég hef kynnst hefur lítinn áhuga á að læra íslensku. Viðhorfið ,,til hvers að læra og tala íslensku þegar að allir hér kunna ensku" er verulega útbreitt. Nú er svo komið að þetta ömurlega viðhorf er einnig orðið algengt hjá fjöldann allan af fyrirtækjum í landinu og meira að segja hjá sumum sveitarfélögum. Þessi þróun er að eiga sér stað á ógnarhraða. Breytingar á íbúasamsetningu þessa lands eru einnig að breytast með ógnarhraða, hraðar en í nokkru öðru landi samkvæmt OECD. Ef fram fer sem horfir þá verða Íslendingar komnir í minnihluta árið 2039 ef miðað er við fjölgun útlendinga á síðustu tveimur árum. Hvað verður um íslenskuna þá? Það stefnir í að íslensk tunga verður aðeins til heimabrúks hjá litlum frumbyggjaminnihlutahópi. Er það ekki vandamál? Höfundur er leiðsögumaður, skógfræðingur og húsasmíðanemi
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun